Að vera geislafræðingur Nellý Pétursdóttir skrifar 15. maí 2015 10:46 Ég er geislafræðingur og hef verið í níu ár. Á þessum níu árum hef ég upplifað ansi margt. Ég vinn hjá Geislavörnum ríkisins og er aðallega að vinna við eftirlit með tækjum sem nota röntgengeisla. Ég vann þar áður á Landspítalanum í næstum því átta ár í Fossvoginum og tók þar á móti ansi mörgum slysum, mörgum ljótum. Ég hef þurft að mynda vini og ættingja illa slasaða eða hugsanlega slasaða, þá þurfti ég heldur betur að bíta á jaxlinn. Það er nefnilega þannig að þegar þú ert á kvöldvakt eða næturvakt þá eru fáir í vinnu og þú getur ekki valið þér verkefni. Maður verður að mynda þá sem koma inn vegna slysa eða alvarlegra veikinda, hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki. Þegar ég mætti til vinnu vissi ég aldrei hvernig dagurinn yrði, hvort það yrði mikið eða lítið að gera, hvort dagurinn yrði erfiður eða ekki, hvort maður þyrfti að setja upp harða skel eða ekki til að komast í gegnum verkefnið. Þannig hef ég ótal sinnum þurft að hlaupa til að bjarga mannslífum og oft þurft harða skel á meðan til að geta unnið mína vinnu. Það er nefnilega ekki auðvelt að fá illa slasaða manneskju í myndatöku og vita vart hvort manneskjan lifir eða ekki. Það er mikill hasar í kringum slíkar myndatökur og margir sem fylgja manneskjunni í myndatökuna. Við vinnum öll sem eitt og eina markmiðið er að bjarga manneskjunni sem liggur á bekknum nær dauða en lífi. Raunar er helsta markmið geislafræðings að hjálpa fólki. Maður gaf sig allan i það að hjálpa. Oft var maður svo þreyttur eftir vinnudaginn að maður gerði ekki meira þann daginn. Maður reyndi að skilja vinnuna eftir en oft gat maður ekki varist hugsunum um hvernig hafi farið hjá þeim sem maður myndaði til dæmis hvort að maðurinn með heilablæðinguna hafi lifað af, hvort barnið sem slasaðist illa við að detta af skiptiborði sé í lagi, hvort hægt sé að bjarga manninum sem greindist með heilakrabbamein, hvort þessi úr bílslysinu hafi lifað af, hvort maðurinn úr vinnuslysinu hafi haldið fótunum og svo mætti lengi telja. Svo hugsar maður stundum um þennan sem var svo ósamvinnuþýður að hann kýldi samstarfskonu manns eða þennan sem elti samstarfskonu manns þannig að hún varð að læsa sig inni. Oft var mér hugsað um þennan sem reis upp í miðju slysaskanni í tölvusneiðmyndatækinu og reif úr sér æðalegginn þannig að það var blóð út um allt eða þennan sem ældi yfir tölvusneiðmyndatækið eða þennan sem ældi inni i segulómtækinu. Oft hugsa ég enn um allt sem ég upplifði, sumt situr í manni. Já, ég og samstarfsfólk mitt höfum þurft að takast á við alls konar aðstæður og oft þurft að fara og skipta um föt vegna þess að það blæddi á okkur, það var ælt á okkur eða eitthvað annað helltist yfir okkur. En við reynum að gera þetta allt án þess að manneskjan sem við erum að mynda finni nokkurn tímann fyrir því að þetta sé erfitt fyrir okkur þar sem að okkar eina markmið er að hjálpa og reyna að láta viðkomandi finna fyrir öryggi og hlýju, sama í hvaða ástandi þú ert eða hvað er að hrjá þig. Það er afskaplega erfitt að vera í verkfalli, það var ekkert auðvelt að kjósa já við verkfalli. Það var heldur ekki gert í fljótræði. Ríkið hefur haft ár til að semja við okkur en ekkert hefur gengið. Það var neyðarúrræði að fara í verkfall til að fá viðsemjandann að samningaborðinu. Nú á sjöttu viku í verkfalli er loksins eins og það sé eitthvað að þokast i samningaviðræðum. Ég vona innilega að það verði samið sem fyrst svo spítalinn fái allt fólkið sitt til baka aftur og ástandinu þar ljúki sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Ég er geislafræðingur og hef verið í níu ár. Á þessum níu árum hef ég upplifað ansi margt. Ég vinn hjá Geislavörnum ríkisins og er aðallega að vinna við eftirlit með tækjum sem nota röntgengeisla. Ég vann þar áður á Landspítalanum í næstum því átta ár í Fossvoginum og tók þar á móti ansi mörgum slysum, mörgum ljótum. Ég hef þurft að mynda vini og ættingja illa slasaða eða hugsanlega slasaða, þá þurfti ég heldur betur að bíta á jaxlinn. Það er nefnilega þannig að þegar þú ert á kvöldvakt eða næturvakt þá eru fáir í vinnu og þú getur ekki valið þér verkefni. Maður verður að mynda þá sem koma inn vegna slysa eða alvarlegra veikinda, hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki. Þegar ég mætti til vinnu vissi ég aldrei hvernig dagurinn yrði, hvort það yrði mikið eða lítið að gera, hvort dagurinn yrði erfiður eða ekki, hvort maður þyrfti að setja upp harða skel eða ekki til að komast í gegnum verkefnið. Þannig hef ég ótal sinnum þurft að hlaupa til að bjarga mannslífum og oft þurft harða skel á meðan til að geta unnið mína vinnu. Það er nefnilega ekki auðvelt að fá illa slasaða manneskju í myndatöku og vita vart hvort manneskjan lifir eða ekki. Það er mikill hasar í kringum slíkar myndatökur og margir sem fylgja manneskjunni í myndatökuna. Við vinnum öll sem eitt og eina markmiðið er að bjarga manneskjunni sem liggur á bekknum nær dauða en lífi. Raunar er helsta markmið geislafræðings að hjálpa fólki. Maður gaf sig allan i það að hjálpa. Oft var maður svo þreyttur eftir vinnudaginn að maður gerði ekki meira þann daginn. Maður reyndi að skilja vinnuna eftir en oft gat maður ekki varist hugsunum um hvernig hafi farið hjá þeim sem maður myndaði til dæmis hvort að maðurinn með heilablæðinguna hafi lifað af, hvort barnið sem slasaðist illa við að detta af skiptiborði sé í lagi, hvort hægt sé að bjarga manninum sem greindist með heilakrabbamein, hvort þessi úr bílslysinu hafi lifað af, hvort maðurinn úr vinnuslysinu hafi haldið fótunum og svo mætti lengi telja. Svo hugsar maður stundum um þennan sem var svo ósamvinnuþýður að hann kýldi samstarfskonu manns eða þennan sem elti samstarfskonu manns þannig að hún varð að læsa sig inni. Oft var mér hugsað um þennan sem reis upp í miðju slysaskanni í tölvusneiðmyndatækinu og reif úr sér æðalegginn þannig að það var blóð út um allt eða þennan sem ældi yfir tölvusneiðmyndatækið eða þennan sem ældi inni i segulómtækinu. Oft hugsa ég enn um allt sem ég upplifði, sumt situr í manni. Já, ég og samstarfsfólk mitt höfum þurft að takast á við alls konar aðstæður og oft þurft að fara og skipta um föt vegna þess að það blæddi á okkur, það var ælt á okkur eða eitthvað annað helltist yfir okkur. En við reynum að gera þetta allt án þess að manneskjan sem við erum að mynda finni nokkurn tímann fyrir því að þetta sé erfitt fyrir okkur þar sem að okkar eina markmið er að hjálpa og reyna að láta viðkomandi finna fyrir öryggi og hlýju, sama í hvaða ástandi þú ert eða hvað er að hrjá þig. Það er afskaplega erfitt að vera í verkfalli, það var ekkert auðvelt að kjósa já við verkfalli. Það var heldur ekki gert í fljótræði. Ríkið hefur haft ár til að semja við okkur en ekkert hefur gengið. Það var neyðarúrræði að fara í verkfall til að fá viðsemjandann að samningaborðinu. Nú á sjöttu viku í verkfalli er loksins eins og það sé eitthvað að þokast i samningaviðræðum. Ég vona innilega að það verði samið sem fyrst svo spítalinn fái allt fólkið sitt til baka aftur og ástandinu þar ljúki sem fyrst.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun