Apple kynnti uppfærð stýrikerfi Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2015 11:46 Frá ráðstefnu Apple í gær. Vísir/EPA Forsvarsmenn Apple kynntu í gær nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins OS X á árlegri þróunarráðstefnu fyrirtækisins. Þar að auki var einnig kynnt nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins fyrir snjalltæki, iOs 9. Þegar kemur að OS X, stýrikerfinu fyrir tölvur Apple sem fengið hefur nafnið El Capitan, virðist sem að engar breytingar hafi verið gerðar á grunnuppbygginu kerfisins. Þess í stað hefur margt verið fínpússað og lagað til og kom fram á kynningunni að gæði kerfisins og upplifun notenda yrði mun betri. Nú geta notendur stillt upp tveimur gluggum hlið við hlið, eins og Windows notendur hafa getað um árabil, og verður leikjaspilun betrumbætt. Notendur geta náð í betaútgáfu í júlí og fría heildaruppfærslu í haust. Svipaða sögu er að segja af iOS 9 og láta breytingar þar ekki mikið á sér bera. Þeim er þó ætlað, eins og OS X, að bæta notkun og upplifun með mörgum smávægilegum breytingum og hagræðingu. Talgervillinn Siri er sögð vera gáfaðri og mun hún jafnvel veita uppástungur áður en hún er spurð tiltekinna spurninga. Nýja stýrikerfið er þar að auki sagt bæta rafhlöðunýtingu með nýrri stillingu sem getur náð þremur klukkustundum aukalega úr rafhlöðum snjalltækja.Í samkeppni við Spotify Ein stærsta kynningin í gær var þó þegar Apple Music var kynnt til leiks. Um er að ræða streymiþjónustu fyrir tónlist sem opnar þann 30. júní. Notendur Apple munu fá ókeypis aðgang að þjónustunni í þrjá mánuði, en eftir það mun þjónustan kosta. Auk streymis mun Apple Music bjóða upp á nokkurs konar samfélagsmiðil þar sem listamenn geta dreift efni til aðdáenda og þar verður einnig send út útvarpsstöð. Hún mun vera í gangi allan sólarhringinn og verður stýrt af fjölmörgum plötusnúðum. Kynningu Apple í heild sinni má sjá hér sem og frekar upplýsingar um það sem kynnt var.Hér má sjá frétt IGN um kynninguna í gær. Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forsvarsmenn Apple kynntu í gær nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins OS X á árlegri þróunarráðstefnu fyrirtækisins. Þar að auki var einnig kynnt nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins fyrir snjalltæki, iOs 9. Þegar kemur að OS X, stýrikerfinu fyrir tölvur Apple sem fengið hefur nafnið El Capitan, virðist sem að engar breytingar hafi verið gerðar á grunnuppbygginu kerfisins. Þess í stað hefur margt verið fínpússað og lagað til og kom fram á kynningunni að gæði kerfisins og upplifun notenda yrði mun betri. Nú geta notendur stillt upp tveimur gluggum hlið við hlið, eins og Windows notendur hafa getað um árabil, og verður leikjaspilun betrumbætt. Notendur geta náð í betaútgáfu í júlí og fría heildaruppfærslu í haust. Svipaða sögu er að segja af iOS 9 og láta breytingar þar ekki mikið á sér bera. Þeim er þó ætlað, eins og OS X, að bæta notkun og upplifun með mörgum smávægilegum breytingum og hagræðingu. Talgervillinn Siri er sögð vera gáfaðri og mun hún jafnvel veita uppástungur áður en hún er spurð tiltekinna spurninga. Nýja stýrikerfið er þar að auki sagt bæta rafhlöðunýtingu með nýrri stillingu sem getur náð þremur klukkustundum aukalega úr rafhlöðum snjalltækja.Í samkeppni við Spotify Ein stærsta kynningin í gær var þó þegar Apple Music var kynnt til leiks. Um er að ræða streymiþjónustu fyrir tónlist sem opnar þann 30. júní. Notendur Apple munu fá ókeypis aðgang að þjónustunni í þrjá mánuði, en eftir það mun þjónustan kosta. Auk streymis mun Apple Music bjóða upp á nokkurs konar samfélagsmiðil þar sem listamenn geta dreift efni til aðdáenda og þar verður einnig send út útvarpsstöð. Hún mun vera í gangi allan sólarhringinn og verður stýrt af fjölmörgum plötusnúðum. Kynningu Apple í heild sinni má sjá hér sem og frekar upplýsingar um það sem kynnt var.Hér má sjá frétt IGN um kynninguna í gær.
Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira