Smáþjóðaleikarnir settir í Laugardalshöll 1. júní 2015 20:18 Smáþjóðaleikarnir voru settir með formlegum hætti í Laugardalshöll í kvöld. Leikarnir eiga sér þrjátíu ára sögu og er þetta í annað sinn sem leikarnir fara fram hér á landi. Þóra Arnórsdóttir flutti setningarræðu leikanna og kynnti þátttökuþjóðirnar til leiks en áður hafði Páll Óskar Hjálmtýsson flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Lárus Blöndal ÍSÍ, forseti ÍSÍ, var þá einnig með tölu. Afreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir steig jafnframt á stokk og fór með eið fyrir hönd keppenda en Sandra Dögg Árnadóttir þjálfari í fimleikum fyrir hönd þjálfara. Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf en keppendur er rúmlega 700 talsins í ár. Alls telja þátttakendur; keppendur, þjálfarar og fylgdarlið um 1200 manns.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lét mynda sig með lukkudýri leikanna, Blossa.MYND/TWITTERFimleikar og golf eru valgreinar á leikunum í ár en sú þjóð sem heldur leikana getur valið tvær keppnisgreinar og er þetta í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón en þessar þjóðir eru Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó. Formleg dagskrá hefst klukkan níu í fyrramálið þegar skotíþróttamenn hefja keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni. Keppendur í sundi, borðtennis og tennis hefja keppni klukkuan 10. Einnig er keppt í blaki, frjálsum, fimleikum, körfuknattleik og strandblaki á morgun en nánari upplýsingar um dagskrá leikanna má nálgast hér.Íslensku keppendurnir hafa alla jafna átt góðu gengi að fagna á Smáþjóðaleikum en þeir eiga næstflest verðlaun í sögu leikanna, á eftir Kýpur. Frítt er inn á alla íþróttaviðburði og eru allir hvattir til þess að nýta sér þetta „einstaka tækifæri til þess að koma og sjá heimsklassa íþróttamenn sýna hvað í þeim býr,“ eins og komist er að orði á vefsíðu leikanna. Fimleikar Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Smáþjóðaleikarnir voru settir með formlegum hætti í Laugardalshöll í kvöld. Leikarnir eiga sér þrjátíu ára sögu og er þetta í annað sinn sem leikarnir fara fram hér á landi. Þóra Arnórsdóttir flutti setningarræðu leikanna og kynnti þátttökuþjóðirnar til leiks en áður hafði Páll Óskar Hjálmtýsson flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Lárus Blöndal ÍSÍ, forseti ÍSÍ, var þá einnig með tölu. Afreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir steig jafnframt á stokk og fór með eið fyrir hönd keppenda en Sandra Dögg Árnadóttir þjálfari í fimleikum fyrir hönd þjálfara. Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf en keppendur er rúmlega 700 talsins í ár. Alls telja þátttakendur; keppendur, þjálfarar og fylgdarlið um 1200 manns.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lét mynda sig með lukkudýri leikanna, Blossa.MYND/TWITTERFimleikar og golf eru valgreinar á leikunum í ár en sú þjóð sem heldur leikana getur valið tvær keppnisgreinar og er þetta í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón en þessar þjóðir eru Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó. Formleg dagskrá hefst klukkan níu í fyrramálið þegar skotíþróttamenn hefja keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni. Keppendur í sundi, borðtennis og tennis hefja keppni klukkuan 10. Einnig er keppt í blaki, frjálsum, fimleikum, körfuknattleik og strandblaki á morgun en nánari upplýsingar um dagskrá leikanna má nálgast hér.Íslensku keppendurnir hafa alla jafna átt góðu gengi að fagna á Smáþjóðaleikum en þeir eiga næstflest verðlaun í sögu leikanna, á eftir Kýpur. Frítt er inn á alla íþróttaviðburði og eru allir hvattir til þess að nýta sér þetta „einstaka tækifæri til þess að koma og sjá heimsklassa íþróttamenn sýna hvað í þeim býr,“ eins og komist er að orði á vefsíðu leikanna.
Fimleikar Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira