Harmageddon

Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd

Orri Freyr Rúnarsson skrifar
Kurt Cobain, söngvari Nirvana.
Kurt Cobain, söngvari Nirvana. Vísir/Getty
Nú er von á nýrri heimildarmynd um Kurt Cobain en að þessu sinni verður einblínt á dauða tónlistarmannsins og samsæriskenningar sem hafa farið á kreik frá því að hann dó. Söngvarinn fannst látin í apríl 1994 og var dánarorsökin skotsár á höfði sem hann veitti sjálfum sér. Þrátt fyrir að strax hafi verið gefið upp að Cobain hafi fyrirfarið sér hafa samsæriskenningar ávallt verið háværar um dauða Cobain og hafa margir haldið því fram að ekkja hans, Courtney Love, hafi í raun og veru skipulagt dauða hans. Nú er semsagt von á heimildarmyndinni Soaked In Bleach sem fjallar um þessar samsæriskenningar og hefur nú fyrsta sýnishornið úr myndinni verið gefið út. Hægt er að sjá sýnishornið neðst í fréttinni.

Billy Corgan, forsprakki Smashing Pumpkins, er vanur að tjá sig nokkuð opinskátt um tónlistariðnaðinn og vandaði hann þeim sem stýra þeim iðnaði ekki kveðjurnar þegar að hann kom fram í fréttaþætti á CNBC sjónvarpsstöðinni. Þar sagði Corgan að þeir sem öllu ráða í tónlistariðnaðinum að þeir komi þeim skilaboðum til hjómsveita og tónlistarfólks að þau séu einskis virði og auðvelt sé að skipta þeim út. Corgan spáði því einnig að markaðurinn muni breytast mikið á næstunni og þá munu þessari vanhæfu fávitar ekki lengur stjórna öllu. 

Kim Dylla heldur ekki áfram að leika Vulvatron
Nú hefur hin undarlega geimveruhljómsveit Gwar rekið Kim Dylla úr hljómsveitinni, en hún var þekkt sem Vulvatron á meðan að hún spilaði með Gwar. En hljómsveitin fékk Dylla til liðs við sig eftir að forsprakki þeirra, Dave Brocke eða Oderus Orungus, lést eftir of stóran skammt af heróíni á síðasta ári. Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni segir að þeir hafi neyðst til að reka Dylla úr hljómsveitinni en Vulvatron muni þó enn koma við sögu í Gwar, en það verður bara ekki Dylla sem mun leika þann karakter. Fljótlega fóru oðrómar af stað þess efnis að Dylla hefði verið rekin úr Gwar sökum þess að hún drykki of mikið en hún hefur þó alfarið hafnað þeim ásökunum og í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér kemur fram að vissulega drekki hún bjór nánast daglega en það er eitthvað sem þungarokkurum ætti ekki að finnast undarlegt. Þá hafnar hún því að nota eiturlyf og segir að drykkja hennar hafi aldrei komið niður á spilamennskunni. Jafnframt sagði Dylla að henni hafi ekki verið sagt að hún væri rekin úr Gwar og hefði einungis lesið um það á netinu.

Nú er von á næsta leik í GuitarHero leikjaröðinni og mun næsti leikur fá nafnið GuitarHeroLive og verðu hann aðgengilegur fyrir allar helstu leikjatölvur. Nú hefur listi yfir þau lög sem verða í leiknum verið birtur og er þar að finna lög eftir The Black Keys, Alt-J, The Killers, System of A Down, Pantera, Skrillex og fleiri. Að sögn framleiðenda leiksins eru nú 10 ár frá því að fyrsti GuitarHero leikurinn kom út og frá þeim tíma hefur gítartónlist breyst mikið og er nú mun fjölbreyttari og vildu þeir að lagavalið myndi sýna fram á það. 








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.