Ísland mætir með mjög fjölmennt landslið í frjálsum íþróttum á Smáþjóðaleikana sem fara fram í Reykjavík og hefjast í næstu viku.
Á heimsíðu Frjálsíþróttasamband Íslands kemur fram að Ísland hafi aldrei teflt fram svo fjölmennu landsliði á móti áður.
Keppnin í frjálsum fer fram á Laugardalsvellinum og tekur þrjá daga eða þriðjudaginn 2. júní, fimmtudaginn 4. júní og laugardaginn 6. júní. Opnunargreinar fyrsta daginn eru 100 m spretthlaup karla og kvenna.
Íslenska keppnisliðið skipa 27 karlar og 25 konur eða samtals 52 íþróttamenn.
Að jafnaði eru um 30 keppendur í eins manns liði í Evrópukeppni, en á leikunum verða tveir keppendur frá Íslandi í hverri grein.
Þetta íslenska frjálsíþróttafólk er um þriðjungur allra íslenskra keppenda á Smáþjóðaleikunum í ár.
ÍR ingar eiga stóran hluta liðsins en í ár koma 22 af 57 skráningu frá félögum úr ÍR eða 39%. FH ingar eiga næst flesta keppendur eða 15 og UFA koma þar á eftir með 7. Önnur félög sem eiga keppendur á leikunum eru Ármann, Breiðablik, Fjölnir, HSK og UMSS, samtals 8 lið.
Það er hægt að sjá alla íslensku keppenduna með því að smella hér.

