Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2015 13:41 Björn Ingi Hrafnsson segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. Vísir/ERNIR Björn Ingi Hrafnsson útgefandi segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. „ Hann á ekki hlut í blaðinu,“ segir hann í yfirlýsingu á Facebook. Vísir hefur greint frá því að upplýsingarnar sem Malín Brand og Hlín Einarsdóttir ætluðu að gera opinberar ef Sigmundur Davíð greiddi þeim ekki milljónir króna snérust að meintum fjárhagslegum tengslum ráðherrans við Björn Inga. Á Facebook segist Björn Ingi sleginn yfir fregnum dagsins. „ Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar,“ segir hann. Ólafur í Kú stendur fastur á sínu Hótanir systranna Hlínar og Malínar Einarsdætra um að ljóstra upp um fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson, skráðs eiganda DV, Pressunnar, Eyjunnar og fleiri miðla, beina sjónum að stöðu valdhafa gagnvart fjölmiðlum. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbú, var stjórnarformaður DV, allt þar til í maí 2013 þegar hann sagði sig frá starfinu. Hann hefur upplýst að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað fundað með sér vegna hugsanlegrar aðkomu flokksins að DV, og þá eignarhaldi þar.Ólafur Magnússon í Kú.Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hefur þverneitað fyrir þetta en Ólafur segir það einfaldlega ekki satt. „Mér er ekkert illa við Hrólf eða Framsóknarflokkinn en það verður að segja hverja sögu eins og hún er,“ segir Ólafur í samtali við Vísi í dag. Ólafur lýsir því svo að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað haft samband við sig og óskað eftir fundum um málefni DV; hvort það væri einhver möguleiki á aðkomu þeirra þá með því að kaupa hlutafé og/eða ná meirihluta í félaginu. „Ætli ég hafi ekki farið til fundar við Hrólf þrisvar eða fjórum sinnum vegna þessa. Það er bara þannig að það var áhugi og markmið þeirra, enda hefur það komið á daginn að Björn Ingi keypti blaðið og þetta var bara spurning um útfærslu. Ég er ekkert mjög hrifinn af þessari pólitísku aðkomu að fjölmiðlum og vil að þeir séu óháðir. En, Framsóknarflokkurinn ætlaði sér þetta, hvort það var hann beint eða aðilar honum tengdir, hvernig átti að fóðra þessu. Markmiðið var klárt að það átti að koma rödd Framsóknarflokksins að í fjölmiðlum með afgerandi hætti.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson útgefandi segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. „ Hann á ekki hlut í blaðinu,“ segir hann í yfirlýsingu á Facebook. Vísir hefur greint frá því að upplýsingarnar sem Malín Brand og Hlín Einarsdóttir ætluðu að gera opinberar ef Sigmundur Davíð greiddi þeim ekki milljónir króna snérust að meintum fjárhagslegum tengslum ráðherrans við Björn Inga. Á Facebook segist Björn Ingi sleginn yfir fregnum dagsins. „ Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar,“ segir hann. Ólafur í Kú stendur fastur á sínu Hótanir systranna Hlínar og Malínar Einarsdætra um að ljóstra upp um fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson, skráðs eiganda DV, Pressunnar, Eyjunnar og fleiri miðla, beina sjónum að stöðu valdhafa gagnvart fjölmiðlum. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbú, var stjórnarformaður DV, allt þar til í maí 2013 þegar hann sagði sig frá starfinu. Hann hefur upplýst að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað fundað með sér vegna hugsanlegrar aðkomu flokksins að DV, og þá eignarhaldi þar.Ólafur Magnússon í Kú.Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hefur þverneitað fyrir þetta en Ólafur segir það einfaldlega ekki satt. „Mér er ekkert illa við Hrólf eða Framsóknarflokkinn en það verður að segja hverja sögu eins og hún er,“ segir Ólafur í samtali við Vísi í dag. Ólafur lýsir því svo að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað haft samband við sig og óskað eftir fundum um málefni DV; hvort það væri einhver möguleiki á aðkomu þeirra þá með því að kaupa hlutafé og/eða ná meirihluta í félaginu. „Ætli ég hafi ekki farið til fundar við Hrólf þrisvar eða fjórum sinnum vegna þessa. Það er bara þannig að það var áhugi og markmið þeirra, enda hefur það komið á daginn að Björn Ingi keypti blaðið og þetta var bara spurning um útfærslu. Ég er ekkert mjög hrifinn af þessari pólitísku aðkomu að fjölmiðlum og vil að þeir séu óháðir. En, Framsóknarflokkurinn ætlaði sér þetta, hvort það var hann beint eða aðilar honum tengdir, hvernig átti að fóðra þessu. Markmiðið var klárt að það átti að koma rödd Framsóknarflokksins að í fjölmiðlum með afgerandi hætti.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44