Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, gæti fórnað leik í umspili ítölsku B-deildarinnar um sæti í A-deildinni vegna landsleiksins gegn Tékklandi.
Pescara mætir Bologna heima og að heima, 5. og 9. júní, í úrslitum umspilsins, en sigurvegarinn spilar á meðal þeirra bestu á næsta tímabili.
Seinni leikurinn er aðeins þremur dögum fyrir landsleikinn gegn Tékklandi og er möguleiki á að Birkir kjósi frekar að mæta til Íslands eftir fyrri leikinn til að undirbúa sig betur.
„Við eigum rétt á því að kalla hann hingað heim," sagði Heimir Hallgrímsson annar landsliðsþjálfara Íslands á blaðamannafundi í dag.
„Við ætlum að taka ákvörðun þegar líður aðeins nær. Hans vilji er að koma heim en við ætlum ekkert að trufla fyrri leikinn hjá honum. Við leyfum honum að spila hann og tökum ákvörðun eftir þann leik," sagði Heimir Hallgrímsson.
Birkir gæti fórnað umspilsleik fyrir landsliðið

Tengdar fréttir

Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið
Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi.

Lars: Gott að Gylfi fékk smá frí
Landsliðsþjálfarinn hrósar miðjumanninum sem kom að þriðjungi marka Swansea á leiktíðinni.