Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2015 13:40 Michel Platini, forseti UEFA og Sepp Blatter. Vísir/Getty Michel Platini, forseti UEFA, segir að mikil óvissa verði um framhald samvinna UEFA og FIFA fari svo að Sepp Blatter verði kosinn forseti FIFA fimmta kjörtímabilið í röð. Aðildarlönd UEFA ætla að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA en það kom í ljós á fundi fulltrúa evrópsku sambandanna í dag. „Ef herra Blatter vinnur þessar kosningar þá munu aðildarlönd UEFA hittast á fundi í Berlín til að ræða enn frekar samstarfið á milli UEFA og FIFA," sagði Platini. Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri fimmta kjörtímabilið í röð en hann hefur verið forseti FIFA frá því í júní 1998. Það er svart ský yfir FIFA því nú eru menn komnir með áþreifanlegar sannanir fyrir gríðarlegri spillingu meðal æðstu manna fótboltaheimsins. Platini var spurður um möguleikann á því að Evrópulöndin sniðgangi HM í Rússlandi 2018. „Við munum allavega halda fund þar sem við förum yfir alla möguleika," sagði Platini og bætti við: „Við getum ekki haldið áfram á þessari braut með FIFA," sagði Platini. Sepp Blatter neitaði að segja af sér þegar Platini bað hann um það í dag og lét það líta þannig út að ástæðan væri hversu stutt væri í ársþingið sem hefst á morgun. „Ef Sepp heldur áfram þá þýðir það að hann hefur enn mikinn stuðning innan knattspyrnuheimsins," sagði Platini. Michel Platini telur sig vera viss um að jórdanski prinsinn Ali bin al Hussein hafi stuðning frá 53 Evrópulöndum en alls hafa 206 lönd atkvæðisrétt í forsetakosningunum og því þarf að fá stuðning frá löndum annarsstaðar í heiminum þar sem Blatter hefur staðið vel að vígi. Atburðir síðustu klukkutíma og sólarhringa hljóta samt að hrista upp í sumum þjóðum nú er þegar menn telja sig vera með sannanir fyrir áratuga langri spillingu innan FIFA. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Michel Platini, forseti UEFA, segir að mikil óvissa verði um framhald samvinna UEFA og FIFA fari svo að Sepp Blatter verði kosinn forseti FIFA fimmta kjörtímabilið í röð. Aðildarlönd UEFA ætla að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA en það kom í ljós á fundi fulltrúa evrópsku sambandanna í dag. „Ef herra Blatter vinnur þessar kosningar þá munu aðildarlönd UEFA hittast á fundi í Berlín til að ræða enn frekar samstarfið á milli UEFA og FIFA," sagði Platini. Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri fimmta kjörtímabilið í röð en hann hefur verið forseti FIFA frá því í júní 1998. Það er svart ský yfir FIFA því nú eru menn komnir með áþreifanlegar sannanir fyrir gríðarlegri spillingu meðal æðstu manna fótboltaheimsins. Platini var spurður um möguleikann á því að Evrópulöndin sniðgangi HM í Rússlandi 2018. „Við munum allavega halda fund þar sem við förum yfir alla möguleika," sagði Platini og bætti við: „Við getum ekki haldið áfram á þessari braut með FIFA," sagði Platini. Sepp Blatter neitaði að segja af sér þegar Platini bað hann um það í dag og lét það líta þannig út að ástæðan væri hversu stutt væri í ársþingið sem hefst á morgun. „Ef Sepp heldur áfram þá þýðir það að hann hefur enn mikinn stuðning innan knattspyrnuheimsins," sagði Platini. Michel Platini telur sig vera viss um að jórdanski prinsinn Ali bin al Hussein hafi stuðning frá 53 Evrópulöndum en alls hafa 206 lönd atkvæðisrétt í forsetakosningunum og því þarf að fá stuðning frá löndum annarsstaðar í heiminum þar sem Blatter hefur staðið vel að vígi. Atburðir síðustu klukkutíma og sólarhringa hljóta samt að hrista upp í sumum þjóðum nú er þegar menn telja sig vera með sannanir fyrir áratuga langri spillingu innan FIFA.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00
Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13
Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00
Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32
Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52