Matthew Bellamy, söngvari og gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Muse, segir að væntanleg plata þeirra sé að einhverju leyti innblásinn af bókinni Predators: The CIA‘s Drone War on Al Qaeda. En væntanlega plata Muse heitir einmitt Drones. Sagðist Bellamy hafa orðið fyrir smá sjokki þegar að hann las bókina og hafði hann ekki gert sér grein fyrir í hversu miklum mæli drónar voru notaðir. Sagðist hann hafa verið á því að Obama væri nokkuð viðkunnalegur náungi en eftir að hafa lesið bókina hafi hann komist að því að flesta morgna vakni Obama, fái sér morgunmat og rölti svo niður í stríðsherbergi þar sem hann taki svokallaðar drápsákvarðanir. Hann taki þessar ákvarðanir eftir að hafa fengið upplýsingar sem oft eru óáreiðanlegar.

Gríski fjármálaráðherrann hefur nút tjáð sig um orðróm þess efnis að eiginkona hans, Danae Stratoue, sé hin dularfulla gríska kona sem Pulp syngja um í laginu Common People. En sú saga fór í gang fyrir helgi þegar að grískt blað velti fyrir sér þeirri staðreynd að þau Jarvis Cocker, söngvari Pulp, og Stratou hafi bæði stundað nám við sama skóla í London um tíma. Fjármálaráðherrann sagði að hann hafi vissulega ekki þekkt eiginkonu sína á þessum tíma en hún hafi hinsvegar verið eini Grikkinn í skólanum á þessum árum og því ekki ólíklegt að hún væri umræddur nemandi sem Pulp sungu um.