Náttúrufræðingar á LSH Una Bjarnadóttir skrifar 18. maí 2015 16:48 Á LSH starfa um 75 hámenntaðir náttúrufræðingar, og skiptist menntunarstig jafnt á milli þeirra sem eru með BSc (3ja ára), MSc (5 ár) eða PhD (minnst 8 ára háskólanám) próf. Störf náttúrufræðinga á LSH eru mjög fjölbreytt og starfa þeir á sviði erfða- og sameindalæknisfræði, frumulíffræði, blóðmeinafræði, ónæmisfræði, veirufræði, sýklafræði, næringarfræði, svefnrannsókna, rekstrarsviði og í Blóðbankanum. Störfin ná því víða á spítalanum, eru mjög sérhæfð og oft svo sérhæfð að það er enginn annar sem getur leyst náttúrufræðinginn af eins og sannast hefur í yfirstandandi verkfalli. Ég hef upplifað ýmislegt sem trúnaðarmaður hjá þessari stofnun varðandi launaskipun og vinnuálag náttúrufræðinga á LSH. Margir eiga inni tugi og jafnvel hundruð ógreiddra yfirvinnustunda og standa oft vaktina án þess að fá það borgað. Geta ekki tekið það út sem frí, því það er enginn til að leysa þau af og stofnunin neitar að greiða þau út. Eru ávallt til taks, allan sólarhringinn jafnvel, og hafa ekki samvisku til að neita þegar bráðatilfelli koma upp og koma inn fyrirvaralaust. Launin eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir en lágmarkslaun eru langt undir 300.000 kr á mánuði og já fólki er raðað inn í lægsta launaflokkinn sem er 269 þús kr. Gott dæmi er náttúrufræðingur með MSc próf og nokkurra ára reynslu var raðað inn í launaflokk 1 og fékk 2 launaflokka fyrir MSc prófið samkvæmt stofnunarsamning eða í heildina 281.751 kr á mánuði. Annað dæmi er náttúrfræðingur með doktorspróf ásamt 25 ára reynslu og í heildina laun upp á 478.440 kr. Dæmin eru mýmörg, starfsfólki er mismunað í launum, það er yfirkeyrt í starfi og ekki er til fjármagn til að meta menntun fólks til launa á LSH eða öðrum ríkisstofnunum. Eða hvað Fréttir á borð við úthlutun makrílkvóta til valinna aðila á gjafaverði (söluvirði 70 milljarðar), afnám orkuskatts á álfyrirtækjum (1600 milljarðar), arðgreiðslur Borgunarmanna (800 milljarðar) og niðurfelling á veiðigjaldi (18-20 milljarðar) og svo mætti örugglega áfram telja, gera ekkert til að slá á þær efasemdir. Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að þegar þjóðarframleiðsla 35 landa er borin saman er Ísland í 10. sæti yfir lönd með mestu þjóðarframleiðnina. En þegar kaupmáttur launa er skoðaður (miðað er við laun háskólamenntaðra kennara) kemur í ljós að við dettum niður í 26. sæti. Á Íslandi er verið að borga laun samanber við ríki með mun minni þjóðarframleiðslu. Það er löngu kominn tími til að stjórnvöld fari að gyrða sig í brók og greiði mannsæmandi laun fyrir mikilvæg og vel unnin störf og hætti að maka krókinn fyrir sig og sína. Við munum ekki samþykkja þessa allt að 3.5% launahækkun á 3 árum sem ríkið hefur verið að bjóða. Þessi 3.5% gefa ekki lágmarkslaun yfir 300.000 kr á mánuði og við það verður ekki unað. Við erum hins vegar ekki að tala um hækkun upp á 50-100% ef einhver er enn að velta því fyrir sér. Við erum einugis að tala um að menntun okkar sé metin til launa. Trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Sjá meira
Á LSH starfa um 75 hámenntaðir náttúrufræðingar, og skiptist menntunarstig jafnt á milli þeirra sem eru með BSc (3ja ára), MSc (5 ár) eða PhD (minnst 8 ára háskólanám) próf. Störf náttúrufræðinga á LSH eru mjög fjölbreytt og starfa þeir á sviði erfða- og sameindalæknisfræði, frumulíffræði, blóðmeinafræði, ónæmisfræði, veirufræði, sýklafræði, næringarfræði, svefnrannsókna, rekstrarsviði og í Blóðbankanum. Störfin ná því víða á spítalanum, eru mjög sérhæfð og oft svo sérhæfð að það er enginn annar sem getur leyst náttúrufræðinginn af eins og sannast hefur í yfirstandandi verkfalli. Ég hef upplifað ýmislegt sem trúnaðarmaður hjá þessari stofnun varðandi launaskipun og vinnuálag náttúrufræðinga á LSH. Margir eiga inni tugi og jafnvel hundruð ógreiddra yfirvinnustunda og standa oft vaktina án þess að fá það borgað. Geta ekki tekið það út sem frí, því það er enginn til að leysa þau af og stofnunin neitar að greiða þau út. Eru ávallt til taks, allan sólarhringinn jafnvel, og hafa ekki samvisku til að neita þegar bráðatilfelli koma upp og koma inn fyrirvaralaust. Launin eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir en lágmarkslaun eru langt undir 300.000 kr á mánuði og já fólki er raðað inn í lægsta launaflokkinn sem er 269 þús kr. Gott dæmi er náttúrufræðingur með MSc próf og nokkurra ára reynslu var raðað inn í launaflokk 1 og fékk 2 launaflokka fyrir MSc prófið samkvæmt stofnunarsamning eða í heildina 281.751 kr á mánuði. Annað dæmi er náttúrfræðingur með doktorspróf ásamt 25 ára reynslu og í heildina laun upp á 478.440 kr. Dæmin eru mýmörg, starfsfólki er mismunað í launum, það er yfirkeyrt í starfi og ekki er til fjármagn til að meta menntun fólks til launa á LSH eða öðrum ríkisstofnunum. Eða hvað Fréttir á borð við úthlutun makrílkvóta til valinna aðila á gjafaverði (söluvirði 70 milljarðar), afnám orkuskatts á álfyrirtækjum (1600 milljarðar), arðgreiðslur Borgunarmanna (800 milljarðar) og niðurfelling á veiðigjaldi (18-20 milljarðar) og svo mætti örugglega áfram telja, gera ekkert til að slá á þær efasemdir. Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að þegar þjóðarframleiðsla 35 landa er borin saman er Ísland í 10. sæti yfir lönd með mestu þjóðarframleiðnina. En þegar kaupmáttur launa er skoðaður (miðað er við laun háskólamenntaðra kennara) kemur í ljós að við dettum niður í 26. sæti. Á Íslandi er verið að borga laun samanber við ríki með mun minni þjóðarframleiðslu. Það er löngu kominn tími til að stjórnvöld fari að gyrða sig í brók og greiði mannsæmandi laun fyrir mikilvæg og vel unnin störf og hætti að maka krókinn fyrir sig og sína. Við munum ekki samþykkja þessa allt að 3.5% launahækkun á 3 árum sem ríkið hefur verið að bjóða. Þessi 3.5% gefa ekki lágmarkslaun yfir 300.000 kr á mánuði og við það verður ekki unað. Við erum hins vegar ekki að tala um hækkun upp á 50-100% ef einhver er enn að velta því fyrir sér. Við erum einugis að tala um að menntun okkar sé metin til launa. Trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun