„Það er alltaf eitthvað verið að krota og krassa á hana“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. júní 2015 09:10 Þessi mynd af flaki Douglas-vélarinnar var birt á Facebook-síðunni Baklandi ferðaþjónustunnar í gær. Mynd/Facebook „Það er alltaf eitthvað verið að krota og krassa á hana. Það er búið að kveikja í henni og gera allskonar kúnstir,“ segir Benedikt Bragason, ábúandi á Ytri-Sólheimum, um flak Douglas-vélarinnar á Sólheimasandi en búið er að mála stærðarinnar merki á vélina sem blasir við þeim ferðamönnum sem hana skoða um þessar mundir. Mynd af merkingunni var birt á Facebook-síðu Baklands ferðaþjónustunnar.Sjá einnig:Ofurfyrirsæta kveikti í Douglas-vélinni á Sólheimasandi Benedikt segir ekki óalgengt að krotað sé á vélina en þessi merking sé með heldur stærra móti. „Okkur kemur þetta eiginlega bara ekkert við en þetta er leiðinlegt fyrir túristana sem skoða þetta. Draslaralegt fyrir þá. Annars er okkur alveg sama hvað er með þessa flugvél. En þetta er orðinn svolítið mikill áfangastaður í sveitinni þannig að það er leiðinlegt fyrir þær sakir,“ segir Benedikt. Hann segir þessa merkingu eiga eftir að mást af með sandblæstri. „Það fer enginn af stað til að þrífa þetta.“Sjá einnig:Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni Hann segir vélina kæra þeim sem þekkja sögu hennar. Vélin var af gerðinni Douglas Dakota DC-3 C 117 og í eigu Bandaríkjahers en hún brotlenti á Sólheimasandi árið 1977. „Ég á vélina persónulega. Vélin lendir þarna á miðvikudegi og það vill þannig til að alla miðvikudaga þá á ég reka á fjöru. Þannig að vélin telst vera mín eign. Okkur þykir vænt um hana en ekkert er eilíft og það þýðir ekki að vera að pirra sig á öllu.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Það er alltaf eitthvað verið að krota og krassa á hana. Það er búið að kveikja í henni og gera allskonar kúnstir,“ segir Benedikt Bragason, ábúandi á Ytri-Sólheimum, um flak Douglas-vélarinnar á Sólheimasandi en búið er að mála stærðarinnar merki á vélina sem blasir við þeim ferðamönnum sem hana skoða um þessar mundir. Mynd af merkingunni var birt á Facebook-síðu Baklands ferðaþjónustunnar.Sjá einnig:Ofurfyrirsæta kveikti í Douglas-vélinni á Sólheimasandi Benedikt segir ekki óalgengt að krotað sé á vélina en þessi merking sé með heldur stærra móti. „Okkur kemur þetta eiginlega bara ekkert við en þetta er leiðinlegt fyrir túristana sem skoða þetta. Draslaralegt fyrir þá. Annars er okkur alveg sama hvað er með þessa flugvél. En þetta er orðinn svolítið mikill áfangastaður í sveitinni þannig að það er leiðinlegt fyrir þær sakir,“ segir Benedikt. Hann segir þessa merkingu eiga eftir að mást af með sandblæstri. „Það fer enginn af stað til að þrífa þetta.“Sjá einnig:Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni Hann segir vélina kæra þeim sem þekkja sögu hennar. Vélin var af gerðinni Douglas Dakota DC-3 C 117 og í eigu Bandaríkjahers en hún brotlenti á Sólheimasandi árið 1977. „Ég á vélina persónulega. Vélin lendir þarna á miðvikudegi og það vill þannig til að alla miðvikudaga þá á ég reka á fjöru. Þannig að vélin telst vera mín eign. Okkur þykir vænt um hana en ekkert er eilíft og það þýðir ekki að vera að pirra sig á öllu.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira