Birkir Bjarna: Vil taka þátt í þessu ævintýri en skyldan kallar Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 12:00 Birkir Bjarnason kemur til Íslands í dag. vísir/getty Eins og greint var frá í gær spilar Birkir Bjarnason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, ekki seinni umspilsleikiinn með Pescara gegn Bologna. Pescara stendur á barmi endurkomu í ítölsku A-deildina, en það spilar hreinan úrslitaleik við Bologna um sætið eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum. Leikirnir eru spilaðir á alþjóðlegum leikdögum og er íslenska landsliðið því í fullum rétti að kalla Birki til landsins fyrir undirbúning gegn Tékkum, en strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik gegn þeim í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið. Birkir spilaði fyrri leikinn gegn Bologna, en Ísland ákvað svo að nýta sér réttinn og kalla á Birki. Annars hefði hann spilað seinni leikinn annað kvöld og þá átt eftir að fljúga heim og misst af tveimur og hálfum degi í undirbúningnum. Birkir ritar nokkur orð til stuðningsmanna Pescara á Instagram-síðu sína, þar sem hann segir einfaldlega að skylda kalli heima á Íslandi. „Skyldan kallar, þó í hjartanu vilji ég vera áfram hérna og klára þetta mikla ævintýri. Það er því með mikilli eftirsjá sem ég segi ykkur að ég verð ekki með í lokaleiknum. En liðið er gott og getur unnið hvern sem er,“ segir Birkir Bjarnason. Birkir hefur spilað frábærlega fyrir Pescara á tímabilinu, en hann skoraði tíu mörk í 37 leikjum í deildinni og er búinn að skora tvö mikilvæg mörk í úrslitakeppninni um sætið í A-deildinni. Anche se il cuore mi chiede di restare fino al termine di questa bella avventura, il dovere mi chiama.. E quindi è con sincero dispiacere che non sarò presente all'ultima partita!!! Cmq la squadra è forte, e può vincere contro chiunque A photo posted by Birkir Bjarnason (@birkirbjarnason) on Jun 7, 2015 at 11:57am PDT EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira
Eins og greint var frá í gær spilar Birkir Bjarnason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, ekki seinni umspilsleikiinn með Pescara gegn Bologna. Pescara stendur á barmi endurkomu í ítölsku A-deildina, en það spilar hreinan úrslitaleik við Bologna um sætið eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum. Leikirnir eru spilaðir á alþjóðlegum leikdögum og er íslenska landsliðið því í fullum rétti að kalla Birki til landsins fyrir undirbúning gegn Tékkum, en strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik gegn þeim í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið. Birkir spilaði fyrri leikinn gegn Bologna, en Ísland ákvað svo að nýta sér réttinn og kalla á Birki. Annars hefði hann spilað seinni leikinn annað kvöld og þá átt eftir að fljúga heim og misst af tveimur og hálfum degi í undirbúningnum. Birkir ritar nokkur orð til stuðningsmanna Pescara á Instagram-síðu sína, þar sem hann segir einfaldlega að skylda kalli heima á Íslandi. „Skyldan kallar, þó í hjartanu vilji ég vera áfram hérna og klára þetta mikla ævintýri. Það er því með mikilli eftirsjá sem ég segi ykkur að ég verð ekki með í lokaleiknum. En liðið er gott og getur unnið hvern sem er,“ segir Birkir Bjarnason. Birkir hefur spilað frábærlega fyrir Pescara á tímabilinu, en hann skoraði tíu mörk í 37 leikjum í deildinni og er búinn að skora tvö mikilvæg mörk í úrslitakeppninni um sætið í A-deildinni. Anche se il cuore mi chiede di restare fino al termine di questa bella avventura, il dovere mi chiama.. E quindi è con sincero dispiacere che non sarò presente all'ultima partita!!! Cmq la squadra è forte, e può vincere contro chiunque A photo posted by Birkir Bjarnason (@birkirbjarnason) on Jun 7, 2015 at 11:57am PDT
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira