Á
f
ö
studag sleit r
í
ki
ð
samningavi
ð
r
æð
um vi
ð
BHM og ekki hefur veri
ð
bo
ð
a
ð
til n
ý
s fundar s
íð
an.
Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir að á meðan ríkið endurmeti ekki tilboð sín sé ekki tilefni til viðræðna. „Þeir voru ekkert að semja við okkur, þegar við vorum ekki tilbúin til að skrifa upp á það sem þeir vorum með þá slitum við fundi. Það sem þeir er að bjóða er út samningstímabilið, hækkun upp á 17,5 prósent.“
Hann segir ríkið bjóða háskólafólki að vera innan við sex prósentum yfir lágmarklaunum í landinu. „Ef að við hækkum okkar lægstu laun, um 17,5 prósent, þá verða þau eitthvað í kringum 317.000 krónur. Þannig að við verðum innan við sex prósentum yfir lágmarkslaunum í landinu með lægstu mögulegu laun fyrir háskólamenn.“
Páll segir félagsmenn sína orðna reiða. „Við finnum það á fundum sem við höldum að reiðin fer vaxandi, reiðin út í það skilningsleysi sem við mætum, reiðin út í það að að störf okkar séu í raun og veru ekki metin meira en svo að ríkið sé tilbúið að láta verkföll ganga vikum saman án þess að hreyfa sig í málinu.“

