Öruggt heilbrigðiskerfi til frambúðar er hagur allra landsmanna Rut Sigurjónsdóttir skrifar 11. júní 2015 15:26 Hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá ríkinu hafa nú verið í verkfalli í vel á þriðju viku og engin lausn virðist vera í sjónmáli í kjaradeilu milli þeirra og ríkisins. Nokkrir fundir hafa þó verið boðaðir til að reyna leita lausna og sátta en ríkið virðist hafa takmarkaðan vilja til þess að semja við þessa gríðarmikilvægu og ómissandi heilbrigðisstétt. Frá því að verkfall hjúkrunarfræðinga hófst hefur dregið verulega úr venjulegri starfsemi heilbrigðisþjónustunar, þá sérstaklega á Landspítala háskólasjúkrahúsi. sem og á heilsugæslustöðvum höfuðborgasvæðisins. Afleiðingar verkfallsins hafa haft í för með sér verulega skerta heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn alla. Flestir landsmenn vilja búa við öryggi og eitt af því sem veitir okkur öryggi er að vita til þess að við getum leitað til heilbrigðisþjónustunnar þegar veikindi steðja að. Hornsteinn hjúkrunar og heilbrigðisþjónustunnar felst í því tryggja öryggi allra sjúklinga. Með því er átt við að sjúklingur sé laus við tilviljanakennd og ónauðsynleg slys, atvik eða mistök. Eins og staðan er í dag þá getur hvorki heilbrigðiskerfið né hjúkrunarfræðingar með góðu móti tryggt öryggi allra sjúklinga sinna. Um leið þarf að bæta kjörin. Sömu rök eiga við um hjúkrunarfræðinga og lækna að hér er um að ræða langskólamenntað vinnuafl sem býr við góð atvinnutækifæri erlendis og spurn eftir slíku vinnuafli er umtalsverð nú um stundir. Því er nauðsynlegt að menntun hjúkrunarfræðinga verði metin til launa líkt og hjá öðrum háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum með sambærilega menntun. Stétt hjúkrunarfræðinga hefur löngum verið kvennastétt og nú berjumst við einnig fyrir því að kynbundnum launamuni verði útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Það er von mín að ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðiskerfinu. Landsmenn eiga rétt á því að heilbrigðiskerfið sé sett í forgang og því er bráðnauðsynlegt að semja við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst svo hægt verði að tryggja betur öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið verði fyrir auknum skaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá ríkinu hafa nú verið í verkfalli í vel á þriðju viku og engin lausn virðist vera í sjónmáli í kjaradeilu milli þeirra og ríkisins. Nokkrir fundir hafa þó verið boðaðir til að reyna leita lausna og sátta en ríkið virðist hafa takmarkaðan vilja til þess að semja við þessa gríðarmikilvægu og ómissandi heilbrigðisstétt. Frá því að verkfall hjúkrunarfræðinga hófst hefur dregið verulega úr venjulegri starfsemi heilbrigðisþjónustunar, þá sérstaklega á Landspítala háskólasjúkrahúsi. sem og á heilsugæslustöðvum höfuðborgasvæðisins. Afleiðingar verkfallsins hafa haft í för með sér verulega skerta heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn alla. Flestir landsmenn vilja búa við öryggi og eitt af því sem veitir okkur öryggi er að vita til þess að við getum leitað til heilbrigðisþjónustunnar þegar veikindi steðja að. Hornsteinn hjúkrunar og heilbrigðisþjónustunnar felst í því tryggja öryggi allra sjúklinga. Með því er átt við að sjúklingur sé laus við tilviljanakennd og ónauðsynleg slys, atvik eða mistök. Eins og staðan er í dag þá getur hvorki heilbrigðiskerfið né hjúkrunarfræðingar með góðu móti tryggt öryggi allra sjúklinga sinna. Um leið þarf að bæta kjörin. Sömu rök eiga við um hjúkrunarfræðinga og lækna að hér er um að ræða langskólamenntað vinnuafl sem býr við góð atvinnutækifæri erlendis og spurn eftir slíku vinnuafli er umtalsverð nú um stundir. Því er nauðsynlegt að menntun hjúkrunarfræðinga verði metin til launa líkt og hjá öðrum háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum með sambærilega menntun. Stétt hjúkrunarfræðinga hefur löngum verið kvennastétt og nú berjumst við einnig fyrir því að kynbundnum launamuni verði útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Það er von mín að ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðiskerfinu. Landsmenn eiga rétt á því að heilbrigðiskerfið sé sett í forgang og því er bráðnauðsynlegt að semja við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst svo hægt verði að tryggja betur öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið verði fyrir auknum skaða.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun