Íslenski boltinn

Fram vann botnslaginn

Pétur Pétursson, þjálfari Fram.
Pétur Pétursson, þjálfari Fram. vísir/valli
Fram skellti Gróttu, 4-1, í uppgjöri neðstu liðanna í 1. deildinni.

Guðmundur Marteinn Hannesson kom Gróttu reyndar yfir í leiknum og leiddu heimamenn með því marki í leikhléi.

Fram var miklu betra liðið í seinni hálfleik. Alexander Aron Davorsson skoraði tvö mörk og þeir Ingiberg Ólafur Jónsson og Eyþór Helgi Birgisson komust einnig á blað.

Fram hoppaði upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum en Grótta er sem fyrr á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×