Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-0 | Blikar unnu toppslaginn Tryggvi Páll Tryggvason á Kópavogsvelli skrifar 9. júní 2015 15:10 Blikar fagna marki sínu í kvöld. vísir/ernir Breiðablik vann gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir að hafa tapað þremur stórleikjum við Stjörnuna í röð sögðu Blikastúlkur skilið við þessa Stjörnugrýlu sem farin var að myndast eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð gegn Stjörnunni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Fyrir leik höfðu leikmenn beggja liða talað um að þetta yrði baráttuleikur og það reyndist vera hárrétt mat. Fyrstu 25 mínúturnar virtust leikmenn liðanna vera nokkuð stressaðir, feilsendingar voru algengar og mikið um innköst. Strax á 10. mínútu komst Fanndís Friðriksdóttir í gott færi eftir að hún hnoðaði sér í gegnum miðja vörn Stjörnunnar. Sandra Sigurðardóttir í markinu var þó vel á verði og hrifsaði boltann af löppum Fanndísar áður en hún náði skoti. Það var á þessum upphafsmínútum sem jafnræði var á milli liðanna. Stjörnustúlkur sköpuðu sér nokkur hálffæri, það besta líklega á 27. mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir fékk boltann við markteigshorn Blika en skóflaði boltanum hátt yfir. Eftir þetta náðu Blikastúlkur yfirhöndinni og litu varla til baka. Sóknarleikur Blika fór að mestu leyti gegnum Fanndísi en beinskeytt hlaup hennar ollu vörn Stjörnunnar miklum erfiðleikum. Það var eftir eitt slíkt sem Telma Hjaltalín Þrastardóttir fékk tvo virkilega góð færi. Fanndís skeiðaði upp allann völlinn eftir hornspyrnu Stjörnunnar, renndi boltanum á Telmu sem hefði átt að gera betur í tvígang, í fyrra skiptið varði Sandra vel en skot Telmu úr frákastinu fór framhjá. Þetta var formúlan að eina marki leiksins skömmu síðar. Fanndís hljóp upp allan vinstri kantinn, lék á varnarmann Stjörnunnar og renndi boltanum á Telmu sem var ein í teignum og laumaði boltanum framhjá Söndru í markinu. Virkilega vel gert hjá Fanndísi og Telmu sem unnu vel saman í framlínu Blika í kvöld. Blikar höfðu yfirhöndina í seinni hálfleik og yfirleitt var það Fanndís sem olli mestum usla fram á við. Í hvert skipti sem hún fékk boltann tók hún á rás að marki með eitt í huga. Hún var nálægt því að skora á 59. mínútu eftir einn slíkan sprett en aftur var Sandra vel á verði. Þegar um hálftími var eftir bökkuðu Blikastúlkur og leyfðu Stjörnustúlkum að sækja á sig. Vörn Blika hélt þó vel og Stjörnunni tókst ekki að skapa sér eitt einasta opið færi í seinni hálfleik. Á 70. mínútu fór Fanndís út af og virtist hún halda í aftanvert lærið er hún gekk útaf. Stjarnan freistaði þess að ná í jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Vilhjálmur Alvar, ágætur dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem tyllti sér á topp Pepsi-deildar kvenna og er með fjögurra stiga forustu á Stjörnuna, fjögur stig sem gætu skilið á milli Íslandsmeistaratitilsins og 2. sætisins þegar stigin verða talin í haust.Rakel Hönnudóttir í baráttunni.Vísir/ErnirRakel: Komu brjálaðar til leiks Rakel Hönnudóttir fyrirliði Blika var að vonum ánægð með stigin þrjú hér í kvöld. Að hennar mati spilaði tapið gegn Stjörnunni á föstudag stóran þátt í sigri Breiðabliks í kvöld. „Við vorum náttúrulega pirraðar og reiðar yfir því að hafa tapað honum og líka að hafa tapað tveimur áður. Þannig að við komum brjálaðar til leiks. Það gáfu allar 150% prósent í leikinn og við uppskárum sigur,“ sagði Rakel. „Við vildum þetta aðeins meira. Þetta eru alltaf hörkuleikur á milli þessara liða og yfirleitt er það það sem skilur á milli.“Ásgerður Stefanía: Fá ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var þó ekki á sama máli og taldi sigurhrinu Stjörnunnar á Breiðabliki ekki skipta þær neinu máli hér í kvöld „Við fáum ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna. Við pældum ekkert í því. Kannski þeir sem eru fyrir utan okkur pæla meira í einhverjum innbyrðisviðureignum við Breiðablik. Við pældum bara í þremur stigum í Kópavoginum í dag,“ sagði hún við Vísi eftir leik. Aðspurð um aðrar ástæður fyrir tapinu sagði hún að það hefði vantað 5-10% upp á frammistöðu Stjörnunnar í kvöld: „Þetta er bara hörkuleikur sem gat dottið báðum megin alveg eins og á föstudaginn. Það vantaði kannski þessi 5-10% í þessum leik sem við höfðum í leiknum á föstudaginn.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá þessum liðum og næstu leikir eru toppslagir þegar Stjarnan tekur á móti Þór/KA og Breiðablik heimsækir Val. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Breiðablik vann gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir að hafa tapað þremur stórleikjum við Stjörnuna í röð sögðu Blikastúlkur skilið við þessa Stjörnugrýlu sem farin var að myndast eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð gegn Stjörnunni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Fyrir leik höfðu leikmenn beggja liða talað um að þetta yrði baráttuleikur og það reyndist vera hárrétt mat. Fyrstu 25 mínúturnar virtust leikmenn liðanna vera nokkuð stressaðir, feilsendingar voru algengar og mikið um innköst. Strax á 10. mínútu komst Fanndís Friðriksdóttir í gott færi eftir að hún hnoðaði sér í gegnum miðja vörn Stjörnunnar. Sandra Sigurðardóttir í markinu var þó vel á verði og hrifsaði boltann af löppum Fanndísar áður en hún náði skoti. Það var á þessum upphafsmínútum sem jafnræði var á milli liðanna. Stjörnustúlkur sköpuðu sér nokkur hálffæri, það besta líklega á 27. mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir fékk boltann við markteigshorn Blika en skóflaði boltanum hátt yfir. Eftir þetta náðu Blikastúlkur yfirhöndinni og litu varla til baka. Sóknarleikur Blika fór að mestu leyti gegnum Fanndísi en beinskeytt hlaup hennar ollu vörn Stjörnunnar miklum erfiðleikum. Það var eftir eitt slíkt sem Telma Hjaltalín Þrastardóttir fékk tvo virkilega góð færi. Fanndís skeiðaði upp allann völlinn eftir hornspyrnu Stjörnunnar, renndi boltanum á Telmu sem hefði átt að gera betur í tvígang, í fyrra skiptið varði Sandra vel en skot Telmu úr frákastinu fór framhjá. Þetta var formúlan að eina marki leiksins skömmu síðar. Fanndís hljóp upp allan vinstri kantinn, lék á varnarmann Stjörnunnar og renndi boltanum á Telmu sem var ein í teignum og laumaði boltanum framhjá Söndru í markinu. Virkilega vel gert hjá Fanndísi og Telmu sem unnu vel saman í framlínu Blika í kvöld. Blikar höfðu yfirhöndina í seinni hálfleik og yfirleitt var það Fanndís sem olli mestum usla fram á við. Í hvert skipti sem hún fékk boltann tók hún á rás að marki með eitt í huga. Hún var nálægt því að skora á 59. mínútu eftir einn slíkan sprett en aftur var Sandra vel á verði. Þegar um hálftími var eftir bökkuðu Blikastúlkur og leyfðu Stjörnustúlkum að sækja á sig. Vörn Blika hélt þó vel og Stjörnunni tókst ekki að skapa sér eitt einasta opið færi í seinni hálfleik. Á 70. mínútu fór Fanndís út af og virtist hún halda í aftanvert lærið er hún gekk útaf. Stjarnan freistaði þess að ná í jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Vilhjálmur Alvar, ágætur dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem tyllti sér á topp Pepsi-deildar kvenna og er með fjögurra stiga forustu á Stjörnuna, fjögur stig sem gætu skilið á milli Íslandsmeistaratitilsins og 2. sætisins þegar stigin verða talin í haust.Rakel Hönnudóttir í baráttunni.Vísir/ErnirRakel: Komu brjálaðar til leiks Rakel Hönnudóttir fyrirliði Blika var að vonum ánægð með stigin þrjú hér í kvöld. Að hennar mati spilaði tapið gegn Stjörnunni á föstudag stóran þátt í sigri Breiðabliks í kvöld. „Við vorum náttúrulega pirraðar og reiðar yfir því að hafa tapað honum og líka að hafa tapað tveimur áður. Þannig að við komum brjálaðar til leiks. Það gáfu allar 150% prósent í leikinn og við uppskárum sigur,“ sagði Rakel. „Við vildum þetta aðeins meira. Þetta eru alltaf hörkuleikur á milli þessara liða og yfirleitt er það það sem skilur á milli.“Ásgerður Stefanía: Fá ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var þó ekki á sama máli og taldi sigurhrinu Stjörnunnar á Breiðabliki ekki skipta þær neinu máli hér í kvöld „Við fáum ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna. Við pældum ekkert í því. Kannski þeir sem eru fyrir utan okkur pæla meira í einhverjum innbyrðisviðureignum við Breiðablik. Við pældum bara í þremur stigum í Kópavoginum í dag,“ sagði hún við Vísi eftir leik. Aðspurð um aðrar ástæður fyrir tapinu sagði hún að það hefði vantað 5-10% upp á frammistöðu Stjörnunnar í kvöld: „Þetta er bara hörkuleikur sem gat dottið báðum megin alveg eins og á föstudaginn. Það vantaði kannski þessi 5-10% í þessum leik sem við höfðum í leiknum á föstudaginn.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá þessum liðum og næstu leikir eru toppslagir þegar Stjarnan tekur á móti Þór/KA og Breiðablik heimsækir Val.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira