Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Bjarki Ármannsson skrifar 28. maí 2015 13:45 Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Stefán Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann. Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var meðal annars kallaður á vettvang til að vera starfsfólki innan handar.Ósátt með aðstöðuna „Tækið er bara orðið svo lélegt að við eigum alltaf von á því að það stoppi,“ segir Sigrún Bjarnadóttir, ein þeirra geislafræðinga sem kallaðir voru út vegna slyssins. „Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa komið upp á þessum tíma.“ Eitt sneiðmyndatæki er á Landspítalanum í Fossvogi og annað á spítalanum við Hringbraut. Sigrún bendir á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem sneiðmyndatækið bregst. „Þetta er nefnilega einn þátturinn sem er verið að mótmæla. Það eru ekki bara launin, það er vinnuaðstaðan sem er verið að bjóða okkur upp á,“ segir Sigrún. Sem kunnugt er, eru geislafræðingar meðal þeirra hópa innan BHM sem tekið hafa þátt í verkfallsaðgerðum undanfarnar vikur. Sigrún segir þó að ekki hafi staðið á þeim geislafræðingum sem kallaðir voru út vegna slyssins að mæta, en þeir voru á fundi klukkan tíu þegar útkallið barst.Ekki vitað hvort töfin hafi haft áhrif Sneiðmyndatækið er notað til að meta stöðu sjúklinga svo hægt sé að bregðast rétt við. Í þessu tilfelli var ekki hægt að hefja skurðaðgerð á ferðamönnunum tveimur fyrr en tækið var aftur komið í lag. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og sennilega ennþá í skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann. Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var meðal annars kallaður á vettvang til að vera starfsfólki innan handar.Ósátt með aðstöðuna „Tækið er bara orðið svo lélegt að við eigum alltaf von á því að það stoppi,“ segir Sigrún Bjarnadóttir, ein þeirra geislafræðinga sem kallaðir voru út vegna slyssins. „Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa komið upp á þessum tíma.“ Eitt sneiðmyndatæki er á Landspítalanum í Fossvogi og annað á spítalanum við Hringbraut. Sigrún bendir á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem sneiðmyndatækið bregst. „Þetta er nefnilega einn þátturinn sem er verið að mótmæla. Það eru ekki bara launin, það er vinnuaðstaðan sem er verið að bjóða okkur upp á,“ segir Sigrún. Sem kunnugt er, eru geislafræðingar meðal þeirra hópa innan BHM sem tekið hafa þátt í verkfallsaðgerðum undanfarnar vikur. Sigrún segir þó að ekki hafi staðið á þeim geislafræðingum sem kallaðir voru út vegna slyssins að mæta, en þeir voru á fundi klukkan tíu þegar útkallið barst.Ekki vitað hvort töfin hafi haft áhrif Sneiðmyndatækið er notað til að meta stöðu sjúklinga svo hægt sé að bregðast rétt við. Í þessu tilfelli var ekki hægt að hefja skurðaðgerð á ferðamönnunum tveimur fyrr en tækið var aftur komið í lag. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og sennilega ennþá í skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24