Hver eru réttindi flugfarþega ef til verkfalla kemur? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 11:26 Frá Keflavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Ívar Halldórsson, lögfræðingur Neytendasamtakanna, segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef til verkfalla starfsmanna í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli kemur. Starfsmennirnir hafa boðað til tveggja sólarhringa verkfalls 31. maí og 1. júní eða í tvo sólarhringa, náist ekki samningar. Ótímabundið verkfall er boðað 6. júní. Ef til verkfallsins kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á flugsamgöngur og gæti þurft að fresta öllu flugi. Starfsmenn flugafgreiðsluaðila þjónusta flugfélög á Keflavíkurflugvelli meðal annars við eldsneytisafgreiðslu, innritun og að hlaða farangri um borð í flugvélar. Ívar segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef flugi seinkar um ákveðinn tíma eða er aflýst. „Í fyrsta lagi er það rétturinn til aðstoðar en það hvenær hann tekur gildi fer eftir því hversu löng flugferðin er í kílómetrum og hversu löng biðin er. Ef flugið er 1500 kílómetrar eða styttri „kikkar“ rétturinn inn ef biðin er tveir tímar eða lengri. Þegar flugið er 1500-3500 kílómetrar kemur rétturinn til skoðunar ef um er að ræða þriggja klukkustunda seinkun og svo er það fjögurra klukkustunda seinkun ef flugið er lengra en 3500 kílómetrar.“ Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Ef að flugi er svo aflýst hafa farþegar val um að fá flugmiðann endurgreiddan eða að fá breytingu á flugleið á kostnað flugfélagsins. Gildir þá einu hvers vegna fluginu er aflýst. Rætt var við Ívar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gæti þurft að fresta öllu flugi Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. 6. maí 2015 13:54 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Ívar Halldórsson, lögfræðingur Neytendasamtakanna, segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef til verkfalla starfsmanna í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli kemur. Starfsmennirnir hafa boðað til tveggja sólarhringa verkfalls 31. maí og 1. júní eða í tvo sólarhringa, náist ekki samningar. Ótímabundið verkfall er boðað 6. júní. Ef til verkfallsins kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á flugsamgöngur og gæti þurft að fresta öllu flugi. Starfsmenn flugafgreiðsluaðila þjónusta flugfélög á Keflavíkurflugvelli meðal annars við eldsneytisafgreiðslu, innritun og að hlaða farangri um borð í flugvélar. Ívar segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef flugi seinkar um ákveðinn tíma eða er aflýst. „Í fyrsta lagi er það rétturinn til aðstoðar en það hvenær hann tekur gildi fer eftir því hversu löng flugferðin er í kílómetrum og hversu löng biðin er. Ef flugið er 1500 kílómetrar eða styttri „kikkar“ rétturinn inn ef biðin er tveir tímar eða lengri. Þegar flugið er 1500-3500 kílómetrar kemur rétturinn til skoðunar ef um er að ræða þriggja klukkustunda seinkun og svo er það fjögurra klukkustunda seinkun ef flugið er lengra en 3500 kílómetrar.“ Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Ef að flugi er svo aflýst hafa farþegar val um að fá flugmiðann endurgreiddan eða að fá breytingu á flugleið á kostnað flugfélagsins. Gildir þá einu hvers vegna fluginu er aflýst. Rætt var við Ívar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gæti þurft að fresta öllu flugi Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. 6. maí 2015 13:54 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Gæti þurft að fresta öllu flugi Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. 6. maí 2015 13:54