Bara undir í tæpar fimm mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 06:00 Haukarnir spiluðu frábærlega í úrslitakeppninni. vísir/ernir Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í fyrrakvöld eftir þrjá sigra í röð á móti nýliðum Aftureldingar en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Hauka í fimm ár og jafnframt níundi titillinn hjá félaginu á þessari öld. Haukaliðið tapaði ekki leik alla úrslitakeppnina og vann liðin í 1. sæti (Valur), 2. sæti (Afturelding) og 4. sæti (FH) á leið sinni að titlinum. Fimm af átta sigrum Haukaliðsins í úrslitakeppninni komu því á útivelli. Haukar unnu ekki bara alla þrjá leikina á móti Mosfellingum, þeir voru líka með forystuna nær allan tímann í öllu einvíginu þrátt fyrir að spila tvo af leikjunum þremur á heimavelli Aftureldingar að Varmá. Afturelding komst aðeins fjórum sinnum yfir í leikjunum þremur og aldrei meira en eitt mark yfir. Þegar tíminn er lagður saman kemur í ljós að Aftureldingarliðið var aðeins með forystuna í fjórar mínútur og 33 sekúndur í öllu einvíginu. Þetta gerir bara 2,5 prósent af mínútunum 180. Haukaliðið var aftur á móti yfir í 154 mínútur og 31 sekúndu í leikjunum þremur (85 prósent) og stóran hluta þess tíma var Hafnarfjarðarliðið með margra marka forystu. Haukar náðu fimm marka forskoti í öllum þremur leikjunum og komust sex mörkum yfir í fyrri hálfleiknum á bæði leik eitt og tvö. Lokaleikurinn var „jafnastur“ en þar voru Haukarnir með forystuna í 44 mínútur og náðu bara mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleiknum. Í fyrstu tveimur leikjunum leiddu Mosfellingar aðeins í 56 sekúndur samanlagt eða eftir að Jóhann Jóhannsson kom liðinu í 3-2 í byrjun leiks eitt. Ellefu mínútum síðan var staðan hins vegar orðin 10-4 fyrir Haukaliðið. Afturelding var lengst með forystuna í einu í kringum hálfleikinn í þriðja og síðasta leiknum. Árni Bragi Eyjólfsson kom þá liðinu yfir í 11-10 þremur sekúndum fyrir hálfleik og Haukar náðu ekki að jafna metin fyrr en eftir einnar mínútu og 43 sekúndna leik í seinni hálfleiknum. Forföll og reynsluleysi háði Aftureldingu vissulega í þessum lokaúrslitum en þegar á hólminn var komið áttu nýliðarnir engin svör við hungri Haukanna, sem ætluðu ekki að tapa þriðja úrslitaeinvíginu í röð.Lið með forystuna í lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015: Afturelding yfir: 3 mínútur og 43 sekúndur Jafnt: 22 mínútur og 6 sekúndur Haukar yfir: 154 mínútur og 31 sekúnda Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í fyrrakvöld eftir þrjá sigra í röð á móti nýliðum Aftureldingar en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Hauka í fimm ár og jafnframt níundi titillinn hjá félaginu á þessari öld. Haukaliðið tapaði ekki leik alla úrslitakeppnina og vann liðin í 1. sæti (Valur), 2. sæti (Afturelding) og 4. sæti (FH) á leið sinni að titlinum. Fimm af átta sigrum Haukaliðsins í úrslitakeppninni komu því á útivelli. Haukar unnu ekki bara alla þrjá leikina á móti Mosfellingum, þeir voru líka með forystuna nær allan tímann í öllu einvíginu þrátt fyrir að spila tvo af leikjunum þremur á heimavelli Aftureldingar að Varmá. Afturelding komst aðeins fjórum sinnum yfir í leikjunum þremur og aldrei meira en eitt mark yfir. Þegar tíminn er lagður saman kemur í ljós að Aftureldingarliðið var aðeins með forystuna í fjórar mínútur og 33 sekúndur í öllu einvíginu. Þetta gerir bara 2,5 prósent af mínútunum 180. Haukaliðið var aftur á móti yfir í 154 mínútur og 31 sekúndu í leikjunum þremur (85 prósent) og stóran hluta þess tíma var Hafnarfjarðarliðið með margra marka forystu. Haukar náðu fimm marka forskoti í öllum þremur leikjunum og komust sex mörkum yfir í fyrri hálfleiknum á bæði leik eitt og tvö. Lokaleikurinn var „jafnastur“ en þar voru Haukarnir með forystuna í 44 mínútur og náðu bara mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleiknum. Í fyrstu tveimur leikjunum leiddu Mosfellingar aðeins í 56 sekúndur samanlagt eða eftir að Jóhann Jóhannsson kom liðinu í 3-2 í byrjun leiks eitt. Ellefu mínútum síðan var staðan hins vegar orðin 10-4 fyrir Haukaliðið. Afturelding var lengst með forystuna í einu í kringum hálfleikinn í þriðja og síðasta leiknum. Árni Bragi Eyjólfsson kom þá liðinu yfir í 11-10 þremur sekúndum fyrir hálfleik og Haukar náðu ekki að jafna metin fyrr en eftir einnar mínútu og 43 sekúndna leik í seinni hálfleiknum. Forföll og reynsluleysi háði Aftureldingu vissulega í þessum lokaúrslitum en þegar á hólminn var komið áttu nýliðarnir engin svör við hungri Haukanna, sem ætluðu ekki að tapa þriðja úrslitaeinvíginu í röð.Lið með forystuna í lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015: Afturelding yfir: 3 mínútur og 43 sekúndur Jafnt: 22 mínútur og 6 sekúndur Haukar yfir: 154 mínútur og 31 sekúnda
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06
Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15