Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Breiðablik 1-1 | Dýrt víti í súginn hjá Fylki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. maí 2015 14:39 Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lauk í kvöld þegar Fylkir og Breiðablik skildu jöfn í Lautinni.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Það er skemmst frá því að segja að fyrri hálfleikur var hreinasta hörmung og það hjá báðum liðum. Það var fáséðara en ísbjörn í Skagafirði að liðin næðu fjórum sendingum á milli sín. Þetta var það lélegt. Einu mennirnir sem voru að reyna eitthvað voru Blikinn Kristinn Jónsson og Fylkismaðurinn Albert Brynjar Ingason. Aðrir leikmenn voru í raun áhorfendur. Hin rómaða spilamennska Blika frá því í undirbúningsleikjunum var skilin eftir í Fífunni á meðan Fylkismenn létu finna fyrir sér. Það var nákvæmlega ekkert í kortunum að við fengjum mark í fyrri hálfleik er Albert Brynjar stangaði sendingu Ásgeirs Eyþórssonar glæsilega í netið. Boltinn í stöngina og inn. Gunnleifur átti ekki möguleika. Svo fjaraði fyrri hálfleikurinn út og áhorfendur voru þakklátir er Gunnar Jarl Jónsson blés leikhléið á. Síðari hálfleikur byrjaði með látum því Blikar fengu víti er brotið var á Davíð Kristjáni. Guðjón Pétur, sem var nýkominn inn af bekknum, tók vítið og skoraði örugglega. Umdeilt því í aðdragandanum virtist vera brotið á Ásgeiri Berki. Ekkert dæmt og Blikar fóru inn í teig og fengu vítið. Rúmum hálftíma fyrir leikslok var komið að Fylki að fá víti. Gunnlaugur braut afar klaufalega á Álberti og víti réttilega dæmt. Albert kaus að taka vítið sjálfur en Gunnleifur varði frekar slaka spyrnu hans. Það sem eftir lifði leiks var fátt um opin færi. Bæði lið voru vissulega að reyna en höfðu ekki erindi sem erfiði. Síðari hálfleikurinn var mun betri hjá báðum liðum. Það þurfti reyndar ekki mikið til. Fylkismenn voru baráttuglaðir og þéttir fyrir í vörninni. Það vantaði kannski svolítið upp á spilið en það var venjulega eftir spretti frá Alberti Brynjari sem eitthvað fór í gang. Hann leit virkilega vel út í þessum leik og hefði átt að klára leikinn en vítið var ekki gott. Skipulag Fylkis gott, lokuðu vel svæðum og Blikar sköpuðu fá færi. Blikar náðu sínu fína spili í gang í síðari hálfleik en það fjaraði undan því eftir því sem leið á hálfleikinn og færin komu ekki beint á færibandi. Kristinn Jónsson potturinn og pannan í flestu hjá Blikum og ávallt hættulegur. Gunnleifur leit síðan mjög vel út í markinu. Varði víti, skalla í uppbótartíma og gerði allt sem hann átti að gera. Guðjón Pétur hressti einnig mikið upp á spilið hjá þeim í síðari hálfleik.Albert: Gaman að troða sokk upp í Reyni "Eins ánægður og ég var með markið mitt þá var ég jafnóánægður með vítið," sagði Albert Brynjar Ingason en hann skoraði mark Fylkis í kvöld og klúðraði svo víti. "Ég kaupi það ekki að menn eigi ekki að taka víti sem þeir fiska sjálfir. Það skiptir engu máli á hverjum er brotið. Þetta var samt ekki gott víti." Markið hans var einstaklega skemmtilegt. Frábær skalli sem Gunnleifur átti ekki möguleika á að verja. "Reynir Leós aðstoðarþjálfari er búinn að vera duglegur að skjóta á mig fyrir að vera ekki jafngóður skallamaður og pabbi minn. Það var gaman að troða sokk upp í Reyni," sagði Albert brattur en fyrir þá sem ekki vita er faðir hans einn mesti markaskorari Íslands frá upphafi, Ingi Björn Albertsson. "Ég er svekktur með niðurstöðuna í leiknum. Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik. Það vantaði að klára sóknirnar betur. Ég var ánægður með minn leik fyrir utan vítið. Það var margt jákvætt hjá mér og liðinu sem má byggja ofan á," sagði Albert en hann vildi ekki gefa upp hvað hann ætlaði sér að skora mikið í sumar.Arnar: Eins og beljur sem er hleypt út á vorin "Maður er aldrei sáttur við eitt stig en ef maður fer yfir leikinn þá voru þetta líklega sanngjörn úrslit," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. "Ég bjóst alltaf við erfiðum leik. Þetta er líka fyrsti leikurinn í deildinni. Aðstæður voru erfiðar í fyrri hálfleik en það lægði í seinni hálfleik og þá gekk okkur betur að spila. "Fyrstu leikirnir hjá liðunum hafa verið svolítið eins og þegar verið er að hleypa beljunum út á vorin. Menn eru að átta sig á grasinu og svo er auðvitað svolítil spenna í mönnum. Það kannski tekur tvo til þrjá leiki að ná því úr áður en liðin fara að spila sinn leik. "Við sáum ekki fulla getu frá báðum liðum hér í kvöld. Við þurfum að vera beittari fram á við í næsta leik gegn KR því mér fannst við ekki skapa nógu mikið."Ásmundur: Viljum alltaf fá þrjú stig á heimavelli Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var alls ekki sáttur eftir leikinn í kvöld. "Ég er ekki sáttur. Hér viljum við alltaf fá þrjú stig," sagði Ásmundur ákveðinn. "Þetta var hörkuleikur en við fengum tækifæri til þess að taka öll stigin. Við áttum hættulegri færi og auðvitað víti líka sem fór forgörðum." Ásmundur viðurkenndi að fótboltinn í leiknum hefði ekki verið upp á marga fiska lengstum. "Það voru erfiðar vallaraðstæður og svo blés ansi hressilega í fyrri hálfleik. Völlurinn bauð ekki upp á mikið sambaspil í dag. "Það er gott samt að vera loksins komnir af stað í deildinni. Það er ljóst að við verðum að nýta færin okkar betur í næsta leik. Ég var ánægðastur með vinnusemina í dag og skipulagið var gott. Við héldum þeim vel i skefjum."Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánAlbert Brynjar Ingason skorar hér og kemur Fylki í 1-0.Vísir/Stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lauk í kvöld þegar Fylkir og Breiðablik skildu jöfn í Lautinni.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Það er skemmst frá því að segja að fyrri hálfleikur var hreinasta hörmung og það hjá báðum liðum. Það var fáséðara en ísbjörn í Skagafirði að liðin næðu fjórum sendingum á milli sín. Þetta var það lélegt. Einu mennirnir sem voru að reyna eitthvað voru Blikinn Kristinn Jónsson og Fylkismaðurinn Albert Brynjar Ingason. Aðrir leikmenn voru í raun áhorfendur. Hin rómaða spilamennska Blika frá því í undirbúningsleikjunum var skilin eftir í Fífunni á meðan Fylkismenn létu finna fyrir sér. Það var nákvæmlega ekkert í kortunum að við fengjum mark í fyrri hálfleik er Albert Brynjar stangaði sendingu Ásgeirs Eyþórssonar glæsilega í netið. Boltinn í stöngina og inn. Gunnleifur átti ekki möguleika. Svo fjaraði fyrri hálfleikurinn út og áhorfendur voru þakklátir er Gunnar Jarl Jónsson blés leikhléið á. Síðari hálfleikur byrjaði með látum því Blikar fengu víti er brotið var á Davíð Kristjáni. Guðjón Pétur, sem var nýkominn inn af bekknum, tók vítið og skoraði örugglega. Umdeilt því í aðdragandanum virtist vera brotið á Ásgeiri Berki. Ekkert dæmt og Blikar fóru inn í teig og fengu vítið. Rúmum hálftíma fyrir leikslok var komið að Fylki að fá víti. Gunnlaugur braut afar klaufalega á Álberti og víti réttilega dæmt. Albert kaus að taka vítið sjálfur en Gunnleifur varði frekar slaka spyrnu hans. Það sem eftir lifði leiks var fátt um opin færi. Bæði lið voru vissulega að reyna en höfðu ekki erindi sem erfiði. Síðari hálfleikurinn var mun betri hjá báðum liðum. Það þurfti reyndar ekki mikið til. Fylkismenn voru baráttuglaðir og þéttir fyrir í vörninni. Það vantaði kannski svolítið upp á spilið en það var venjulega eftir spretti frá Alberti Brynjari sem eitthvað fór í gang. Hann leit virkilega vel út í þessum leik og hefði átt að klára leikinn en vítið var ekki gott. Skipulag Fylkis gott, lokuðu vel svæðum og Blikar sköpuðu fá færi. Blikar náðu sínu fína spili í gang í síðari hálfleik en það fjaraði undan því eftir því sem leið á hálfleikinn og færin komu ekki beint á færibandi. Kristinn Jónsson potturinn og pannan í flestu hjá Blikum og ávallt hættulegur. Gunnleifur leit síðan mjög vel út í markinu. Varði víti, skalla í uppbótartíma og gerði allt sem hann átti að gera. Guðjón Pétur hressti einnig mikið upp á spilið hjá þeim í síðari hálfleik.Albert: Gaman að troða sokk upp í Reyni "Eins ánægður og ég var með markið mitt þá var ég jafnóánægður með vítið," sagði Albert Brynjar Ingason en hann skoraði mark Fylkis í kvöld og klúðraði svo víti. "Ég kaupi það ekki að menn eigi ekki að taka víti sem þeir fiska sjálfir. Það skiptir engu máli á hverjum er brotið. Þetta var samt ekki gott víti." Markið hans var einstaklega skemmtilegt. Frábær skalli sem Gunnleifur átti ekki möguleika á að verja. "Reynir Leós aðstoðarþjálfari er búinn að vera duglegur að skjóta á mig fyrir að vera ekki jafngóður skallamaður og pabbi minn. Það var gaman að troða sokk upp í Reyni," sagði Albert brattur en fyrir þá sem ekki vita er faðir hans einn mesti markaskorari Íslands frá upphafi, Ingi Björn Albertsson. "Ég er svekktur með niðurstöðuna í leiknum. Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik. Það vantaði að klára sóknirnar betur. Ég var ánægður með minn leik fyrir utan vítið. Það var margt jákvætt hjá mér og liðinu sem má byggja ofan á," sagði Albert en hann vildi ekki gefa upp hvað hann ætlaði sér að skora mikið í sumar.Arnar: Eins og beljur sem er hleypt út á vorin "Maður er aldrei sáttur við eitt stig en ef maður fer yfir leikinn þá voru þetta líklega sanngjörn úrslit," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. "Ég bjóst alltaf við erfiðum leik. Þetta er líka fyrsti leikurinn í deildinni. Aðstæður voru erfiðar í fyrri hálfleik en það lægði í seinni hálfleik og þá gekk okkur betur að spila. "Fyrstu leikirnir hjá liðunum hafa verið svolítið eins og þegar verið er að hleypa beljunum út á vorin. Menn eru að átta sig á grasinu og svo er auðvitað svolítil spenna í mönnum. Það kannski tekur tvo til þrjá leiki að ná því úr áður en liðin fara að spila sinn leik. "Við sáum ekki fulla getu frá báðum liðum hér í kvöld. Við þurfum að vera beittari fram á við í næsta leik gegn KR því mér fannst við ekki skapa nógu mikið."Ásmundur: Viljum alltaf fá þrjú stig á heimavelli Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var alls ekki sáttur eftir leikinn í kvöld. "Ég er ekki sáttur. Hér viljum við alltaf fá þrjú stig," sagði Ásmundur ákveðinn. "Þetta var hörkuleikur en við fengum tækifæri til þess að taka öll stigin. Við áttum hættulegri færi og auðvitað víti líka sem fór forgörðum." Ásmundur viðurkenndi að fótboltinn í leiknum hefði ekki verið upp á marga fiska lengstum. "Það voru erfiðar vallaraðstæður og svo blés ansi hressilega í fyrri hálfleik. Völlurinn bauð ekki upp á mikið sambaspil í dag. "Það er gott samt að vera loksins komnir af stað í deildinni. Það er ljóst að við verðum að nýta færin okkar betur í næsta leik. Ég var ánægðastur með vinnusemina í dag og skipulagið var gott. Við héldum þeim vel i skefjum."Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánAlbert Brynjar Ingason skorar hér og kemur Fylki í 1-0.Vísir/Stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira