Bakkaði að eldhúsglugganum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. maí 2015 19:51 Halldóri Bragasyni blúsara og íbúa í Þingholtunum lenti saman við lögregluþjón eftir að rúta kom svo nærri heimili hans í gær, að engu líkara var en að hún ætlaði að bakka inn um eldhúsgluggann. Halldór tók upp símann sinn og náði rútunni á myndband en lögregluþjónn sem kemur á vettvang skipaði Halldóri að hætta myndatökunni samstundis, Halldór birti myndirnar á Facebook síðu sinni og auglýsir eftir afsökunarbeiðni frá lögreglunni enda segist hann hafa verið mjög sleginn eftir atvikið. Sama rútan var mætt í morgun til að sækja erlenda ferðamenn eins og ekkert hefði í skorist. Fleiri íbúar gagnrýna rútuumferð um þingholtin og telja rétt að setja þeim strangari skorður.Íbúar miðbæjarins eru orðnir þreyttir á umferð stórra rúta um þröngar götur.Mynd/Kári SölmundarsonVarð alveg steinhissa Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. Hann segir að leita verði skýringa á þessu atviki hjá viðkomandi ferðaþjónustufyrirtæki. Hann gefi sér það að bílstjórinn hafi ekki kunnað reglurnar. Borgin hafi samþykkt í fyrra að mælast til þess að hópferðarbílar lengri en átta metrar væru ekki að keyra um þröngar götur í Þingholtunum. Mikilvægt sé að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki að pirra íbúa að óþörfu. Sara Stef íbúi á Freyjugötu, segist ekki skilja af hverju bílstjórar geti ekki notað merkt rútubílastæði og látið þröngu götunar í friði. Fólk ætti að vera vant því erlendis frá að fólk sé ekki alltaf keyrt upp að dyrum. Kári Sölmundarson íbúi á Þórsgötunni segir að mörg dæmi séu um að það slái í brýnu milli íbúa og rútubílstjóra. Það séu rútur á fimmtán mínútna fresti á Þórsgötunni, líka stærri rútur þótt það sé bannað. Einn íbúi hafi brugðist ókvæða við þegar rútu var ítrekað lagt fyrir utan svefnherbergisglugga barnsins hans og spjó þar díselreyk í gríð og erg. Hann sér að bílstjórarnir hafi heldur ekki alltaf verið viðmótsþýðir.Mynd/Kári Sölmundarson.. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Halldóri Bragasyni blúsara og íbúa í Þingholtunum lenti saman við lögregluþjón eftir að rúta kom svo nærri heimili hans í gær, að engu líkara var en að hún ætlaði að bakka inn um eldhúsgluggann. Halldór tók upp símann sinn og náði rútunni á myndband en lögregluþjónn sem kemur á vettvang skipaði Halldóri að hætta myndatökunni samstundis, Halldór birti myndirnar á Facebook síðu sinni og auglýsir eftir afsökunarbeiðni frá lögreglunni enda segist hann hafa verið mjög sleginn eftir atvikið. Sama rútan var mætt í morgun til að sækja erlenda ferðamenn eins og ekkert hefði í skorist. Fleiri íbúar gagnrýna rútuumferð um þingholtin og telja rétt að setja þeim strangari skorður.Íbúar miðbæjarins eru orðnir þreyttir á umferð stórra rúta um þröngar götur.Mynd/Kári SölmundarsonVarð alveg steinhissa Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. Hann segir að leita verði skýringa á þessu atviki hjá viðkomandi ferðaþjónustufyrirtæki. Hann gefi sér það að bílstjórinn hafi ekki kunnað reglurnar. Borgin hafi samþykkt í fyrra að mælast til þess að hópferðarbílar lengri en átta metrar væru ekki að keyra um þröngar götur í Þingholtunum. Mikilvægt sé að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki að pirra íbúa að óþörfu. Sara Stef íbúi á Freyjugötu, segist ekki skilja af hverju bílstjórar geti ekki notað merkt rútubílastæði og látið þröngu götunar í friði. Fólk ætti að vera vant því erlendis frá að fólk sé ekki alltaf keyrt upp að dyrum. Kári Sölmundarson íbúi á Þórsgötunni segir að mörg dæmi séu um að það slái í brýnu milli íbúa og rútubílstjóra. Það séu rútur á fimmtán mínútna fresti á Þórsgötunni, líka stærri rútur þótt það sé bannað. Einn íbúi hafi brugðist ókvæða við þegar rútu var ítrekað lagt fyrir utan svefnherbergisglugga barnsins hans og spjó þar díselreyk í gríð og erg. Hann sér að bílstjórarnir hafi heldur ekki alltaf verið viðmótsþýðir.Mynd/Kári Sölmundarson..
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57