Nýr Camaro fær 4 strokka vél Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 15:53 Tilgátumynd af Chevrolet Camaro 2016 Lekið hefur út að næsta gerð Chevrolet Camaro verði meðal annars í boði með fjögurra strokka vél sem er 270 hestöfl. Er það í fyrsta skipti sem þessi kunni kraftabíll fær svo litla vél. Vélar í bílum fara nú síminnkandi og strokkum fækkandi þrátt fyrir það að aflið þeirra aukist. Þessi nýja vél í Camaro er aðeins með 2,0 lítra sprengirými en stór forþjappa eykur afl hennar verulega. Camaro verður einnig hægt að fá með V8 vél sem skilar 440 hestöflum, en núverandi V8 vél er 426 hestöfl. Þá verður hann einnig í boði með 3,6 lítra V6 vél sem er 330 hestöfl. Nýr Chevrolet Camaro verður umtalsvert léttari en núverandi bíll, þökk sé aukinni notkun áls og hann verður því talsvert betri akstursbíll, er haft eftir Chevrolet mönnum. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent
Lekið hefur út að næsta gerð Chevrolet Camaro verði meðal annars í boði með fjögurra strokka vél sem er 270 hestöfl. Er það í fyrsta skipti sem þessi kunni kraftabíll fær svo litla vél. Vélar í bílum fara nú síminnkandi og strokkum fækkandi þrátt fyrir það að aflið þeirra aukist. Þessi nýja vél í Camaro er aðeins með 2,0 lítra sprengirými en stór forþjappa eykur afl hennar verulega. Camaro verður einnig hægt að fá með V8 vél sem skilar 440 hestöflum, en núverandi V8 vél er 426 hestöfl. Þá verður hann einnig í boði með 3,6 lítra V6 vél sem er 330 hestöfl. Nýr Chevrolet Camaro verður umtalsvert léttari en núverandi bíll, þökk sé aukinni notkun áls og hann verður því talsvert betri akstursbíll, er haft eftir Chevrolet mönnum.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent