Öruggur sigur Anítu: Ekki glæsilegt en skemmtilegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:12 Vísir/Stefán Aníta Hinriksdóttir náði í dag í gullverðlaunin sem hún missti af á þriðjudaginn. Aníta kom langfyrst í mark í 1500 m hlaupi sem var kærkomið eftir silfrið í 800 m á þriðjudaginn. Aníta hljóp á 4:26,37 mínútum og var engu að síður rúmum ellefu sekúndum frá sínum besta tíma í greininni. Hún lagði hins vegar hlaupið skynsamlega upp - hélt sér til hlés framan af og tók svo fram úr þegar rúmur hringur var eftir og stakk þá aðra af - enda nóg eftir á tankinum. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta sem missti keppanda fram úr sér í lokasprettinum í 800 m hlaupinu þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínum besta tíma þá. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“ „Það var kominn tími á að gera eitthvað þegar það voru 500 m eftir og taka fram úr. Ég er mjög sátt við þetta og ánægð þó svo að það sé aldrei glæsilegt að bíða bara svona eins og ég gerði framan af.“ „En þetta var skemmtilegt hlaup og gaman að hlaupa með þessa hvatningu sem maður fékk frá áhorfendum.“ Sigurbjörn Árni Arngrímsson, einn helsti frjálsíþróttasérfræðingur landsins, hefur haldið því fram í viðtölum að hann telji það henta Anítu betur að keppa í 1500 m hlaupi en 800 m. „Ég veit ekki hvort hann meini það í raun sjálfur þegar hann skýtur því svona fram. Þetta er ákveðin pæling. En á ég hef gaman að 800 m þá mun ég einbeita mér að því. Mér finnst það henta mér betur núna.“ Aníta stefnir að því að hlaupa í 4x400 m sveit Íslands á laugardaginn en hún er búin að keppa í sínum einstaklingsgreinum. „Ég er þokkalega sátt. Þetta voru bæði mjög hæg hlaup og þó svo að ég hafi gert mistök á þriðjudaginn þá er gott að læra af því og halda áfram. Það var skemmtilegt í dag.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir náði í dag í gullverðlaunin sem hún missti af á þriðjudaginn. Aníta kom langfyrst í mark í 1500 m hlaupi sem var kærkomið eftir silfrið í 800 m á þriðjudaginn. Aníta hljóp á 4:26,37 mínútum og var engu að síður rúmum ellefu sekúndum frá sínum besta tíma í greininni. Hún lagði hins vegar hlaupið skynsamlega upp - hélt sér til hlés framan af og tók svo fram úr þegar rúmur hringur var eftir og stakk þá aðra af - enda nóg eftir á tankinum. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta sem missti keppanda fram úr sér í lokasprettinum í 800 m hlaupinu þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínum besta tíma þá. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“ „Það var kominn tími á að gera eitthvað þegar það voru 500 m eftir og taka fram úr. Ég er mjög sátt við þetta og ánægð þó svo að það sé aldrei glæsilegt að bíða bara svona eins og ég gerði framan af.“ „En þetta var skemmtilegt hlaup og gaman að hlaupa með þessa hvatningu sem maður fékk frá áhorfendum.“ Sigurbjörn Árni Arngrímsson, einn helsti frjálsíþróttasérfræðingur landsins, hefur haldið því fram í viðtölum að hann telji það henta Anítu betur að keppa í 1500 m hlaupi en 800 m. „Ég veit ekki hvort hann meini það í raun sjálfur þegar hann skýtur því svona fram. Þetta er ákveðin pæling. En á ég hef gaman að 800 m þá mun ég einbeita mér að því. Mér finnst það henta mér betur núna.“ Aníta stefnir að því að hlaupa í 4x400 m sveit Íslands á laugardaginn en hún er búin að keppa í sínum einstaklingsgreinum. „Ég er þokkalega sátt. Þetta voru bæði mjög hæg hlaup og þó svo að ég hafi gert mistök á þriðjudaginn þá er gott að læra af því og halda áfram. Það var skemmtilegt í dag.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sjá meira
Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16