Heilbrigðisráðherra þekkir ekki hvort óskað hafi verið eftir áliti Landspítalans Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 15. júní 2015 22:04 „Þetta er auðvitað mjög þung staða” sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í Umræðunni í kvöld um uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landsspítalanum. Einn hjúkrunarfræðingur sem rætt var við í þættinum var með uppsagnarbréf í vasanum og aðrir lýstu mjög erfiðu ástandi. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar á spítalanum kallaði eftir því að spítalinn fengi aðkomu að því að leysa deiluna og kvaðst sjá margar leiðir til lausna. Hingað til hafi ekki verið leitað til spítalans eftir áliti. Kristján Þór sagðist ekki þekkja hver aðkoma spítalans hefði verið í þessum kjaraviðræðum, en að í læknadeilunni hefði fulltrúi spítalans komið að lausn mála. Aðspurður sagði Kristján spítalann geta staðið undir hlutverki sínu með þá fjármuni sem honum væru skammtaðir og að í fjárlögum undanfarinna ára hefði verið forgangsraðað í þágu heilbrigðismála. Hann sagði einfaldlega of mikið hafa borið á milli deiluaðila til að samningar gætu nást. „Ég mat það svo alla tíð að það væri flötur á samningum [...] en svo sjáum við það endurtekið gerast að samingarnefndir séu kallaðar saman og svo koðnar þetta allt niður og þar með er slegið á væntingar fólks.“ Kristján bætti við: „Síðasti fundur var þannig að bilið var breikkað frekar en að það dregist saman.” Þannig hafi lagasetningin verið leið til að breyta stöðunni. Sigríður sagði að starfsemi Landsspítalans hafi dregist verulega saman á meðan á verkföllum hefur staðið. Nú verði spítalinn og starfsfólk hans að takast á við stóran uppsafnaðan vanda, sem enginn annar geti leyst. „Ég fagna því að Kristján tali þannig að stjórnvöld ætli að koma að því,” sagði Sigríður Gunnarsdóttir. Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög þung staða” sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í Umræðunni í kvöld um uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landsspítalanum. Einn hjúkrunarfræðingur sem rætt var við í þættinum var með uppsagnarbréf í vasanum og aðrir lýstu mjög erfiðu ástandi. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar á spítalanum kallaði eftir því að spítalinn fengi aðkomu að því að leysa deiluna og kvaðst sjá margar leiðir til lausna. Hingað til hafi ekki verið leitað til spítalans eftir áliti. Kristján Þór sagðist ekki þekkja hver aðkoma spítalans hefði verið í þessum kjaraviðræðum, en að í læknadeilunni hefði fulltrúi spítalans komið að lausn mála. Aðspurður sagði Kristján spítalann geta staðið undir hlutverki sínu með þá fjármuni sem honum væru skammtaðir og að í fjárlögum undanfarinna ára hefði verið forgangsraðað í þágu heilbrigðismála. Hann sagði einfaldlega of mikið hafa borið á milli deiluaðila til að samningar gætu nást. „Ég mat það svo alla tíð að það væri flötur á samningum [...] en svo sjáum við það endurtekið gerast að samingarnefndir séu kallaðar saman og svo koðnar þetta allt niður og þar með er slegið á væntingar fólks.“ Kristján bætti við: „Síðasti fundur var þannig að bilið var breikkað frekar en að það dregist saman.” Þannig hafi lagasetningin verið leið til að breyta stöðunni. Sigríður sagði að starfsemi Landsspítalans hafi dregist verulega saman á meðan á verkföllum hefur staðið. Nú verði spítalinn og starfsfólk hans að takast á við stóran uppsafnaðan vanda, sem enginn annar geti leyst. „Ég fagna því að Kristján tali þannig að stjórnvöld ætli að koma að því,” sagði Sigríður Gunnarsdóttir.
Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira