Óformlegur fundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga í gær skilaði engu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 12:15 Verkfallið hefur mikil áhrif á starfsemi spítala og heilsugæslustöðva, segir Ólafur. Vísir/Vilhelm Óformlegur fundur átti sér stað á milli samninganefnda hjúkrunarfræðinga og ríkisins í gær. Ekkert þokaðist í átt að samkomulagi á þeim fundi. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. Áttatíu undanþágubeiðnir höfðu verið samþykktar til viðbótar við neyðarmönnunarlista velferðarráðuneytisins áður en verkfallið skall á. „Eftir því sem ég kemst næst þá gekk nóttin bara stóráfallalaust fyrir sig en þegar í gærkvöldi höfðum við samþykkt áttatíu undanþágubeiðnir til viðbótar við þá öryggislista sem liggja fyrir,“ segir hann. Hvaða deildir og sjúkrahús voru það sem fóru fram á þessar umfram undanþágur? „Þetta voru sjúkrahús víðs vegar um landið og Landspítalinn líka. Að hluta til voru þetta stöður sem hafði hreinlega láðst að setja inn á öryggislistann, margir stjórnendur, en einnig þurftum við að bregðast við ástandinu á sumum deildum þar sem þurfti að bæta við hjúkrunarfræðingum til að sinna þeirri þjónustu sem þurfti að sinna,“ segir Ólafur Þrátt fyrir auknar undanþágur er staðan ekki góð á spítölum landsins. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemina. „Og ekki síst heilsugæsluna þar sem þarf að fresta ung- og smábarnavernd og vaktþjónustu hjúkrunarfræðinga og allri skólahjúkrun,“ segir Ólafur Enginn fundur hafði verið boðaður í deilunni í gær en Ólafur segir að óformlegur fundur hafi farið fram á milli deiluaðila. Ekki hefur verið boðað til formlegs fundar í dag. „Það var óformlegur fundur í gær með samninganefnd ríkisins en við þokuðumst ekkert nær samkomulagsátt á þeim fundi,“ Verkfallið sem skall á á miðnætti nær til allra hjúkrunarfræðinga á landinu. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur áðurnefnd undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. 27. maí 2015 07:27 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Óformlegur fundur átti sér stað á milli samninganefnda hjúkrunarfræðinga og ríkisins í gær. Ekkert þokaðist í átt að samkomulagi á þeim fundi. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. Áttatíu undanþágubeiðnir höfðu verið samþykktar til viðbótar við neyðarmönnunarlista velferðarráðuneytisins áður en verkfallið skall á. „Eftir því sem ég kemst næst þá gekk nóttin bara stóráfallalaust fyrir sig en þegar í gærkvöldi höfðum við samþykkt áttatíu undanþágubeiðnir til viðbótar við þá öryggislista sem liggja fyrir,“ segir hann. Hvaða deildir og sjúkrahús voru það sem fóru fram á þessar umfram undanþágur? „Þetta voru sjúkrahús víðs vegar um landið og Landspítalinn líka. Að hluta til voru þetta stöður sem hafði hreinlega láðst að setja inn á öryggislistann, margir stjórnendur, en einnig þurftum við að bregðast við ástandinu á sumum deildum þar sem þurfti að bæta við hjúkrunarfræðingum til að sinna þeirri þjónustu sem þurfti að sinna,“ segir Ólafur Þrátt fyrir auknar undanþágur er staðan ekki góð á spítölum landsins. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemina. „Og ekki síst heilsugæsluna þar sem þarf að fresta ung- og smábarnavernd og vaktþjónustu hjúkrunarfræðinga og allri skólahjúkrun,“ segir Ólafur Enginn fundur hafði verið boðaður í deilunni í gær en Ólafur segir að óformlegur fundur hafi farið fram á milli deiluaðila. Ekki hefur verið boðað til formlegs fundar í dag. „Það var óformlegur fundur í gær með samninganefnd ríkisins en við þokuðumst ekkert nær samkomulagsátt á þeim fundi,“ Verkfallið sem skall á á miðnætti nær til allra hjúkrunarfræðinga á landinu. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur áðurnefnd undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. 27. maí 2015 07:27 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. 27. maí 2015 07:27
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels