Þráinn: Heimsklassaefni að koma upp Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2015 22:00 Það verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttamönnum í sumar, en efniviðurinn er sá besti sem komið hefur fram í áratug. Þetta segir Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR. Fimmtíu Íslenskir keppendur taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Laugardalsvelli, en leikarnir fara fram annan til sjötta júní. „Við erum með mjög öflugt lið núna, alhliða og sterkt lið. Það er fimmtíu manna lið og tveir menn í hverri einustu grein frá Íslandi. Markmiðið er að sigra frjálsíþróttarkeppnina og fá flest verðlaun allra þjóða,” sagði Þráinn í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en eftir Smáþjóðaleikana rekur hvert mótið annað. Eftir smáþjóðaleikina verður mikið um að vera hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en hvert mótið rekur annað. „Það er Evrópukeppni landsliða þar sem við erum að keppa í efri deildum, en við höfum verið að keppa áður. Þar er einn keppandi í hverri grein fyrir Íslands hönd og þar förum við með sterkara lið en nokkru sinnu áður.” „Svo eru Evrópumeistaramót 22 ára og yngri og 19 ára og yngri. Þar er til dæmis Aníta Hinriksdóttir í undir 19 ára mótinu að verja sinn Evrópumeistaratitil síðan fyrir tveimur árum síðan.” „Síðan er Hilmar Örn í sleggjukastinu sem var sjöundi fyrir tveimur árum og hann er aftur núna, en þarna eru tveir keppendur sem eiga mjög góða möguleika að vera í allra fremstu röð.” Það er langt síðan jafn góður efniviður hefur verið til staðar í frjálsum íþróttum hér á landi. Þar er Aníta Hinriksdóttir feti framar, en fleiri eru á leiðinni. „Það er stór hópur af mjög efnilegum, heimsklassaefnum að koma upp. Við þurfum að fóstra þau vel og halda mjgö vel utan um þau í þjálfuninni og aðstöðunni og skapa þeim möguleika á að þróast í heimsklassafólk eins og þau hafa hæfileika til, en þau þurfa einnig að leggja mikið á sig,” sagði Þráinn við Guðjón að lokum. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Það verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttamönnum í sumar, en efniviðurinn er sá besti sem komið hefur fram í áratug. Þetta segir Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR. Fimmtíu Íslenskir keppendur taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Laugardalsvelli, en leikarnir fara fram annan til sjötta júní. „Við erum með mjög öflugt lið núna, alhliða og sterkt lið. Það er fimmtíu manna lið og tveir menn í hverri einustu grein frá Íslandi. Markmiðið er að sigra frjálsíþróttarkeppnina og fá flest verðlaun allra þjóða,” sagði Þráinn í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en eftir Smáþjóðaleikana rekur hvert mótið annað. Eftir smáþjóðaleikina verður mikið um að vera hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en hvert mótið rekur annað. „Það er Evrópukeppni landsliða þar sem við erum að keppa í efri deildum, en við höfum verið að keppa áður. Þar er einn keppandi í hverri grein fyrir Íslands hönd og þar förum við með sterkara lið en nokkru sinnu áður.” „Svo eru Evrópumeistaramót 22 ára og yngri og 19 ára og yngri. Þar er til dæmis Aníta Hinriksdóttir í undir 19 ára mótinu að verja sinn Evrópumeistaratitil síðan fyrir tveimur árum síðan.” „Síðan er Hilmar Örn í sleggjukastinu sem var sjöundi fyrir tveimur árum og hann er aftur núna, en þarna eru tveir keppendur sem eiga mjög góða möguleika að vera í allra fremstu röð.” Það er langt síðan jafn góður efniviður hefur verið til staðar í frjálsum íþróttum hér á landi. Þar er Aníta Hinriksdóttir feti framar, en fleiri eru á leiðinni. „Það er stór hópur af mjög efnilegum, heimsklassaefnum að koma upp. Við þurfum að fóstra þau vel og halda mjgö vel utan um þau í þjálfuninni og aðstöðunni og skapa þeim möguleika á að þróast í heimsklassafólk eins og þau hafa hæfileika til, en þau þurfa einnig að leggja mikið á sig,” sagði Þráinn við Guðjón að lokum. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira