Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. júní 2015 14:18 Ingibjörg er í níutíu prósent vinnu. „Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu.“ Þetta skrifaði Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga, í Fréttablaðið í dag ásamt því að birta afrit af launaseðili sínum. Hún segir mikilvægt að menntun hjúkrunarfræðinga sé metin til launa, líkt og annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna með sambærilega menntun.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar farnir að segja uppElla Björg Rögnvaldsdóttir er hjúkrunarfræðingur á hjartadeild. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir sextíu prósenta kvöldvinnu.mynd/ellaVerkfall hjúkrunarfræðinga hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru mikil og deiluaðilar orðnir langeyðir eftir því að lausn fáist í málið. Viðræðum við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var slitið í gær, án árangurs. „Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum,“ skrifar Ingibjörg. Fleiri hjúkrunarfræðingar hafa birt launaseðla sína opinberlega í dag. Þar á meðal Ella Björg Rögnvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Landspítalans. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir 60 prósent vinnu á kvöldin. Grunnlaun hennar eru 311.920 krónur.Mikið er ég orðin þreytt á að heyra hina og þessa "spekinga" ræða mín eigin launamál, á förnum vegi, á kaffistofum,...Posted by Ella Björg Rögnvaldsdóttir on 10. júní 2015Erla Hlíf Kvaran er á sömu launum og Ella Björg. Hún segist ekki myndu geta náð endum saman væri hún einstæð móðir og þykir það miður að hafa þurft að horfa upp á samstarfsfélaga sína flytja úr landi í leit að eðlilegra og betra lífi.- Mér finnst sárt að hugsa til þess að menntun mín og ábyrgð í starfi er ekki metin til launa- Mér finnst sárt að...Posted by Erla Hlíf Kvaran on 10. júní 2015 Kennaraverkfall Tengdar fréttir Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25 Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. 11. júní 2015 11:25 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu.“ Þetta skrifaði Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga, í Fréttablaðið í dag ásamt því að birta afrit af launaseðili sínum. Hún segir mikilvægt að menntun hjúkrunarfræðinga sé metin til launa, líkt og annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna með sambærilega menntun.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar farnir að segja uppElla Björg Rögnvaldsdóttir er hjúkrunarfræðingur á hjartadeild. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir sextíu prósenta kvöldvinnu.mynd/ellaVerkfall hjúkrunarfræðinga hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru mikil og deiluaðilar orðnir langeyðir eftir því að lausn fáist í málið. Viðræðum við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var slitið í gær, án árangurs. „Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum,“ skrifar Ingibjörg. Fleiri hjúkrunarfræðingar hafa birt launaseðla sína opinberlega í dag. Þar á meðal Ella Björg Rögnvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Landspítalans. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir 60 prósent vinnu á kvöldin. Grunnlaun hennar eru 311.920 krónur.Mikið er ég orðin þreytt á að heyra hina og þessa "spekinga" ræða mín eigin launamál, á förnum vegi, á kaffistofum,...Posted by Ella Björg Rögnvaldsdóttir on 10. júní 2015Erla Hlíf Kvaran er á sömu launum og Ella Björg. Hún segist ekki myndu geta náð endum saman væri hún einstæð móðir og þykir það miður að hafa þurft að horfa upp á samstarfsfélaga sína flytja úr landi í leit að eðlilegra og betra lífi.- Mér finnst sárt að hugsa til þess að menntun mín og ábyrgð í starfi er ekki metin til launa- Mér finnst sárt að...Posted by Erla Hlíf Kvaran on 10. júní 2015
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25 Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. 11. júní 2015 11:25 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25
Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. 11. júní 2015 11:25
Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36
Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22