Pape: Erfitt að spila þegar maður nýtur ekki stuðnings þjálfara Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2015 01:37 Pape Mamadou Faye hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Víking. vísir „Kæru vinir mínir og félagar, ég vil fá tækifæri til að útskýra mitt mál eftir allt sem hefur gengið á í dag í fjölmiðlum.“ Svona byrjar Facebook-færsla framherjans Pape Mamadou Faye sem hann skrifaði laust eftir klukkan eitt aðfaranótt laugardags. Pape er hættur hjá Pepsi-deildar liði Víkings eins og Vísir greindi frá í gærmorgun. Pape tilkynnti þjálfurum og leikmönnum Víkings á æfingu í fyrradag að hann væri hættur og hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Þessi 24 ára gamli framherji kom til Víkings veturinn 2012 og átti stóran þátt í að koma liðinu upp úr 1. deildinni sumarið 2013. Þá var hann markahæsti leikmaður Víkings í Pepsi-deildinni í fyrra þegar liðið nældi sér í Evrópusæti í fyrsta sinn í 23 ár.Pape skoraði átta mörk í fyrra.vísir/pjeturEkki metinn fyrir það sem ég geri best „Ég hef upplifað bæði frábæra og erfiða tíma hjá þessu félagi og er ég þakklátur fyrir minn tíma og reynslu hjá Víkingi,“ segir Pape. Hann segist hafa fengið nóg á síðustu vikum og farið á nokkra fundi með þjálfurunun, Ólafi Þórðarsyni og Milosi Milojevic, þar sem hann sagði þeim hvernig honum liði og hvernig honum finndist þeirra aðgerðir ekki hafa gengið upp gagnvart sér. „Ég hef verið að glíma við að spila út úr stöðu og ekki vera metinn fyrir það sem ég geri best. Ég er uppalinn framherji og vill vera metinn fyrir mína frammistöðu og allt sem ég hef gert fyrir félagið,“ segir Pape. „Stundum er bara of erfitt að þola of mikla gagnrýni og vera ekki metinn af þjálfara félagsins. Ég vil meian að ég gaf mig allan fyrir Víking og var tilbúinn að taka þetta tímabil af krafti, en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf upp. Vona ég að Víkingi gangi vel út tímabilið.“Pape er ekki sáttur með Ólaf Þórðarson og Milos Milojevic.vísir/andri marinóEkkert sem gat hjálpað mér að þroskast Tímasetningin á þessum tíðindum hefur sætt furðu þar sem Pape er „læstur inni“ í félagaskiptaglugganum til 15. júlí. Hann segir tímasetninguna engu máli skipti. „Ég hef verið að hugsa þetta í smá tíma og ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig. Í fótbolta þarf þér að líða vel til að spila en þegar þú hefur ekki stuðnings þjálfara getur verið erfitt að spila með gleðinni,“ segir Pape. „Ég hef glímt við ástríðuna að spila fótbolta. Undanfarin ár hef ég sýnt þolinmæði á skipulagi þjálfara og félagsins en ég sá ekki neitt sem gat hjálpað mér að þroskast sem leikmaður hjá þessu félagi lengur.“Byrjunin á Facebook-færslunni.mynd/facebookEkki hættur í fótbolta Pape bætir við að hann hafi ætlað að harka af sér og klára tímabilið en hann varð að bregðast við fyrir sjálfan sig og þá biður hann alla þá sem urðu fyrir vonbrigðum með ákvörðunina afsökunar. „Á sama tíma von ég að þeir geti sýnt minni ákvörðun skilning og því sem ég er að ganga í gegnum. Framhaldið er óljóst eins og staðan er núna en eitt er víst að ég er langt frá því að hætta í fótbolta,“ segir Pape Mamadou Faye. Lokaorðin gefa nokkuð ljóst til kynna að Pape mun reyna komast í annað félag þegar glugginn opnar 15. júlí, en hann er samningsbundinn Víkingum út tímabilið. Hvort hann geri starfslokasamning við Víking á eftir að koma í ljós, en samkvæmt heimildum Vísis hafa mörg félög áhuga á að fá Pape í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
„Kæru vinir mínir og félagar, ég vil fá tækifæri til að útskýra mitt mál eftir allt sem hefur gengið á í dag í fjölmiðlum.“ Svona byrjar Facebook-færsla framherjans Pape Mamadou Faye sem hann skrifaði laust eftir klukkan eitt aðfaranótt laugardags. Pape er hættur hjá Pepsi-deildar liði Víkings eins og Vísir greindi frá í gærmorgun. Pape tilkynnti þjálfurum og leikmönnum Víkings á æfingu í fyrradag að hann væri hættur og hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Þessi 24 ára gamli framherji kom til Víkings veturinn 2012 og átti stóran þátt í að koma liðinu upp úr 1. deildinni sumarið 2013. Þá var hann markahæsti leikmaður Víkings í Pepsi-deildinni í fyrra þegar liðið nældi sér í Evrópusæti í fyrsta sinn í 23 ár.Pape skoraði átta mörk í fyrra.vísir/pjeturEkki metinn fyrir það sem ég geri best „Ég hef upplifað bæði frábæra og erfiða tíma hjá þessu félagi og er ég þakklátur fyrir minn tíma og reynslu hjá Víkingi,“ segir Pape. Hann segist hafa fengið nóg á síðustu vikum og farið á nokkra fundi með þjálfurunun, Ólafi Þórðarsyni og Milosi Milojevic, þar sem hann sagði þeim hvernig honum liði og hvernig honum finndist þeirra aðgerðir ekki hafa gengið upp gagnvart sér. „Ég hef verið að glíma við að spila út úr stöðu og ekki vera metinn fyrir það sem ég geri best. Ég er uppalinn framherji og vill vera metinn fyrir mína frammistöðu og allt sem ég hef gert fyrir félagið,“ segir Pape. „Stundum er bara of erfitt að þola of mikla gagnrýni og vera ekki metinn af þjálfara félagsins. Ég vil meian að ég gaf mig allan fyrir Víking og var tilbúinn að taka þetta tímabil af krafti, en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf upp. Vona ég að Víkingi gangi vel út tímabilið.“Pape er ekki sáttur með Ólaf Þórðarson og Milos Milojevic.vísir/andri marinóEkkert sem gat hjálpað mér að þroskast Tímasetningin á þessum tíðindum hefur sætt furðu þar sem Pape er „læstur inni“ í félagaskiptaglugganum til 15. júlí. Hann segir tímasetninguna engu máli skipti. „Ég hef verið að hugsa þetta í smá tíma og ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig. Í fótbolta þarf þér að líða vel til að spila en þegar þú hefur ekki stuðnings þjálfara getur verið erfitt að spila með gleðinni,“ segir Pape. „Ég hef glímt við ástríðuna að spila fótbolta. Undanfarin ár hef ég sýnt þolinmæði á skipulagi þjálfara og félagsins en ég sá ekki neitt sem gat hjálpað mér að þroskast sem leikmaður hjá þessu félagi lengur.“Byrjunin á Facebook-færslunni.mynd/facebookEkki hættur í fótbolta Pape bætir við að hann hafi ætlað að harka af sér og klára tímabilið en hann varð að bregðast við fyrir sjálfan sig og þá biður hann alla þá sem urðu fyrir vonbrigðum með ákvörðunina afsökunar. „Á sama tíma von ég að þeir geti sýnt minni ákvörðun skilning og því sem ég er að ganga í gegnum. Framhaldið er óljóst eins og staðan er núna en eitt er víst að ég er langt frá því að hætta í fótbolta,“ segir Pape Mamadou Faye. Lokaorðin gefa nokkuð ljóst til kynna að Pape mun reyna komast í annað félag þegar glugginn opnar 15. júlí, en hann er samningsbundinn Víkingum út tímabilið. Hvort hann geri starfslokasamning við Víking á eftir að koma í ljós, en samkvæmt heimildum Vísis hafa mörg félög áhuga á að fá Pape í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira