Hugleiðingar um kvenréttindi Elín Birna Skarphéðinsdóttir. skrifar 12. júní 2015 08:37 Nú 19. júní verða hátíðarhöld til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Einnig minnumst við þess í haust að 40 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975, þar sem konur lögðu niður störf sín til að krefjast jafnra launa á við karlmenn. Nú árið 2015 hafa hjúkrunarfræðingar lagt niður störf og fara fram á það sama og konurnar árið 1975. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaður hópur en sá vandi virðist fylgja að hann saman stendur að mestum hluta af konum. Fjögurra ára háskólanám þessa hóps skilar enn aðeins um 80 prósent af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Kvenréttindi eru ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina nokkurn veginn eða næstum því. Annað hvort eru konur og kvennastörf metin til jafns við hefðbundið karlmannsstörf eða jafnrétti ríkir ekki. Mér finnst klárt mál að framkoma ríkisins við hjúkrunarfræðinga í þeirra baráttu fyrir leiðréttingu á sínum launum til jafns við karla með svipaða menntun, hafi hingað til lýst vanvirðingu og komi til lagasetningar verður sú vanvirðing algjör. Vilji til að jafna kjör kynjanna virðist vera meira í orði en á borði. Ég spyr mig einfaldlega hvort að við séum ekki komin lengra árið 2015? Fjörutíu árum eftir kvennafrídaginn og 100 árum frá því að kosningaréttur kvenna var tryggður. Kosningarétturinn er enn okkar og þið kæru þingmenn eruð þeir sem munuð sækja umboð til okkar kjósenda aftur. Því spyr ég, er kynjajafnrétti þér hugleikið kæri þingmaður? Er ekki kominn tími til að jafna laun kynjanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nú 19. júní verða hátíðarhöld til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Einnig minnumst við þess í haust að 40 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975, þar sem konur lögðu niður störf sín til að krefjast jafnra launa á við karlmenn. Nú árið 2015 hafa hjúkrunarfræðingar lagt niður störf og fara fram á það sama og konurnar árið 1975. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaður hópur en sá vandi virðist fylgja að hann saman stendur að mestum hluta af konum. Fjögurra ára háskólanám þessa hóps skilar enn aðeins um 80 prósent af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Kvenréttindi eru ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina nokkurn veginn eða næstum því. Annað hvort eru konur og kvennastörf metin til jafns við hefðbundið karlmannsstörf eða jafnrétti ríkir ekki. Mér finnst klárt mál að framkoma ríkisins við hjúkrunarfræðinga í þeirra baráttu fyrir leiðréttingu á sínum launum til jafns við karla með svipaða menntun, hafi hingað til lýst vanvirðingu og komi til lagasetningar verður sú vanvirðing algjör. Vilji til að jafna kjör kynjanna virðist vera meira í orði en á borði. Ég spyr mig einfaldlega hvort að við séum ekki komin lengra árið 2015? Fjörutíu árum eftir kvennafrídaginn og 100 árum frá því að kosningaréttur kvenna var tryggður. Kosningarétturinn er enn okkar og þið kæru þingmenn eruð þeir sem munuð sækja umboð til okkar kjósenda aftur. Því spyr ég, er kynjajafnrétti þér hugleikið kæri þingmaður? Er ekki kominn tími til að jafna laun kynjanna?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar