Bjarni kynnti tvö frumvörp um afnám hafta Ingvar Haraldsson skrifar 5. júní 2015 11:45 Bjarni Benediktsson kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta. vísir/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni vildi ekkert tjá sig efnislega um frumvörpin við fjölmiðla en hann bjóst við því að málið yrði kynnt opinberlega eftir helgi, líklega á mánudag eða þriðjudag. „Við ræddum í dag frumvarp sem ég lagði fyrir ríkisstjórnina um haftaafnámið og þarna eru á ferðinni tvö frumvörp sem við tókum til umræðu og hyggjumst afgreiða á mánudaginn. Þessi mál eru þannig vaxin að við hyggjumst kynna þau líka fyrir samráðshópnum sem hefur verið starfandi og þau þurfa síðan að lokinni afgreiðslu hér að fara fyrir þingflokka. Þegar þessu ferli er lokið þá munum við halda opinbera kynningu á málinu sem gæti orðið á mánudag, í síðasta lagi á þriðjudag,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort von væri á málaferlum við kröfuhafa vegna svokallað stöðugleikaskatts sem lagður yrði á slitabúin vildi Bjarni ekkert spá fyrir um slíkt. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera kominn fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Bjarni segist vonast til þess að frumvörpin verði að lögum í þessum mánuði og vonast eftir góðu samstarfi við þingið um málið. „Ég hef skynjað mjög góðan vilja hjá öðrum flokkum til að veita þessu máli sérstaka meðferð. Það er ljóst að þetta er mál sem hefur verið í undirbúningi í mjög langan tíma og það er eðlilegt að þingið vilji taka það til skoðunar, nauðsynlegrar skoðunar, og það verður gert í nefnd. En ég vonast á sama tíma til þess að við ljúkum þessu með því að gera málið að lögum í þessum mánuði.“ Hlé var gert á ríkisstjórnarfundi vegna atkvæðagreiðslu á Alþingi en fundurinn mun halda áfram síðar í dag. Gjaldeyrishöft Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni vildi ekkert tjá sig efnislega um frumvörpin við fjölmiðla en hann bjóst við því að málið yrði kynnt opinberlega eftir helgi, líklega á mánudag eða þriðjudag. „Við ræddum í dag frumvarp sem ég lagði fyrir ríkisstjórnina um haftaafnámið og þarna eru á ferðinni tvö frumvörp sem við tókum til umræðu og hyggjumst afgreiða á mánudaginn. Þessi mál eru þannig vaxin að við hyggjumst kynna þau líka fyrir samráðshópnum sem hefur verið starfandi og þau þurfa síðan að lokinni afgreiðslu hér að fara fyrir þingflokka. Þegar þessu ferli er lokið þá munum við halda opinbera kynningu á málinu sem gæti orðið á mánudag, í síðasta lagi á þriðjudag,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort von væri á málaferlum við kröfuhafa vegna svokallað stöðugleikaskatts sem lagður yrði á slitabúin vildi Bjarni ekkert spá fyrir um slíkt. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera kominn fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Bjarni segist vonast til þess að frumvörpin verði að lögum í þessum mánuði og vonast eftir góðu samstarfi við þingið um málið. „Ég hef skynjað mjög góðan vilja hjá öðrum flokkum til að veita þessu máli sérstaka meðferð. Það er ljóst að þetta er mál sem hefur verið í undirbúningi í mjög langan tíma og það er eðlilegt að þingið vilji taka það til skoðunar, nauðsynlegrar skoðunar, og það verður gert í nefnd. En ég vonast á sama tíma til þess að við ljúkum þessu með því að gera málið að lögum í þessum mánuði.“ Hlé var gert á ríkisstjórnarfundi vegna atkvæðagreiðslu á Alþingi en fundurinn mun halda áfram síðar í dag.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira