Ísland getur ekki fallið úr 2. deild Evrópumóts landsliða Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2015 06:30 Aníta Hinriksdóttir er vitaskuld í íslenska liðinu og er líkleg til gulls og silfurs í 2. deild Evrópukeppni landsliða. vísir/stefán Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum hefur leik á morgun í 2. deild Evrópukeppni landsliða, en keppni í 2. deildinni fer að þessu sinni fram í Stara Zagora í Búlgaríu. Keppt er í 20 greinum í karla- og kvennaflokki og fara tvö stigahæstu liðin upp í 1. deildina sem er sú næstefsta. Ísland var í 3. deild í fyrra en komst upp sem liðið í 2. sæti á eftir Kýpur. Keppnin í ár verður miklu erfiðari þar sem Ísland etur kappi við mun sterkari þjóðir á borð við Búlgara, Króata, Serba og Dani, en engu að síður þarf Ísland ekki að hafa áhyggjur af því að falla niður um deild. „Það verður fjölgað í 2. deildinni fyrir næsta ár, þannig að það koma fjögur lið upp úr 3. deild. Ég var í stjórninni í fyrra og fékk það í gegn að þessu yrði breytt. Stjórnin samþykkti þessa tillögu mína,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Undanfarin ár hefur keppnisþjóðum verið fjölgað í efstu tveimur deildunum og nú var kominn tími á að fjölga í 2. deild. Íslenska liðið getur því keppt án mikillar pressu og mátað sig við mun betri þjóðir. „Það gerðist fyrir nokkru að breska landsliðið féll og breska ríkisútvarpið var nú ekki nógu ánægt með það. Það nennti ekki að sýna frá keppni þar sem Bretland var ekki með. Þessu var því breytt þannig að karlar og konur kepptu saman og fjölgað var í úrvalsdeildinni úr átta í tólf lið. Það er til þess að tryggja að Þýskaland, Bretland og Frakkland geti ekki fallið. Þetta eru löndin sem borga langstærsta hlutann af sjónvarpsréttinum. Þetta er bara nákvæmlega eins og í Eurovision,“ segir Jónas. Haldi Ísland svo sæti sínu á næsta ári segir Jónas eiginlega bara einn hlut standa í vegi fyrir því að Ísland jafnvel sæki um að halda 2. deildina árið 2017. „Við höfum hótelin og alla umgjörð. Laugardalsvöllur er fínn sem slíkur en tartanið verður orðið hátt í 30 ára gamalt þegar að þessu kemur. Verðum við með keppnisvöll í lagi er ekkert því til fyrirstöðu að við getum haldið svona mót,“ segir Jónas Egilsson Frjálsar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum hefur leik á morgun í 2. deild Evrópukeppni landsliða, en keppni í 2. deildinni fer að þessu sinni fram í Stara Zagora í Búlgaríu. Keppt er í 20 greinum í karla- og kvennaflokki og fara tvö stigahæstu liðin upp í 1. deildina sem er sú næstefsta. Ísland var í 3. deild í fyrra en komst upp sem liðið í 2. sæti á eftir Kýpur. Keppnin í ár verður miklu erfiðari þar sem Ísland etur kappi við mun sterkari þjóðir á borð við Búlgara, Króata, Serba og Dani, en engu að síður þarf Ísland ekki að hafa áhyggjur af því að falla niður um deild. „Það verður fjölgað í 2. deildinni fyrir næsta ár, þannig að það koma fjögur lið upp úr 3. deild. Ég var í stjórninni í fyrra og fékk það í gegn að þessu yrði breytt. Stjórnin samþykkti þessa tillögu mína,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Undanfarin ár hefur keppnisþjóðum verið fjölgað í efstu tveimur deildunum og nú var kominn tími á að fjölga í 2. deild. Íslenska liðið getur því keppt án mikillar pressu og mátað sig við mun betri þjóðir. „Það gerðist fyrir nokkru að breska landsliðið féll og breska ríkisútvarpið var nú ekki nógu ánægt með það. Það nennti ekki að sýna frá keppni þar sem Bretland var ekki með. Þessu var því breytt þannig að karlar og konur kepptu saman og fjölgað var í úrvalsdeildinni úr átta í tólf lið. Það er til þess að tryggja að Þýskaland, Bretland og Frakkland geti ekki fallið. Þetta eru löndin sem borga langstærsta hlutann af sjónvarpsréttinum. Þetta er bara nákvæmlega eins og í Eurovision,“ segir Jónas. Haldi Ísland svo sæti sínu á næsta ári segir Jónas eiginlega bara einn hlut standa í vegi fyrir því að Ísland jafnvel sæki um að halda 2. deildina árið 2017. „Við höfum hótelin og alla umgjörð. Laugardalsvöllur er fínn sem slíkur en tartanið verður orðið hátt í 30 ára gamalt þegar að þessu kemur. Verðum við með keppnisvöll í lagi er ekkert því til fyrirstöðu að við getum haldið svona mót,“ segir Jónas Egilsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira