Fjarvera ráðherra gagnrýnd: „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti” Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2015 19:45 Svandís Svavarsdóttir segir hegðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með algjörum ólíkindum. Vísir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu í pontu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að vera ekki staddur í þingsal þegar verið var að ræða fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, til hans. Svandís sagði hegðun forsætisráðherra með algjörum ólíkindum og sagði hann hafa farið úr þingsal til að fá sér köku. „Ég verð að segja það, virðulegur forseti, að ég held að ég hafi aldrei séð það gerast að háttvirtur þingmaður eigi orðastað við hæstvirtan ráðherra sem, áður en hann svarar þingmanni, fer úr þingsal,“ sagði Svandís. „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. „Mér finnst þetta með algjörum ólíkindum og ég spyr bara forseta hvort þetta geti talist til sóma?“ Fleiri þingmenn andstöðunnar tóku í kjölfarið til máls til að gagnrýna hegðun forsætisráðherra, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa,” sagði Helgi Hrafn. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að koma hingað og lýsa því yfir að ég sé ekki hissa á því hvernig forsætisráðherra komi fram við þingið. Það er fullkomlega mannlegt að gera mistök kannski af og til en þetta er skýrt mynstur.” Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakar Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmund fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Mér finnst það grátlegt að hæstvirtur forsætisráðherra forðist þingsalinn og sitji þess í stað úti í matssal og hámi þar í sig köku með rjóma,” sagði Össur við það tilefni. „Þegar forsætisráðherra kýs frekar að sitja og borða súkkulaðiköku með rjóma, þá tel ég það merki um einbeittan brotavilja.“ Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu í pontu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að vera ekki staddur í þingsal þegar verið var að ræða fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, til hans. Svandís sagði hegðun forsætisráðherra með algjörum ólíkindum og sagði hann hafa farið úr þingsal til að fá sér köku. „Ég verð að segja það, virðulegur forseti, að ég held að ég hafi aldrei séð það gerast að háttvirtur þingmaður eigi orðastað við hæstvirtan ráðherra sem, áður en hann svarar þingmanni, fer úr þingsal,“ sagði Svandís. „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. „Mér finnst þetta með algjörum ólíkindum og ég spyr bara forseta hvort þetta geti talist til sóma?“ Fleiri þingmenn andstöðunnar tóku í kjölfarið til máls til að gagnrýna hegðun forsætisráðherra, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa,” sagði Helgi Hrafn. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að koma hingað og lýsa því yfir að ég sé ekki hissa á því hvernig forsætisráðherra komi fram við þingið. Það er fullkomlega mannlegt að gera mistök kannski af og til en þetta er skýrt mynstur.” Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakar Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmund fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Mér finnst það grátlegt að hæstvirtur forsætisráðherra forðist þingsalinn og sitji þess í stað úti í matssal og hámi þar í sig köku með rjóma,” sagði Össur við það tilefni. „Þegar forsætisráðherra kýs frekar að sitja og borða súkkulaðiköku með rjóma, þá tel ég það merki um einbeittan brotavilja.“
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira