Ísland í dag: „Almenningur mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. júní 2015 20:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að sama hvor leiðin verði farin við uppgjör slitabúa, nauðasamningar sem uppfylli stöðugleikaskilyrði verði samþykktir eða slitabúin látin greiða 39 prósent í stöðugleikaskatt, verði áhrifin á íslenska hagsmuni þau sömu. Þetta kom fram í viðtali þeirra Höskuldar Kára Schram og Gunnars Atla Gunnarssonar við Sigmund í þættinum Ísland í dag í kvöld. Sigmundur sagði jafnframt að strax á þessu ári verði stór skref stigin í átt að afnámi hafta sem leiði til þess að almenningur muni nær hætta að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi. Aðgerðir stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta voru kynntar á fréttamannafundi í Hörpu í dag og Sigmundur ræddi þær í Íslandi í dag í kvöld. Sigmundur sagði það meðal annars áhugavert að viljayfirlýsingar skildu hafa borist frá kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna í dag. „Mér skilst að yfirlýsingarnar hafi komið í kjölfar þess að menn hafi séð að þetta væri raunverulega að gerast, skatturinn kæmi raunverulega,“ segir Sigmundur. „Menn sjái þá tækifæri í því að klára málin hraðar og verða við þessum stöðugleikaskilyrðum. Það hefur ýmsa kosti fyrir þessa aðila en getur líka gert það fyrir Ísland, þó hinn kosturinn sé mjög góður líka. Ef þetta endar þannig að menn klára þetta ekki og stöðugleikaskatturinn fellur, þá er það mjög góð niðurstaða líka.“ Hann segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar þess eðlis að það skipti ekki máli fyrir Ísland hvort kröfuhafarnir verði við skilyrðunum í tæka tíð eður ei. „Þetta er hannað þannig að þetta komi alltaf á sama stað niður,“ segir Sigmundur. „Jafnvel þó að menn fari skattaleiðina, þá hafa þeir möguleika á að lækka beinar skattgreiðslur um kannski 160 milljarða en það kæmi þá fram með öðrum hætti. Með fjárfestingum og öðru.“ Aðspurður hvenær nákvæmlega gjaldeyrishöftin verði með öllu losuð sagði Sigmundur að stór skref yrðu tekin strax á þessu ári. „Sérstaklega hvað varðar almenning, sem mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum,“ segir hann. „Það verður opnað á nánast allt sem viðkemur viðskiptum einstaklinga.“ Meðal annars muni fólk ekki lengur þurfa að prenta út farseðil til að kaupa gjaldeyri þegar það fer til útlanda. Einnig muni almenningur geta keypt erlend hlutabréf. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að sama hvor leiðin verði farin við uppgjör slitabúa, nauðasamningar sem uppfylli stöðugleikaskilyrði verði samþykktir eða slitabúin látin greiða 39 prósent í stöðugleikaskatt, verði áhrifin á íslenska hagsmuni þau sömu. Þetta kom fram í viðtali þeirra Höskuldar Kára Schram og Gunnars Atla Gunnarssonar við Sigmund í þættinum Ísland í dag í kvöld. Sigmundur sagði jafnframt að strax á þessu ári verði stór skref stigin í átt að afnámi hafta sem leiði til þess að almenningur muni nær hætta að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi. Aðgerðir stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta voru kynntar á fréttamannafundi í Hörpu í dag og Sigmundur ræddi þær í Íslandi í dag í kvöld. Sigmundur sagði það meðal annars áhugavert að viljayfirlýsingar skildu hafa borist frá kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna í dag. „Mér skilst að yfirlýsingarnar hafi komið í kjölfar þess að menn hafi séð að þetta væri raunverulega að gerast, skatturinn kæmi raunverulega,“ segir Sigmundur. „Menn sjái þá tækifæri í því að klára málin hraðar og verða við þessum stöðugleikaskilyrðum. Það hefur ýmsa kosti fyrir þessa aðila en getur líka gert það fyrir Ísland, þó hinn kosturinn sé mjög góður líka. Ef þetta endar þannig að menn klára þetta ekki og stöðugleikaskatturinn fellur, þá er það mjög góð niðurstaða líka.“ Hann segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar þess eðlis að það skipti ekki máli fyrir Ísland hvort kröfuhafarnir verði við skilyrðunum í tæka tíð eður ei. „Þetta er hannað þannig að þetta komi alltaf á sama stað niður,“ segir Sigmundur. „Jafnvel þó að menn fari skattaleiðina, þá hafa þeir möguleika á að lækka beinar skattgreiðslur um kannski 160 milljarða en það kæmi þá fram með öðrum hætti. Með fjárfestingum og öðru.“ Aðspurður hvenær nákvæmlega gjaldeyrishöftin verði með öllu losuð sagði Sigmundur að stór skref yrðu tekin strax á þessu ári. „Sérstaklega hvað varðar almenning, sem mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum,“ segir hann. „Það verður opnað á nánast allt sem viðkemur viðskiptum einstaklinga.“ Meðal annars muni fólk ekki lengur þurfa að prenta út farseðil til að kaupa gjaldeyri þegar það fer til útlanda. Einnig muni almenningur geta keypt erlend hlutabréf.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
„Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04
„Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00
BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03
Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23