„Kröfugerðir auka ekki ójöfnuð“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2015 13:55 Vísir/VIlhelm „Í umræðunni þessa dagana er mikið rætt um áhrif kröfugerða stéttarfélaganna á atvinnuleysi og jöfnuð í samfélaginu. Því hefur verið haldið fram að um þriðjungi fleiri gætu misst vinnuna nú en í hruninu.“ Þetta skrifar Viðar Ingason, hagfræðingur, á vef VR. Hann segir að á árunum 2003 til 2007 hafi að jafnaði verið 4.800 atvinnulausir í hverjum mánuði, en í nóvember árið 2010 hafi 16.500 verið án atvinnu og hafi þeir aldrei verið fleiri. Því megi áætla gróflega að um 11.700 manns hafi misst vinnuna við fall fjármálakerfisins. „Nú halda sumir því fram að allt að 16.000 manns gætu misst vinnuna – eingöngu vegna launahækkana. Þá hefur því einnig verið haldið fram að ójöfnuður muni aukast gangi kröfur verkalýðsfélaganna eftir - þrátt fyrir að flest félögin krefjast sérstakrar hækkunar lágmarkslauna.“ Hann segir að þeir sem haldi því fram að kröfugerðirnar muni draga úr jöfnuði bendi á þeir tekjulægri séu berskjaldaðri gagnvart verðbólgu en aðrir. Gangi kröfur félaganna eftir muni verðbólga aukast, þ.e. neysluvörur muni hækka í verði sem komi þeim tekjulægstu verst. „Mæling á jöfnuði hefur hins vegar ekkert með neyslu að gera. Jöfnuður mælir hvernig heildartekjum í hagkerfinu er skipt milli tekjuhópa. Gini stuðullinn er almennt notaður við útreikninga á tekjujöfnuði og þar kemur neysla hvergi við sögu.“ Þar að auki bendir Viðar á að í Kröfugerð VR, og flestra annarra verkalýðsfélaga, sé farið fram á hækkun lægstu launa og millitekjuhópurinn sé varinn. „Kröfugerðirnar hvetja þannig til aukins jafnaðar, ekki minni. Þó hækkun lægstu launa færi upp allan launastigann, myndi jöfnuður í það minnsta haldast í því sem hann er í dag, en ekki minnka.“ Daði segir einnig að síðustu 25 árin megi finna nokkur tímabil þar sem laun hafi hækkað mikið milli ársfjórðunga. Í öll skiptin hafi atvinnuleysi verið minna ári seinna. Því hefur verið haldið fram allt að 16 þúsund manns gætu misst vinnuna gangi kröfur verkalýðshreyfingarinnar eftir. „Tölur sýna að atvinnuleysi hefur lækkað jafnt og þétt frá ársbyrjun svo á þeim hraða sem atvinnuleysi 2011. Atvinnuleysi hélt áfram að lækka eftir samningana 2011, þrátt fyrir að þeir séu almennt taldir hafa gengið of langt. Engin breyting var minnkaði eftir samningana 2014, en margir hafa haldið því fram að þeir samningar hafi stuðlað að lækkun atvinnuleysis.“ „Þær staðreyndir sem ég hef bent á hér eru í mikilli andstöðu við það sem haldið hefur verið fram í umræðunni undanfarnar vikur. Kröfugerðir VR og LÍV auka ekki ójöfnuð eða atvinnuleysi.“ Verkfall 2016 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Í umræðunni þessa dagana er mikið rætt um áhrif kröfugerða stéttarfélaganna á atvinnuleysi og jöfnuð í samfélaginu. Því hefur verið haldið fram að um þriðjungi fleiri gætu misst vinnuna nú en í hruninu.“ Þetta skrifar Viðar Ingason, hagfræðingur, á vef VR. Hann segir að á árunum 2003 til 2007 hafi að jafnaði verið 4.800 atvinnulausir í hverjum mánuði, en í nóvember árið 2010 hafi 16.500 verið án atvinnu og hafi þeir aldrei verið fleiri. Því megi áætla gróflega að um 11.700 manns hafi misst vinnuna við fall fjármálakerfisins. „Nú halda sumir því fram að allt að 16.000 manns gætu misst vinnuna – eingöngu vegna launahækkana. Þá hefur því einnig verið haldið fram að ójöfnuður muni aukast gangi kröfur verkalýðsfélaganna eftir - þrátt fyrir að flest félögin krefjast sérstakrar hækkunar lágmarkslauna.“ Hann segir að þeir sem haldi því fram að kröfugerðirnar muni draga úr jöfnuði bendi á þeir tekjulægri séu berskjaldaðri gagnvart verðbólgu en aðrir. Gangi kröfur félaganna eftir muni verðbólga aukast, þ.e. neysluvörur muni hækka í verði sem komi þeim tekjulægstu verst. „Mæling á jöfnuði hefur hins vegar ekkert með neyslu að gera. Jöfnuður mælir hvernig heildartekjum í hagkerfinu er skipt milli tekjuhópa. Gini stuðullinn er almennt notaður við útreikninga á tekjujöfnuði og þar kemur neysla hvergi við sögu.“ Þar að auki bendir Viðar á að í Kröfugerð VR, og flestra annarra verkalýðsfélaga, sé farið fram á hækkun lægstu launa og millitekjuhópurinn sé varinn. „Kröfugerðirnar hvetja þannig til aukins jafnaðar, ekki minni. Þó hækkun lægstu launa færi upp allan launastigann, myndi jöfnuður í það minnsta haldast í því sem hann er í dag, en ekki minnka.“ Daði segir einnig að síðustu 25 árin megi finna nokkur tímabil þar sem laun hafi hækkað mikið milli ársfjórðunga. Í öll skiptin hafi atvinnuleysi verið minna ári seinna. Því hefur verið haldið fram allt að 16 þúsund manns gætu misst vinnuna gangi kröfur verkalýðshreyfingarinnar eftir. „Tölur sýna að atvinnuleysi hefur lækkað jafnt og þétt frá ársbyrjun svo á þeim hraða sem atvinnuleysi 2011. Atvinnuleysi hélt áfram að lækka eftir samningana 2011, þrátt fyrir að þeir séu almennt taldir hafa gengið of langt. Engin breyting var minnkaði eftir samningana 2014, en margir hafa haldið því fram að þeir samningar hafi stuðlað að lækkun atvinnuleysis.“ „Þær staðreyndir sem ég hef bent á hér eru í mikilli andstöðu við það sem haldið hefur verið fram í umræðunni undanfarnar vikur. Kröfugerðir VR og LÍV auka ekki ójöfnuð eða atvinnuleysi.“
Verkfall 2016 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira