Samtalið mætti vera öflugra og meira Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 11. maí 2015 21:40 Magnús Pétursson ríkissáttasemjari telur enn ekki tímabært að leggja fram miðlunartillögu í þeim málum sem eru á hans borði. Of mikið beri á milli deiluaðila um grundvallaratriði. Þetta kom fram í Umræðunni í kvöld. Þar lýsti ríkissáttasemjari þungum áhyggjum yfir boðuðum verkföllum í lok þessa mánaðar. „Ég held að það verði ekki mjög mikil þolinmæði eftir í landinu þegar svona stórir hópar eru komnir í verkfall,” segir Magnús. Magnús sagði bæði launþega og launagreiðendur hafa unnið vel saman eftir hrun, sem hafi ekki verið sjálfsagt, en í samningum 2013 og 2014 hafi verið farið að hrikta í þeim stoðum. „Það lá ljóst fyrir 2013 og 2014 að það voru ekki allir á eitt sáttir.” Aðspurður um traust milli deiluaðila og aðkomu ríkisvaldsins að samningum sagði Magnús langa hefð vera fyrir því að ríkið komi að kjarasamningum og að samtalið sé milli þessara þriggja aðila, launþega, launagreiðenda og ríkisins. Magnús sagði ríkið hafa tvíþætt hlutverk annars vegar sem vinnuveitandi en líka „sem leiðandi aðili í landinu fyrir afkomu fólks. Þar hefur ríkið mest að segja.“ Jafnframt sagði hann okkur ekki vera komin á þann stað að ríkið geti dregið sitt út úr kjarasamningum. „Ég held að ríkið eigi að vera þátttakandi í kjarasamningum,” segir hann. Hann sagðist hins vegar hafa skilning á því að ríkisvaldið legði ekki spilin á borðið áður en aðrir hefðu sýnt á sín spil: „Ríkið byrjar ekki að leggja á borðið án þess að vita hvað hinir ætla sér eða áforma. Þannig að þetta hangir saman. Ég held að þetta sé þriggja aðila samtal sem mætti vera öflugra og meira.”Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari telur enn ekki tímabært að leggja fram miðlunartillögu í þeim málum sem eru á hans borði. Of mikið beri á milli deiluaðila um grundvallaratriði. Þetta kom fram í Umræðunni í kvöld. Þar lýsti ríkissáttasemjari þungum áhyggjum yfir boðuðum verkföllum í lok þessa mánaðar. „Ég held að það verði ekki mjög mikil þolinmæði eftir í landinu þegar svona stórir hópar eru komnir í verkfall,” segir Magnús. Magnús sagði bæði launþega og launagreiðendur hafa unnið vel saman eftir hrun, sem hafi ekki verið sjálfsagt, en í samningum 2013 og 2014 hafi verið farið að hrikta í þeim stoðum. „Það lá ljóst fyrir 2013 og 2014 að það voru ekki allir á eitt sáttir.” Aðspurður um traust milli deiluaðila og aðkomu ríkisvaldsins að samningum sagði Magnús langa hefð vera fyrir því að ríkið komi að kjarasamningum og að samtalið sé milli þessara þriggja aðila, launþega, launagreiðenda og ríkisins. Magnús sagði ríkið hafa tvíþætt hlutverk annars vegar sem vinnuveitandi en líka „sem leiðandi aðili í landinu fyrir afkomu fólks. Þar hefur ríkið mest að segja.“ Jafnframt sagði hann okkur ekki vera komin á þann stað að ríkið geti dregið sitt út úr kjarasamningum. „Ég held að ríkið eigi að vera þátttakandi í kjarasamningum,” segir hann. Hann sagðist hins vegar hafa skilning á því að ríkisvaldið legði ekki spilin á borðið áður en aðrir hefðu sýnt á sín spil: „Ríkið byrjar ekki að leggja á borðið án þess að vita hvað hinir ætla sér eða áforma. Þannig að þetta hangir saman. Ég held að þetta sé þriggja aðila samtal sem mætti vera öflugra og meira.”Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira