Fótbolti

Fékk boltann með brúsann í hendinni og fékk gult spjald

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, fékk óvenjulegt gult spjald í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Borgunarbikar kvenna í gærkvöldi.

Ásgerður var þá að fá sér verkjatöflu út við hliðarlínu þegar boltinn kom til hennar. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, gaf Ásgerði gult spjald.

Í Boltavakt Vísis frá leiknum í gær stendur: „Fyrirliðinn fær gult spjald. Var að drekka út við hliðarlínu og tekur við boltanum með vatnsbrúsann í hendinni. Rauði baróninn rífur upp gula spjaldið fyrir vikið."

„Ég vissi ekki af þessari reglu,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi í leikslok. „Ég var að fá mér að drekka því ég þurfti að taka verkjatöflu. Ég kenni Bryndísi um spjaldið, hún gaf boltann á mig.“

Atvikið athyglisverða má sjá hér að ofan, en leikurinn var sýndur í beinni á SportTV.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×