Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Linda Blöndal skrifar 12. maí 2015 20:31 Íbúahópur gegn frekari stóriðju í Helguvík ásamt Hestamannafélaginu Mána hvöttu bæjarbúa Reykjanesbæjar til þátttöku í kröfugöngu sem hófst klukkan hálfsex í kvöld. Hópurinn vill að ný kísilmálmverksmiðja Thorsil fái ekki að rísa í Helguvík. Á annað hundrað, bæði menn og hestar, tóku þátt í göngunni frá smábátahöfninni í átt að ráðhúsinu. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, tók þar við kröfum þeirra. „Ég er bara ánægður að íbúar skuli hafa skoðun og koma því á framfæri sem þeir eru að hugsa,“ segir Friðjón. „Það er ekki oft sem það gerist. Við munum taka tillit til þessa í umræðunni. Ég er ekki tilbúinn að segja hér og nú hvað verður en ég mun kynna þetta mál inni í bæjarstjórn, það er ljóst.“ „Við viljum bara íbúalýðræði í bænum og við viljum að íbúar fái að koma að ákvarðanatöku í svona stóru máli,“ segir Guðmundur Auðun Gunnarsson, íbúi í Reykjanesbæ. Gunnar Eyjólfsson, formaður Mána, segir hestamenn í félaginu eðlilega hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri byggingu versins vegna staðsetningar þess. „Við erum innan við kílómeter frá kísilverinu,“ segir Gunnar. „Þarna eru um fimmtíu hesthús, fjögur hundruð hestar á húsi og svo er búið að rækta þarna upp 120 hektara land sem við beitum á sumrin síðustu fjörutíu árin.“Sýnt var beint frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hestar Tengdar fréttir Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag. 9. maí 2015 15:22 Forstjóri og rekstrarstjóri ráðnir fyrir kísilverksmiðju United Silicon hefur ráðið Helga Þórhallsson og Þórð Magnússon fyrir starfsemi fyrirtækisins í Helguvík. 14. apríl 2015 11:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Íbúahópur gegn frekari stóriðju í Helguvík ásamt Hestamannafélaginu Mána hvöttu bæjarbúa Reykjanesbæjar til þátttöku í kröfugöngu sem hófst klukkan hálfsex í kvöld. Hópurinn vill að ný kísilmálmverksmiðja Thorsil fái ekki að rísa í Helguvík. Á annað hundrað, bæði menn og hestar, tóku þátt í göngunni frá smábátahöfninni í átt að ráðhúsinu. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, tók þar við kröfum þeirra. „Ég er bara ánægður að íbúar skuli hafa skoðun og koma því á framfæri sem þeir eru að hugsa,“ segir Friðjón. „Það er ekki oft sem það gerist. Við munum taka tillit til þessa í umræðunni. Ég er ekki tilbúinn að segja hér og nú hvað verður en ég mun kynna þetta mál inni í bæjarstjórn, það er ljóst.“ „Við viljum bara íbúalýðræði í bænum og við viljum að íbúar fái að koma að ákvarðanatöku í svona stóru máli,“ segir Guðmundur Auðun Gunnarsson, íbúi í Reykjanesbæ. Gunnar Eyjólfsson, formaður Mána, segir hestamenn í félaginu eðlilega hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri byggingu versins vegna staðsetningar þess. „Við erum innan við kílómeter frá kísilverinu,“ segir Gunnar. „Þarna eru um fimmtíu hesthús, fjögur hundruð hestar á húsi og svo er búið að rækta þarna upp 120 hektara land sem við beitum á sumrin síðustu fjörutíu árin.“Sýnt var beint frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Hestar Tengdar fréttir Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag. 9. maí 2015 15:22 Forstjóri og rekstrarstjóri ráðnir fyrir kísilverksmiðju United Silicon hefur ráðið Helga Þórhallsson og Þórð Magnússon fyrir starfsemi fyrirtækisins í Helguvík. 14. apríl 2015 11:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00
Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag. 9. maí 2015 15:22
Forstjóri og rekstrarstjóri ráðnir fyrir kísilverksmiðju United Silicon hefur ráðið Helga Þórhallsson og Þórð Magnússon fyrir starfsemi fyrirtækisins í Helguvík. 14. apríl 2015 11:32