Fótbolti

Uppselt á leikinn gegn Tékkum: Enginn græddi á að fara fyrr inn á biðsvæðið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Bjarnason og félagar á góðri stundu á Laugardalsvellinum.
Birkir Bjarnason og félagar á góðri stundu á Laugardalsvellinum. vísir/anton
„Fólk er enn að klípast um síðustu sætin. Það er enn hægt að kaupa stök sæti en það eru afar fá eftir. Það er samt ekki formlega uppselt,“ sagði Ragnar Árnason, framkvæmdastjóri miði.is, við Vísi um tíu mínútur í eitt.

Sjö mínútum síðar var endanlega uppselt samkvæmt nýju miðasölukerfi miði.is og er ljóst að Laugardalsvöllurinn verður fullur þegar strákarnir okkar taka á móti Tékkum 12. júní.

Þjóðin byrjaði að slást á netinu um 4.000 miða á landsleik Íslands og Tékklands klukkan 12.00, en leikurinn er afar þýðingarmikill fyrir strákana okkar.

Sjá einnig:„Þú ert númer 2700 í röðinni“

Vísir frétti af fólki sem fór fyrr en á nýtt biðsvæði miða.is í von um að ná forskoti í miðasölunni, en slíkt var ekki í boði.

„Salan hófst ekki fyrr en 12.00. Hægt var að fara inn á ákveðið biðsvæði en þar varstu ekki settur í röð fyrir en á slaginu tólf,“ segir Ragnar.

„Það fékk fékk enginn númer í röðina fyrr en salan byrjaði og ekki var hægt að ýta á takkann sem sjá mátti á biðsvæðinu fyrr en klukkan sló. Þetta gerðum við til að dreifa álaginu,“ segir Ragnar Árnason.

mynd/skjáskot

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×