Craig fyrsti erlendi þjálfarinn í 26 ár á Smáþjóðaleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2015 16:15 Craig Pedersen fyrir miðju með aðstoðarþjálfurunum Arnari Guðjónssyni og Finni Frey Stefánssyni. mynd/kkí Kanadamaðurinn Craig Pedersen mun stýra íslenska karlalandsliðunu á Smáþjóðaleikunum í næstu viku alveg eins og í Evrópukeppninni síðasta haust. Strákarnir okkar hefja leik í Laugardalshöllinni í kvöld þegar þeir mæta liði Andorra klukkan 19.30. Vísir verður með beina lýsingu frá leiknum. Það eru hinsvegar liðnir hátt í þrír áratugir síðan að íslenska karlalandsliðið spilaði á Smáþjóðaleikum undir stjórn erlends þjálfara. Síðasti erlendi þjálfari liðsins á undan Craig Pedersen var Ungverjinn Laszlo Nemeth sem þjálfaði íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur árið 1989. Svíinn Peter Öqvist var þjálfari íslenska liðsins á síðustu Smáþjóðaleikum í Lúxemborg en hann átti ekki heimangengt á það mót og aðstoðarþjálfarar hans, Pétur Már Sigurðsson og Arnar Guðjónsson, stýrðu liðinu á leikunum. Pétur Már var þá þjálfarinn. Arnar Guðjónsson er enn aðstoðarþjálfari íslenska liðsins og mun aðstoða Craig Pedersen á Smáþjóðaleikunum ásamt Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Íslandsmeistara KR. Íslenska liðið vann tvo af þremur leikjum sínum undir stjórn Laszlo Nemeth á Smáþjóðaleikunum á Kýpur fyrir 26 árum en varð að sætta sig við bronsverðlaunin þrátt fyrir sigra á bæði Möltu og Lúxemborg. Fyrsti leikurinn tapaðist á móti Andorra þar sem íslenska liðið spilaði aðeins þremur dögum eftir að liðið spilaði fjóra leiki á fjórum dögum í Portúgal í undankeppni EM. Craig Pedersen er níundi þjálfari íslenska karlalandsliðsins á Smáþjóðaleikum em Torfi Magnússon hefur bæði farið á flesta leika með liðið (3) sem og stýrt liðinu í flestum leikjum (13).Flestir leikir þjálfara á Smáþjóðaleikum: Torfi Magnússon · 13 Sigurður Ingimundarson · 10 Friðrik Ingi Rúnarsson · 10 Pétur Már Sigurðsson · 4 Jón Kr. Gíslason · 4 Friðrik Ragnarsson · 4 Laszlo Nemeth · 3 Einar Bollason · 3Leikir Íslands undir stjórn Laszlo Nemeth á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 1989: 4 stiga tap á móti Andorra (79-83) - Magnús Guðfinnsson 17 stig, Guðmundur Bragason 16 stig 11 stiga sigur á Möltu (94-83) - Teitur Örlygsson 22 stig, Valur Ingimundarson 21 stig 1 stigs sigur á Lúxemborg (98-97) - Teitur Örlygsson 18 stig, Tómas Holton 13 stig, Birgir Mikaelsson 13 stigGengi: 3 leikir (2 sigrar - 1 tap) Uppskera: Bronsverðlaun Ísland spilar aftur gegn Lúxemborg á fimmtudaginn klukkan 19.30 og svo lokaleikinn sinn á móti Svartfjallalandi á laugardaginn klukkan 16.00. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Kanadamaðurinn Craig Pedersen mun stýra íslenska karlalandsliðunu á Smáþjóðaleikunum í næstu viku alveg eins og í Evrópukeppninni síðasta haust. Strákarnir okkar hefja leik í Laugardalshöllinni í kvöld þegar þeir mæta liði Andorra klukkan 19.30. Vísir verður með beina lýsingu frá leiknum. Það eru hinsvegar liðnir hátt í þrír áratugir síðan að íslenska karlalandsliðið spilaði á Smáþjóðaleikum undir stjórn erlends þjálfara. Síðasti erlendi þjálfari liðsins á undan Craig Pedersen var Ungverjinn Laszlo Nemeth sem þjálfaði íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur árið 1989. Svíinn Peter Öqvist var þjálfari íslenska liðsins á síðustu Smáþjóðaleikum í Lúxemborg en hann átti ekki heimangengt á það mót og aðstoðarþjálfarar hans, Pétur Már Sigurðsson og Arnar Guðjónsson, stýrðu liðinu á leikunum. Pétur Már var þá þjálfarinn. Arnar Guðjónsson er enn aðstoðarþjálfari íslenska liðsins og mun aðstoða Craig Pedersen á Smáþjóðaleikunum ásamt Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Íslandsmeistara KR. Íslenska liðið vann tvo af þremur leikjum sínum undir stjórn Laszlo Nemeth á Smáþjóðaleikunum á Kýpur fyrir 26 árum en varð að sætta sig við bronsverðlaunin þrátt fyrir sigra á bæði Möltu og Lúxemborg. Fyrsti leikurinn tapaðist á móti Andorra þar sem íslenska liðið spilaði aðeins þremur dögum eftir að liðið spilaði fjóra leiki á fjórum dögum í Portúgal í undankeppni EM. Craig Pedersen er níundi þjálfari íslenska karlalandsliðsins á Smáþjóðaleikum em Torfi Magnússon hefur bæði farið á flesta leika með liðið (3) sem og stýrt liðinu í flestum leikjum (13).Flestir leikir þjálfara á Smáþjóðaleikum: Torfi Magnússon · 13 Sigurður Ingimundarson · 10 Friðrik Ingi Rúnarsson · 10 Pétur Már Sigurðsson · 4 Jón Kr. Gíslason · 4 Friðrik Ragnarsson · 4 Laszlo Nemeth · 3 Einar Bollason · 3Leikir Íslands undir stjórn Laszlo Nemeth á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 1989: 4 stiga tap á móti Andorra (79-83) - Magnús Guðfinnsson 17 stig, Guðmundur Bragason 16 stig 11 stiga sigur á Möltu (94-83) - Teitur Örlygsson 22 stig, Valur Ingimundarson 21 stig 1 stigs sigur á Lúxemborg (98-97) - Teitur Örlygsson 18 stig, Tómas Holton 13 stig, Birgir Mikaelsson 13 stigGengi: 3 leikir (2 sigrar - 1 tap) Uppskera: Bronsverðlaun Ísland spilar aftur gegn Lúxemborg á fimmtudaginn klukkan 19.30 og svo lokaleikinn sinn á móti Svartfjallalandi á laugardaginn klukkan 16.00.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira