Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. júní 2015 17:08 Ætluðu að gera gögn um tengsl Sigmundar við lán MP banka til Pressunnar ljós. Vísir Hótunin sem fram kom í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrðu gerð opinber. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. MP banki nefndur í bréfinu Samkvæmt heimildum Vísis fólst hótunin í því að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Heimildir Vísis herma að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Í ársreikningum Pressunnar ehf., sem samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er eigandi miðla Vefpressunnar, hækkuðu skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir árið 2013. Engar frekari skýringar eru gefnar á skuldunum. Peningarnir fengnir frá MP banka Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, segist ekki muna nákvæmlega hvernig lánið sé til komið; líklega sé um að ræða yfirfærslu á yfirdrætti sem var í eignarhaldsfélaginu Vefpressunni ehf. Hann staðfestir að yfirdrátturinn sé hjá MP banka. „Ég er bara ekki með þetta fyrir framan mig, því miður,” segir hann fyrst aðspurður um málið. Manstu ekki hvernig þið fenguð 60 milljóna króna lán? „Nei, þetta er bara hluthafalán, sem sem fór beint í hlutafé á árinu, er það ekki?“ Skammtímaskuldir hækkuðu sem sagt, þetta er fært undir það, það er skammtímaskuldir hækka á milli 2012 og 2013 um 61.771.574 krónur? „Þetta getur verið sameining á yfirdráttum, því það er annað félag sem heitir Vefpressan, sem var svonaeignarhaldsfélag. Við yfirtókum yfirdrátt sem hún var með, Vefpressan.“ Þannig að þetta er ekki lán eða peningar sem eru fengnir hjá MP banka? „Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“ Hafnar öllum tengslum við ráðherra Arnar hafnar afdráttarlaust öllum tengslum við forsætisráðherra. Hann hafnar einnig að lánafyrirgreiðsla MP banka hafi verið fengin að tilstillan Sigmundar Davíðs eða aðilum tengdum honum. Hann segir að engin tengsl séu á milli Pressunnar og forsætisráðherra eða aðilum tengdum honum. Í yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi frá sér í gær eftir að Vísir greindi frá fjárkúgunartilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand gegn honum hafnaði hann fjárhagstengslum við Pressuna og Björn Inga Hrafnsson. „Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ sagði forsætisráðherra í yfirlýsingu sinni. Tengslin við MP banka ljós Tengsl Sigmundar Davíðs við MP banka hafa verið ljós lengi. Forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er tengdur ráðherranum fjölskylduböndum. Hann er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er einnig tengdur ráðherranum en hann hefur verið einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum. Hann var skipaður af Sigmundi til að leiða vinnu nefndar sem kom með tillögur um hvernig ætti að leiðrétta forsendubrest verðtryggðra húsnæðislána. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta, sem er eitt stærsta úrlausnarmál ríkisstjórnarinnar, einnig verið yfirmenn í bankanum. Einn þeirra er áðurnefndur Sigurður en auk hans eiga þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason sæti í hópnum. Gjaldeyrishöft Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira
Hótunin sem fram kom í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrðu gerð opinber. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. MP banki nefndur í bréfinu Samkvæmt heimildum Vísis fólst hótunin í því að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Heimildir Vísis herma að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Í ársreikningum Pressunnar ehf., sem samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er eigandi miðla Vefpressunnar, hækkuðu skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir árið 2013. Engar frekari skýringar eru gefnar á skuldunum. Peningarnir fengnir frá MP banka Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, segist ekki muna nákvæmlega hvernig lánið sé til komið; líklega sé um að ræða yfirfærslu á yfirdrætti sem var í eignarhaldsfélaginu Vefpressunni ehf. Hann staðfestir að yfirdrátturinn sé hjá MP banka. „Ég er bara ekki með þetta fyrir framan mig, því miður,” segir hann fyrst aðspurður um málið. Manstu ekki hvernig þið fenguð 60 milljóna króna lán? „Nei, þetta er bara hluthafalán, sem sem fór beint í hlutafé á árinu, er það ekki?“ Skammtímaskuldir hækkuðu sem sagt, þetta er fært undir það, það er skammtímaskuldir hækka á milli 2012 og 2013 um 61.771.574 krónur? „Þetta getur verið sameining á yfirdráttum, því það er annað félag sem heitir Vefpressan, sem var svonaeignarhaldsfélag. Við yfirtókum yfirdrátt sem hún var með, Vefpressan.“ Þannig að þetta er ekki lán eða peningar sem eru fengnir hjá MP banka? „Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“ Hafnar öllum tengslum við ráðherra Arnar hafnar afdráttarlaust öllum tengslum við forsætisráðherra. Hann hafnar einnig að lánafyrirgreiðsla MP banka hafi verið fengin að tilstillan Sigmundar Davíðs eða aðilum tengdum honum. Hann segir að engin tengsl séu á milli Pressunnar og forsætisráðherra eða aðilum tengdum honum. Í yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi frá sér í gær eftir að Vísir greindi frá fjárkúgunartilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand gegn honum hafnaði hann fjárhagstengslum við Pressuna og Björn Inga Hrafnsson. „Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ sagði forsætisráðherra í yfirlýsingu sinni. Tengslin við MP banka ljós Tengsl Sigmundar Davíðs við MP banka hafa verið ljós lengi. Forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er tengdur ráðherranum fjölskylduböndum. Hann er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er einnig tengdur ráðherranum en hann hefur verið einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum. Hann var skipaður af Sigmundi til að leiða vinnu nefndar sem kom með tillögur um hvernig ætti að leiðrétta forsendubrest verðtryggðra húsnæðislána. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta, sem er eitt stærsta úrlausnarmál ríkisstjórnarinnar, einnig verið yfirmenn í bankanum. Einn þeirra er áðurnefndur Sigurður en auk hans eiga þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason sæti í hópnum.
Gjaldeyrishöft Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira