Ísland getur ekki fallið úr 2. deild Evrópumóts landsliða Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2015 06:30 Aníta Hinriksdóttir er vitaskuld í íslenska liðinu og er líkleg til gulls og silfurs í 2. deild Evrópukeppni landsliða. vísir/stefán Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum hefur leik á morgun í 2. deild Evrópukeppni landsliða, en keppni í 2. deildinni fer að þessu sinni fram í Stara Zagora í Búlgaríu. Keppt er í 20 greinum í karla- og kvennaflokki og fara tvö stigahæstu liðin upp í 1. deildina sem er sú næstefsta. Ísland var í 3. deild í fyrra en komst upp sem liðið í 2. sæti á eftir Kýpur. Keppnin í ár verður miklu erfiðari þar sem Ísland etur kappi við mun sterkari þjóðir á borð við Búlgara, Króata, Serba og Dani, en engu að síður þarf Ísland ekki að hafa áhyggjur af því að falla niður um deild. „Það verður fjölgað í 2. deildinni fyrir næsta ár, þannig að það koma fjögur lið upp úr 3. deild. Ég var í stjórninni í fyrra og fékk það í gegn að þessu yrði breytt. Stjórnin samþykkti þessa tillögu mína,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Undanfarin ár hefur keppnisþjóðum verið fjölgað í efstu tveimur deildunum og nú var kominn tími á að fjölga í 2. deild. Íslenska liðið getur því keppt án mikillar pressu og mátað sig við mun betri þjóðir. „Það gerðist fyrir nokkru að breska landsliðið féll og breska ríkisútvarpið var nú ekki nógu ánægt með það. Það nennti ekki að sýna frá keppni þar sem Bretland var ekki með. Þessu var því breytt þannig að karlar og konur kepptu saman og fjölgað var í úrvalsdeildinni úr átta í tólf lið. Það er til þess að tryggja að Þýskaland, Bretland og Frakkland geti ekki fallið. Þetta eru löndin sem borga langstærsta hlutann af sjónvarpsréttinum. Þetta er bara nákvæmlega eins og í Eurovision,“ segir Jónas. Haldi Ísland svo sæti sínu á næsta ári segir Jónas eiginlega bara einn hlut standa í vegi fyrir því að Ísland jafnvel sæki um að halda 2. deildina árið 2017. „Við höfum hótelin og alla umgjörð. Laugardalsvöllur er fínn sem slíkur en tartanið verður orðið hátt í 30 ára gamalt þegar að þessu kemur. Verðum við með keppnisvöll í lagi er ekkert því til fyrirstöðu að við getum haldið svona mót,“ segir Jónas Egilsson Frjálsar íþróttir Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum hefur leik á morgun í 2. deild Evrópukeppni landsliða, en keppni í 2. deildinni fer að þessu sinni fram í Stara Zagora í Búlgaríu. Keppt er í 20 greinum í karla- og kvennaflokki og fara tvö stigahæstu liðin upp í 1. deildina sem er sú næstefsta. Ísland var í 3. deild í fyrra en komst upp sem liðið í 2. sæti á eftir Kýpur. Keppnin í ár verður miklu erfiðari þar sem Ísland etur kappi við mun sterkari þjóðir á borð við Búlgara, Króata, Serba og Dani, en engu að síður þarf Ísland ekki að hafa áhyggjur af því að falla niður um deild. „Það verður fjölgað í 2. deildinni fyrir næsta ár, þannig að það koma fjögur lið upp úr 3. deild. Ég var í stjórninni í fyrra og fékk það í gegn að þessu yrði breytt. Stjórnin samþykkti þessa tillögu mína,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Undanfarin ár hefur keppnisþjóðum verið fjölgað í efstu tveimur deildunum og nú var kominn tími á að fjölga í 2. deild. Íslenska liðið getur því keppt án mikillar pressu og mátað sig við mun betri þjóðir. „Það gerðist fyrir nokkru að breska landsliðið féll og breska ríkisútvarpið var nú ekki nógu ánægt með það. Það nennti ekki að sýna frá keppni þar sem Bretland var ekki með. Þessu var því breytt þannig að karlar og konur kepptu saman og fjölgað var í úrvalsdeildinni úr átta í tólf lið. Það er til þess að tryggja að Þýskaland, Bretland og Frakkland geti ekki fallið. Þetta eru löndin sem borga langstærsta hlutann af sjónvarpsréttinum. Þetta er bara nákvæmlega eins og í Eurovision,“ segir Jónas. Haldi Ísland svo sæti sínu á næsta ári segir Jónas eiginlega bara einn hlut standa í vegi fyrir því að Ísland jafnvel sæki um að halda 2. deildina árið 2017. „Við höfum hótelin og alla umgjörð. Laugardalsvöllur er fínn sem slíkur en tartanið verður orðið hátt í 30 ára gamalt þegar að þessu kemur. Verðum við með keppnisvöll í lagi er ekkert því til fyrirstöðu að við getum haldið svona mót,“ segir Jónas Egilsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sjá meira