Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Linda Blöndal skrifar 12. maí 2015 20:31 Íbúahópur gegn frekari stóriðju í Helguvík ásamt Hestamannafélaginu Mána hvöttu bæjarbúa Reykjanesbæjar til þátttöku í kröfugöngu sem hófst klukkan hálfsex í kvöld. Hópurinn vill að ný kísilmálmverksmiðja Thorsil fái ekki að rísa í Helguvík. Á annað hundrað, bæði menn og hestar, tóku þátt í göngunni frá smábátahöfninni í átt að ráðhúsinu. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, tók þar við kröfum þeirra. „Ég er bara ánægður að íbúar skuli hafa skoðun og koma því á framfæri sem þeir eru að hugsa,“ segir Friðjón. „Það er ekki oft sem það gerist. Við munum taka tillit til þessa í umræðunni. Ég er ekki tilbúinn að segja hér og nú hvað verður en ég mun kynna þetta mál inni í bæjarstjórn, það er ljóst.“ „Við viljum bara íbúalýðræði í bænum og við viljum að íbúar fái að koma að ákvarðanatöku í svona stóru máli,“ segir Guðmundur Auðun Gunnarsson, íbúi í Reykjanesbæ. Gunnar Eyjólfsson, formaður Mána, segir hestamenn í félaginu eðlilega hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri byggingu versins vegna staðsetningar þess. „Við erum innan við kílómeter frá kísilverinu,“ segir Gunnar. „Þarna eru um fimmtíu hesthús, fjögur hundruð hestar á húsi og svo er búið að rækta þarna upp 120 hektara land sem við beitum á sumrin síðustu fjörutíu árin.“Sýnt var beint frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hestar Tengdar fréttir Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag. 9. maí 2015 15:22 Forstjóri og rekstrarstjóri ráðnir fyrir kísilverksmiðju United Silicon hefur ráðið Helga Þórhallsson og Þórð Magnússon fyrir starfsemi fyrirtækisins í Helguvík. 14. apríl 2015 11:32 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Íbúahópur gegn frekari stóriðju í Helguvík ásamt Hestamannafélaginu Mána hvöttu bæjarbúa Reykjanesbæjar til þátttöku í kröfugöngu sem hófst klukkan hálfsex í kvöld. Hópurinn vill að ný kísilmálmverksmiðja Thorsil fái ekki að rísa í Helguvík. Á annað hundrað, bæði menn og hestar, tóku þátt í göngunni frá smábátahöfninni í átt að ráðhúsinu. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, tók þar við kröfum þeirra. „Ég er bara ánægður að íbúar skuli hafa skoðun og koma því á framfæri sem þeir eru að hugsa,“ segir Friðjón. „Það er ekki oft sem það gerist. Við munum taka tillit til þessa í umræðunni. Ég er ekki tilbúinn að segja hér og nú hvað verður en ég mun kynna þetta mál inni í bæjarstjórn, það er ljóst.“ „Við viljum bara íbúalýðræði í bænum og við viljum að íbúar fái að koma að ákvarðanatöku í svona stóru máli,“ segir Guðmundur Auðun Gunnarsson, íbúi í Reykjanesbæ. Gunnar Eyjólfsson, formaður Mána, segir hestamenn í félaginu eðlilega hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri byggingu versins vegna staðsetningar þess. „Við erum innan við kílómeter frá kísilverinu,“ segir Gunnar. „Þarna eru um fimmtíu hesthús, fjögur hundruð hestar á húsi og svo er búið að rækta þarna upp 120 hektara land sem við beitum á sumrin síðustu fjörutíu árin.“Sýnt var beint frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Hestar Tengdar fréttir Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag. 9. maí 2015 15:22 Forstjóri og rekstrarstjóri ráðnir fyrir kísilverksmiðju United Silicon hefur ráðið Helga Þórhallsson og Þórð Magnússon fyrir starfsemi fyrirtækisins í Helguvík. 14. apríl 2015 11:32 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00
Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag. 9. maí 2015 15:22
Forstjóri og rekstrarstjóri ráðnir fyrir kísilverksmiðju United Silicon hefur ráðið Helga Þórhallsson og Þórð Magnússon fyrir starfsemi fyrirtækisins í Helguvík. 14. apríl 2015 11:32