Á
f
ö
studag sleit r
í
ki
ð
samningavi
ð
r
æð
um vi
ð
BHM og ekki hefur veri
ð
bo
ð
a
ð
til n
ý
s fundar s
íð
an.
Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir að á meðan ríkið endurmeti ekki tilboð sín sé ekki tilefni til viðræðna. „Þeir voru ekkert að semja við okkur, þegar við vorum ekki tilbúin til að skrifa upp á það sem þeir vorum með þá slitum við fundi. Það sem þeir er að bjóða er út samningstímabilið, hækkun upp á 17,5 prósent.“
Hann segir ríkið bjóða háskólafólki að vera innan við sex prósentum yfir lágmarklaunum í landinu. „Ef að við hækkum okkar lægstu laun, um 17,5 prósent, þá verða þau eitthvað í kringum 317.000 krónur. Þannig að við verðum innan við sex prósentum yfir lágmarkslaunum í landinu með lægstu mögulegu laun fyrir háskólamenn.“
Páll segir félagsmenn sína orðna reiða. „Við finnum það á fundum sem við höldum að reiðin fer vaxandi, reiðin út í það skilningsleysi sem við mætum, reiðin út í það að að störf okkar séu í raun og veru ekki metin meira en svo að ríkið sé tilbúið að láta verkföll ganga vikum saman án þess að hreyfa sig í málinu.“
Lægstu mögulegu laun fyrir háskólamenntaða
Tengdar fréttir

Báðum viðræðum slitið
Ríkið sleit viðræðum við BHM í dag og hjúkrunarfræðingar gengu frá samningaborði. Bæði félögin höfnuðu tilboði ríkisins í Formaður samninganefndar BHM segir að ríkið eigi að gera sjálfstæða samninga.

Launin hjá VR hækka svona mikið
Með auðveldum hætti geturðu áætlað með nokkurri nákvæmni hve mikið laun þín munu hækka.

Gætu skrifað undir á næstu dögum
VR, Flóabandalagið og LÍV eru nálægt því að ljúka samningum við SA. Formaður VR segir undirritun geta farið fram á næstu dögum ef lokafrágangur gengur vel. Verkföllum SGS hefur verið frestað um sex daga.

BHM hafnaði tilboði ríkisins: „Vantar ansi mikið upp á“
Funda aftur í dag.