Hjálpar okkur fyrir næsta ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2015 06:00 Hafdís verður í eldlínunni í Búlgaríu um helgina. mynd/gunnlaugur júlíusson „Ferðalagið var langt þannig að við vorum ansi þreytt þegar við mættum hálf tvö í nótt [fyrrinótt],“ segir Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttadrottning frá Akureyri, í samtali við Fréttablaðið um ferðalag íslenska landsliðsins til Stara Zagora í Búlgaríu. Þar hefur landsliðið keppni í 2. deild Evrópumóts landsliða í dag, en Ísland komst upp úr 3. deildinni í fyrra eftir glæsilegan árangur í Georgíu. Hafdís var lykilmaður í því liði og raðaði inn stigum í stökkum sem hlaupum. Hún keppir í boðhlaupum, langstökki og þrístökki fyrir Ísland um helgina. „Veðrið er rosalega gott og allt lítur bara vel út hérna. Hitastigið er flott og svo er sól á köflum. Það fer mjög vel um okkur,“ segir Hafdís um aðstæðurnar, en í fyrra voru þær vart boðlegar í Georgíu.Var svolítið stressuð Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, sá til þess að Ísland getur ekki fallið úr 2. deildinni í ár, en tillaga hans um fjölgun var samþykkt á síðasta þingi evrópska sambandsins. Það var þó löngu kominn tími til enda tólf lið bæði í úrvalsdeildinni og 1. deildinni. „Það er rosalega þægileg tilfinning að vita að við getum ekki fallið niður, jafnt fyrir nýliða sem okkur gamla fólkið,“ segir Hafdís og hlær við. „Ég verð að viðurkenna að ég var frekar stressuð fyrir keppninni þegar ég sá hversu sterkir keppendur eru hérna, en það er líka gott að vera með smá stress í sér. Við erum samt öll orðin rólegri.“ Hafdís segir það gera mikið fyrir liðið að geta ekki fallið og keppnin í ár sé góður undirbúningur fyrir 2. deildina að ári. „Vonandi náum við bara að vera með sterkara lið á næsta ári,“ segir Hafdís sem getur látið sig dreyma um að komast á pall í langstökkinu. Hún þarf þó kannski að bæta Íslandsmetið sitt til þess. „Það er bara flott. Maður gerir bara sitt besta með smá pressu á bakinu. Árið byrjar vel hjá mér og vonandi heldur það bara áfram,“ segir Hafdís.Ögrun að taka þátt Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri FRÍ, veit vel hversu erfitt verkefnið er fyrir íslenska liðið enda að keppa á móti stórþjóðum í frjálsíþróttum á borð við Króatíu, Ungverjaland og sterkt lið Dana. „Það er ögrun fyrir okkar fólk að taka þátt í þessu móti. Það eru fáar veikar greinar hjá öðrum þjóðum og okkar veikleikar koma verulega í ljós,“ segir Jónas við Fréttablaðið, en í sumum greinum eins og stangarstökki og hástökki er Ísland mun aftar heldur en keppinautarnir um helgina. „Spjótkastið og 800 metrar kvenna eru okkar sterkustu greinar,“ bætir Jónas við. Guðmundur Sverrisson og Ásdís Hjálmsdóttir „eiga“ bæði að vinna spjótkastskeppnina en þau eiga besta árangurinn af þeim sem keppa. Aníta Hinriksdóttir á langbesta árangurinn í 800 metra hlaupi kvenna og næstbesta árangurinn í 1.500 metra hlaupi kvenna. Jónas lítur einnig á keppnina í ár sem góðan undirbúning fyrir næsta ár þar sem íslenska liðið getur ekki fallið. „Þetta verður, að ég tel, næst haldið í Danmörku. Það verður mun betra fyrir okkur; styttra ferðalag og vinalegra umhverfi. Krakkarnir fá þarna mjög gott tækifæri til að miða sig við suma af þeim bestu í heiminum,“ segir Jónas, en á meðal keppenda er Ólympíu- og Evrópumeistarinn í sleggjukasti, Kriztián Pars frá Ungverjalandi Frjálsar íþróttir Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Leik lokið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Sjá meira
„Ferðalagið var langt þannig að við vorum ansi þreytt þegar við mættum hálf tvö í nótt [fyrrinótt],“ segir Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttadrottning frá Akureyri, í samtali við Fréttablaðið um ferðalag íslenska landsliðsins til Stara Zagora í Búlgaríu. Þar hefur landsliðið keppni í 2. deild Evrópumóts landsliða í dag, en Ísland komst upp úr 3. deildinni í fyrra eftir glæsilegan árangur í Georgíu. Hafdís var lykilmaður í því liði og raðaði inn stigum í stökkum sem hlaupum. Hún keppir í boðhlaupum, langstökki og þrístökki fyrir Ísland um helgina. „Veðrið er rosalega gott og allt lítur bara vel út hérna. Hitastigið er flott og svo er sól á köflum. Það fer mjög vel um okkur,“ segir Hafdís um aðstæðurnar, en í fyrra voru þær vart boðlegar í Georgíu.Var svolítið stressuð Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, sá til þess að Ísland getur ekki fallið úr 2. deildinni í ár, en tillaga hans um fjölgun var samþykkt á síðasta þingi evrópska sambandsins. Það var þó löngu kominn tími til enda tólf lið bæði í úrvalsdeildinni og 1. deildinni. „Það er rosalega þægileg tilfinning að vita að við getum ekki fallið niður, jafnt fyrir nýliða sem okkur gamla fólkið,“ segir Hafdís og hlær við. „Ég verð að viðurkenna að ég var frekar stressuð fyrir keppninni þegar ég sá hversu sterkir keppendur eru hérna, en það er líka gott að vera með smá stress í sér. Við erum samt öll orðin rólegri.“ Hafdís segir það gera mikið fyrir liðið að geta ekki fallið og keppnin í ár sé góður undirbúningur fyrir 2. deildina að ári. „Vonandi náum við bara að vera með sterkara lið á næsta ári,“ segir Hafdís sem getur látið sig dreyma um að komast á pall í langstökkinu. Hún þarf þó kannski að bæta Íslandsmetið sitt til þess. „Það er bara flott. Maður gerir bara sitt besta með smá pressu á bakinu. Árið byrjar vel hjá mér og vonandi heldur það bara áfram,“ segir Hafdís.Ögrun að taka þátt Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri FRÍ, veit vel hversu erfitt verkefnið er fyrir íslenska liðið enda að keppa á móti stórþjóðum í frjálsíþróttum á borð við Króatíu, Ungverjaland og sterkt lið Dana. „Það er ögrun fyrir okkar fólk að taka þátt í þessu móti. Það eru fáar veikar greinar hjá öðrum þjóðum og okkar veikleikar koma verulega í ljós,“ segir Jónas við Fréttablaðið, en í sumum greinum eins og stangarstökki og hástökki er Ísland mun aftar heldur en keppinautarnir um helgina. „Spjótkastið og 800 metrar kvenna eru okkar sterkustu greinar,“ bætir Jónas við. Guðmundur Sverrisson og Ásdís Hjálmsdóttir „eiga“ bæði að vinna spjótkastskeppnina en þau eiga besta árangurinn af þeim sem keppa. Aníta Hinriksdóttir á langbesta árangurinn í 800 metra hlaupi kvenna og næstbesta árangurinn í 1.500 metra hlaupi kvenna. Jónas lítur einnig á keppnina í ár sem góðan undirbúning fyrir næsta ár þar sem íslenska liðið getur ekki fallið. „Þetta verður, að ég tel, næst haldið í Danmörku. Það verður mun betra fyrir okkur; styttra ferðalag og vinalegra umhverfi. Krakkarnir fá þarna mjög gott tækifæri til að miða sig við suma af þeim bestu í heiminum,“ segir Jónas, en á meðal keppenda er Ólympíu- og Evrópumeistarinn í sleggjukasti, Kriztián Pars frá Ungverjalandi
Frjálsar íþróttir Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Leik lokið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Sjá meira