TF-SIF liðsinnti við björgun 5000 flóttamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2015 18:24 Flóttamenn sem bjargað var fyrr í mánuðinum. VÍSIR/AP Rúmlega fimm þúsund flóttamönnum á leið sinni til Evrópu var bjargað á Miðjarðarhafi á dögunum. Björgunin, sem féll undir hina svokölluðu Triton-áætlun, var framkvæmd af fjölþjóðlegu liði evrópskra björgunarmanna, þeirra á meðal Íslendinga. Flóttamönnunum sem bjargað var voru á leið sinni frá Líbíu um borð í 25 bátum þegar för þeirra var stöðvuð af skipum frá Ítalíu, Bretlandi, Möltu og Belgíu. Þá nutu þau liðsinnis úr lofti frá íslenskum og finnskum flugvélum, er fram kemur á vef landamærastofnunar Evrópusambandsins (Frontex) en TF-Sif, eftirlitsflugvél landhelgisgæslunnar, hefur sinnt eftirliti á vegum stofnunarinnar við Miðjarðarhaf undanfarin misseri.TF-SIFVÍSIR/VILELMÞá fundust einnig lík 17 flóttamanna sem komið var á land í Sikiley þar sem reynt verður að bera kennsl á þau. Flóttamennirnir fimm þúsund verða fluttir til Ítalíu þar sem þeir bætast í hóp þeirra rúmlega 40 þúsund flóttamanna sem komið hafa til landsins í ár. Flestir þeirra eru að flýja glundroðann í Líbíu sem ríkt hefur allt frá því að einræðisherra landsins, Múammar Gaddafi, var steypt af stóli fyrir liðlega fjórum árum síðan. Að sögn forstöðumanns Frontex, Fabrice Leggeri, er þetta stærsta einstaka björgun sem stofnunin hefur ráðist í á árinu. Tríton-áætlun Frontex var komið á laggirnar í apríl síðastliðnum eftir að 800 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Líbíu. Flóttamenn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Rúmlega fimm þúsund flóttamönnum á leið sinni til Evrópu var bjargað á Miðjarðarhafi á dögunum. Björgunin, sem féll undir hina svokölluðu Triton-áætlun, var framkvæmd af fjölþjóðlegu liði evrópskra björgunarmanna, þeirra á meðal Íslendinga. Flóttamönnunum sem bjargað var voru á leið sinni frá Líbíu um borð í 25 bátum þegar för þeirra var stöðvuð af skipum frá Ítalíu, Bretlandi, Möltu og Belgíu. Þá nutu þau liðsinnis úr lofti frá íslenskum og finnskum flugvélum, er fram kemur á vef landamærastofnunar Evrópusambandsins (Frontex) en TF-Sif, eftirlitsflugvél landhelgisgæslunnar, hefur sinnt eftirliti á vegum stofnunarinnar við Miðjarðarhaf undanfarin misseri.TF-SIFVÍSIR/VILELMÞá fundust einnig lík 17 flóttamanna sem komið var á land í Sikiley þar sem reynt verður að bera kennsl á þau. Flóttamennirnir fimm þúsund verða fluttir til Ítalíu þar sem þeir bætast í hóp þeirra rúmlega 40 þúsund flóttamanna sem komið hafa til landsins í ár. Flestir þeirra eru að flýja glundroðann í Líbíu sem ríkt hefur allt frá því að einræðisherra landsins, Múammar Gaddafi, var steypt af stóli fyrir liðlega fjórum árum síðan. Að sögn forstöðumanns Frontex, Fabrice Leggeri, er þetta stærsta einstaka björgun sem stofnunin hefur ráðist í á árinu. Tríton-áætlun Frontex var komið á laggirnar í apríl síðastliðnum eftir að 800 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Líbíu.
Flóttamenn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent