Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 4. júní 2015 12:16 Aníta Hinriksdóttir í 1500 m hlaupinu í dag. Vísir/Stefán Það var mikið um dýrðir á öðrum keppnisdegi frjálsíþróttanna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík en íslenska keppnisliðið náði glæsilegum árangri í dag. Alls vann Ísland til sjö gullverðlauna í dag auk þess að næla sér í sjö silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Uppskeran var frábær. Helst bar að Aníta Hinriksdóttir vann gull í 1500 m hlaupi með miklum yfirburðum og bætti þar með fyrir að missa af gullinu í 800 m hlaupinu á þriðjudag sem er hennar aðalgrein. Hún sýndi mikið öryggi í dag og átti nóg eftir fyrir endasprettinn. Guðni Valur Guðnason kom mörgum á óvart með því að vinna kringlukast karla en þessi nítján ára kappi er í raun nýbyrjaður að æfa greinina. Hin fimmtán ára Þórdís Eva Steinsdóttir gerði sér svo lítið fyrir og vann gull í 400 m hlaupi en þessi stórefnilega stúlka er að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu eftir að hafa slegið mýgrút meta í yngri aldursflokkum.Arnar Pétursson vann svo gull í 3000 m hinrdrunarhlaupi, Kristinn Torfason í langstökki, Ívar Kristinn Jasonarson í 400 m grindarhlaupi og Arna Stefanía Guðmundsdóttir í 400 m grindarhlaupi. Fylgst var með gangi mála á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.[Bein lýsing]19.30 Það er búið að ganga mikið á og ég hef ekki náð að koma öllu að. En Kristinn Torfason vann gull í langstökki með stökki upp á 7,24 m en hann á best 7,82 m. Þá vann Ásdís Hjálmsdóttir silfur í kringlukasti.19.21 Enn eitt íslenskt gull var að koma í síðustu grein dagsins. Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann í 400 m grindarhlaupi á 1:00,77 mínútum sem er persónuleg bæting hjá henni. Frábær árangur hjá henni og hennar önnur verðlaun í dag.19.15 Ívar Kristinn Jasonarson var að vinna gull í 400 m grindarhlaupi með nokkrum yfirburðum. Hann kom í mark á 53,21 sekúndum og var tæpum tveimur sekúndum á undan næsta manni. Hann náði að bæta sinn besta tíma um 0,06 sekúndur.Aníta fagnar í dag.Vísir/Pjetur18.49 Aníta var meira en tíu sekúndum frá sínu besta tíma en það sem mestu máli skiptir er að hún útfærði hlaupið rétt og tryggði sér gullið af miklu öryggi. María Birkisdóttir varð fimma á 4:43,74 mínútum. 18.42 Þá kom gullið hjá Anítu! Eftir vonbrigðin í 800 m vann hún öruggan sigur með frábæru hlaupi í 1500 m. Hún kom í mark á 4:26,37 mínútum og vann með yfirburðum. Hún fór sér hægt í upphafi en tók forystu þegar um 500 m voru eftir og leit ekki um öxl. Endaspretturinn var frábær og sigurinn aldrei í hættu.Arnar hoppar yfir marklínuna.Vísir/Stefán18.28 Arnar Pétursson langhlaupari var að vinna gull í 3000 m hindrunarhlaupi. Hann kom í mark á 9:22,16 mínútum og hoppaði yfir marklínuna. Öruggur sigur og enn eitt gullið fyrir Ísland! Sæmundur Ólafsson varð fjórði á 9:49,51 mínútum.18.17 Tvenn verðlaun í viðbót komin. Hulda Þorsteinsdóttir vann silfur og Bogey Ragnhiður Leósdóttir brons í stangarstökki kvenna. Hulda stökk 3,60 m og Bogey 3,50 m. Gull hlýtur Gina Reuland frá Lúxemborg en hún er enn að stökkva. Fór síðast yfir 4,30 sem er persónulegt met. Smáþjóðaleikametið er 4,40 m og er í eigu Þóreyjar Eddu Elísdóttur sem nú situr í stjórn ÍSÍ.17.45 Guðni Valur Guðnason vann gull í kringlukasti karla með kasti upp á 56,40 m en það er persónulegt met hjá kappanum og bæting upp á rúman metra. Hilmar Örn Jónsson náði sér ekki á strik og varð fimmti með 43,96 m.17.44 Ívar Kristinn Jasonarson komst einnig í úrslitin í 200 m hlaupinu. Hann varð annar í seinni undanúrslitariðlinum á 21,91 sekúndum.17.38 Kolbeinn Höður var rétt áðan að vinna silfur í 400 m hlaupi en nú gerði hann sér lítið fyrir og náði besta tímanum í 200 m hlaupi. Hann hljóp á 21,62 sekúndum en úrslitahlaupið er á laugardag. 17.35 Kristinn Þór Kristinsson varð annar í 1500 m hlaupi karla á 3:52,91 mínútum eftir hörkukeppni við Amine Khadiri frá Kýpur. Hann hljóp á 3:51,97 mínútum. Kristinn Þór stórbætti sinn besta árangur - um tæpar þrjár sekúndur. 17.33 Það má lesa viðtal við Þórdísi Evu hér. „Þetta er mitt fyrsta A-landsliðsmót og langaði mig mest til að fara á pall. Og helst til að vinna,“ sagði hún við Vísi nú rétt áðan.Þórdís Eva kemur hér í mark.Vísir/Pjetur17.11 Þórdís Eva gerði sér lítið fyrir og vann gull á 55,72 sekúndum. Ekki hennar besti tími en dugði til að vinna sigur. Hún leiddi naumlega lengst af í hlaupinu og átti góðan lokasprett. Magnaður árangur í ljósi þess að Þórdís Eva er aðeins fimmtán ára gömul. Janet Richard frá Möltu varð önnur á 55,96 sekúndum.17.08 Þá er næst 400 m hlaup kvenna þar sem hin fimmtán ára Þórdís Eva Steinsdóttir verður í eldlínunni. Hún var fyrst í undanúrslitunum og er skráð með besta tímann í hlaupið.Kolbeinn Höður í 400 m hlaupinu í dag.Vísir/Pjetur17.01 Kolbeinn Höður Gunnarsson vann silfur í 400 m hlaupi á 48,44 sekúndum sem er tæpri sekúndu frá hans besta tíma. Kolbeinn byrjaði vel en Kevin Moore frá Möltu tók fram úr eftir um 200 m og vann nokkuð öruggan sigur 47,86 sekúndum. Kormákur Ari Hafliðason varð fimmti á 50,76 sekúndum.16.51 Kringlukast karla og stangarstökk kvenna er að byrja og munum við fylgjast með því. En nú er að byrja 400 m hlaup karla þar sem spennandi verður að fylgjast með Kolbeini Heði Gunnarssyni. Hann var með besta tímann í undanrásum.Arna Stefanía í grindarhlaupinu í dag.Vísir/Pjetur16.43 Arna Stefanía vann silfur í 100 m grindahlaupi kvenna og veitti Kim Reuland frá Lúxemborg hörkukeppni. Arna bætti persónulegan árangur um 0,02 sekúndur en hún kom í mark á 14,09 sekúndum. Fjóla Signý Hannesdóttir varð fimmta á 15,25 sekúndum.16.31 Einar Daði Lárusson gerði sér lítið fyrir og náði í silfur í grindinni. Milan Trajkovic frá Kýpur vann nokkuð öruggan sigur á 13,88 sekúndum. Það var hörð barátta hjá Einari Daða við Claude Godart frá Lúxemborg um silfrið en Einar Daði gerði engin mistök og kláraði sitt hlaup af öryggi. Hann kom í mark á 14,71 sekúndum - 0,01 sekúndu á undan Godart og ekki langt frá sínum besta tíma. Guðmundur Heiðar Guðmundsson varð fjórði á 15,24 sekúndum sem er persónulegt met hjá honum.16.25 Næst er 110 m grindahlaup þar sem Einar Daði Lárusson og Guðmundur Heiðar Guðmundsson eru fulltrúar Íslands. Einar á betri tíma og ætti með réttu að ná bronsi hér í dag. Tveir keppendur eiga töluvert betri tíma en hann en sjáum hvað setur. Hlaupið hefst innan fárra mínútna.Vigdís kastar í Laugardalnum í dag. Hún vann silfur í sleggjukasti kvenna.Vísir/Pjetur16.23 Cathrine Jayne Cabasag Beatty frá Kýpur vann öruggan sigur í sleggjukasti kvenna. Hún bætti mótsmetið fjórum sinnum (!) en lengsta kast hennar var 60,09 m í fimmtu umferð. Vigdís var önnur með 55,40 sem kom strax í fyrstu umferð en María Ósk Felixdóttir þriðja með 47,67. Hvorug náði að bæta sinn besta árangur.16.03 Fyrsta kast Vigdísar er komið og það er ágætt. 55,40 m.15.52 Fyrsta keppnisgrein dagsins er sleggjukast kvenna. Þar eru þrír keppendur skráðir til leiks og þar af tveir Íslendingar. Vigdís Jónsdóttir er Íslandsmethafinn en met hennar, 57,06 m, er í hættu í dag. Metið setti hún í fyrra en Vigdís verður nítján ára í ár.15.45 Það er margt af okkar besta frjálsíþróttafólki í eldlínunni í dag. Aníta Hinriksdóttir keppir í 1500 m hlaupi og freistar þess að vinna gullið sem hún rétt missti af í 800 m á þriðjudag. Þá verður einnig forvitnilegt að fylgjast með 400 m hlaupi karla og kvenna. Þar náðu Kolbeinn Höður Gunnarsson og Þórdís Eva Steinsdóttir bestum tíma í undanúrslitum en Þórdís Eva er einungis fimmtán ára gömul.15.30 Góðan daginn og velkomin með Vísi á Laugardalsvöllinn þar sem annað frjálsíþróttakvöldið á Smáþjóðaleikunum er hafið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Sjá meira
Það var mikið um dýrðir á öðrum keppnisdegi frjálsíþróttanna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík en íslenska keppnisliðið náði glæsilegum árangri í dag. Alls vann Ísland til sjö gullverðlauna í dag auk þess að næla sér í sjö silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Uppskeran var frábær. Helst bar að Aníta Hinriksdóttir vann gull í 1500 m hlaupi með miklum yfirburðum og bætti þar með fyrir að missa af gullinu í 800 m hlaupinu á þriðjudag sem er hennar aðalgrein. Hún sýndi mikið öryggi í dag og átti nóg eftir fyrir endasprettinn. Guðni Valur Guðnason kom mörgum á óvart með því að vinna kringlukast karla en þessi nítján ára kappi er í raun nýbyrjaður að æfa greinina. Hin fimmtán ára Þórdís Eva Steinsdóttir gerði sér svo lítið fyrir og vann gull í 400 m hlaupi en þessi stórefnilega stúlka er að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu eftir að hafa slegið mýgrút meta í yngri aldursflokkum.Arnar Pétursson vann svo gull í 3000 m hinrdrunarhlaupi, Kristinn Torfason í langstökki, Ívar Kristinn Jasonarson í 400 m grindarhlaupi og Arna Stefanía Guðmundsdóttir í 400 m grindarhlaupi. Fylgst var með gangi mála á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.[Bein lýsing]19.30 Það er búið að ganga mikið á og ég hef ekki náð að koma öllu að. En Kristinn Torfason vann gull í langstökki með stökki upp á 7,24 m en hann á best 7,82 m. Þá vann Ásdís Hjálmsdóttir silfur í kringlukasti.19.21 Enn eitt íslenskt gull var að koma í síðustu grein dagsins. Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann í 400 m grindarhlaupi á 1:00,77 mínútum sem er persónuleg bæting hjá henni. Frábær árangur hjá henni og hennar önnur verðlaun í dag.19.15 Ívar Kristinn Jasonarson var að vinna gull í 400 m grindarhlaupi með nokkrum yfirburðum. Hann kom í mark á 53,21 sekúndum og var tæpum tveimur sekúndum á undan næsta manni. Hann náði að bæta sinn besta tíma um 0,06 sekúndur.Aníta fagnar í dag.Vísir/Pjetur18.49 Aníta var meira en tíu sekúndum frá sínu besta tíma en það sem mestu máli skiptir er að hún útfærði hlaupið rétt og tryggði sér gullið af miklu öryggi. María Birkisdóttir varð fimma á 4:43,74 mínútum. 18.42 Þá kom gullið hjá Anítu! Eftir vonbrigðin í 800 m vann hún öruggan sigur með frábæru hlaupi í 1500 m. Hún kom í mark á 4:26,37 mínútum og vann með yfirburðum. Hún fór sér hægt í upphafi en tók forystu þegar um 500 m voru eftir og leit ekki um öxl. Endaspretturinn var frábær og sigurinn aldrei í hættu.Arnar hoppar yfir marklínuna.Vísir/Stefán18.28 Arnar Pétursson langhlaupari var að vinna gull í 3000 m hindrunarhlaupi. Hann kom í mark á 9:22,16 mínútum og hoppaði yfir marklínuna. Öruggur sigur og enn eitt gullið fyrir Ísland! Sæmundur Ólafsson varð fjórði á 9:49,51 mínútum.18.17 Tvenn verðlaun í viðbót komin. Hulda Þorsteinsdóttir vann silfur og Bogey Ragnhiður Leósdóttir brons í stangarstökki kvenna. Hulda stökk 3,60 m og Bogey 3,50 m. Gull hlýtur Gina Reuland frá Lúxemborg en hún er enn að stökkva. Fór síðast yfir 4,30 sem er persónulegt met. Smáþjóðaleikametið er 4,40 m og er í eigu Þóreyjar Eddu Elísdóttur sem nú situr í stjórn ÍSÍ.17.45 Guðni Valur Guðnason vann gull í kringlukasti karla með kasti upp á 56,40 m en það er persónulegt met hjá kappanum og bæting upp á rúman metra. Hilmar Örn Jónsson náði sér ekki á strik og varð fimmti með 43,96 m.17.44 Ívar Kristinn Jasonarson komst einnig í úrslitin í 200 m hlaupinu. Hann varð annar í seinni undanúrslitariðlinum á 21,91 sekúndum.17.38 Kolbeinn Höður var rétt áðan að vinna silfur í 400 m hlaupi en nú gerði hann sér lítið fyrir og náði besta tímanum í 200 m hlaupi. Hann hljóp á 21,62 sekúndum en úrslitahlaupið er á laugardag. 17.35 Kristinn Þór Kristinsson varð annar í 1500 m hlaupi karla á 3:52,91 mínútum eftir hörkukeppni við Amine Khadiri frá Kýpur. Hann hljóp á 3:51,97 mínútum. Kristinn Þór stórbætti sinn besta árangur - um tæpar þrjár sekúndur. 17.33 Það má lesa viðtal við Þórdísi Evu hér. „Þetta er mitt fyrsta A-landsliðsmót og langaði mig mest til að fara á pall. Og helst til að vinna,“ sagði hún við Vísi nú rétt áðan.Þórdís Eva kemur hér í mark.Vísir/Pjetur17.11 Þórdís Eva gerði sér lítið fyrir og vann gull á 55,72 sekúndum. Ekki hennar besti tími en dugði til að vinna sigur. Hún leiddi naumlega lengst af í hlaupinu og átti góðan lokasprett. Magnaður árangur í ljósi þess að Þórdís Eva er aðeins fimmtán ára gömul. Janet Richard frá Möltu varð önnur á 55,96 sekúndum.17.08 Þá er næst 400 m hlaup kvenna þar sem hin fimmtán ára Þórdís Eva Steinsdóttir verður í eldlínunni. Hún var fyrst í undanúrslitunum og er skráð með besta tímann í hlaupið.Kolbeinn Höður í 400 m hlaupinu í dag.Vísir/Pjetur17.01 Kolbeinn Höður Gunnarsson vann silfur í 400 m hlaupi á 48,44 sekúndum sem er tæpri sekúndu frá hans besta tíma. Kolbeinn byrjaði vel en Kevin Moore frá Möltu tók fram úr eftir um 200 m og vann nokkuð öruggan sigur 47,86 sekúndum. Kormákur Ari Hafliðason varð fimmti á 50,76 sekúndum.16.51 Kringlukast karla og stangarstökk kvenna er að byrja og munum við fylgjast með því. En nú er að byrja 400 m hlaup karla þar sem spennandi verður að fylgjast með Kolbeini Heði Gunnarssyni. Hann var með besta tímann í undanrásum.Arna Stefanía í grindarhlaupinu í dag.Vísir/Pjetur16.43 Arna Stefanía vann silfur í 100 m grindahlaupi kvenna og veitti Kim Reuland frá Lúxemborg hörkukeppni. Arna bætti persónulegan árangur um 0,02 sekúndur en hún kom í mark á 14,09 sekúndum. Fjóla Signý Hannesdóttir varð fimmta á 15,25 sekúndum.16.31 Einar Daði Lárusson gerði sér lítið fyrir og náði í silfur í grindinni. Milan Trajkovic frá Kýpur vann nokkuð öruggan sigur á 13,88 sekúndum. Það var hörð barátta hjá Einari Daða við Claude Godart frá Lúxemborg um silfrið en Einar Daði gerði engin mistök og kláraði sitt hlaup af öryggi. Hann kom í mark á 14,71 sekúndum - 0,01 sekúndu á undan Godart og ekki langt frá sínum besta tíma. Guðmundur Heiðar Guðmundsson varð fjórði á 15,24 sekúndum sem er persónulegt met hjá honum.16.25 Næst er 110 m grindahlaup þar sem Einar Daði Lárusson og Guðmundur Heiðar Guðmundsson eru fulltrúar Íslands. Einar á betri tíma og ætti með réttu að ná bronsi hér í dag. Tveir keppendur eiga töluvert betri tíma en hann en sjáum hvað setur. Hlaupið hefst innan fárra mínútna.Vigdís kastar í Laugardalnum í dag. Hún vann silfur í sleggjukasti kvenna.Vísir/Pjetur16.23 Cathrine Jayne Cabasag Beatty frá Kýpur vann öruggan sigur í sleggjukasti kvenna. Hún bætti mótsmetið fjórum sinnum (!) en lengsta kast hennar var 60,09 m í fimmtu umferð. Vigdís var önnur með 55,40 sem kom strax í fyrstu umferð en María Ósk Felixdóttir þriðja með 47,67. Hvorug náði að bæta sinn besta árangur.16.03 Fyrsta kast Vigdísar er komið og það er ágætt. 55,40 m.15.52 Fyrsta keppnisgrein dagsins er sleggjukast kvenna. Þar eru þrír keppendur skráðir til leiks og þar af tveir Íslendingar. Vigdís Jónsdóttir er Íslandsmethafinn en met hennar, 57,06 m, er í hættu í dag. Metið setti hún í fyrra en Vigdís verður nítján ára í ár.15.45 Það er margt af okkar besta frjálsíþróttafólki í eldlínunni í dag. Aníta Hinriksdóttir keppir í 1500 m hlaupi og freistar þess að vinna gullið sem hún rétt missti af í 800 m á þriðjudag. Þá verður einnig forvitnilegt að fylgjast með 400 m hlaupi karla og kvenna. Þar náðu Kolbeinn Höður Gunnarsson og Þórdís Eva Steinsdóttir bestum tíma í undanúrslitum en Þórdís Eva er einungis fimmtán ára gömul.15.30 Góðan daginn og velkomin með Vísi á Laugardalsvöllinn þar sem annað frjálsíþróttakvöldið á Smáþjóðaleikunum er hafið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Sjá meira