Vegna verkfalla starfsmanna hjá Fjársýslu ríkisins mun Hagstofa Íslands ekki geta gefið út niðurstöður sínar um landsframleiðslu á 1. ársfjórðungi ársins 2015 sem koma átti út á morgun.
Verkfall starfsmanna hjá Fjársýslu ríkisins hefur haft í för með sér að tafir hafa orðið á niðurstöðum um fjárhag ríkissjóðs sem hefur í för með sér að Hagstofan getur ekki lokið útreikningum á landsframleiðslu.
Útgáfunni hefur verið frestað til þriðjudagsins 9. júní.
Útgáfa hagtalna hjá Hagstofunni tefst vegna verkfalla
