Ólympíumeistarinn þarf að fara í kynjapróf til að fá að keppa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2025 23:21 Imane Khelif kyssir hér Ólympíugullið eftir sigur sinn í París í ágúst í fyrra. Getty/Richard Pelham Nýja yfirvaldið í hnefaleikaheiminum, World Boxing, hefur ákveðið að skylda alla keppendur á sínum vegum til að gangast undir kynjapróf. Með þessu prófi á að passa upp á að konur og karlar keppi í réttum kynjaflokkum eins og sambandið orðar það. NRK segir frá. Málið er framhald frá umdeildri umræðu á Ólympíuleikunum í París þar sem keppendur voru sakaðir um að keppa í kvennaflokki undir fölsku flaggi. Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var önnur þeirra kvenna sem var sökuð um að vera karlmaður á leikunum í París en hún endaði á því að vinna Ólympíugull í kvennaflokki á leikunum. Alþjóða Ólympíusambandið sýndi henni mikinn stuðning en málið var táknmynd þeirra pólitísku átaka sem eru í hnefaleikaheiminum. World Boxing hefur nú fengið grænt ljós frá Alþjóða Ólympíunefndinni um að sjá um keppni í hnefaleiknum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Alþjóða Ólympíunefndin samþykkti klofningarsambandið í febrúar síðastliðnum. World Boxing gaf það út í dag að það hafi tilkynnt alsírska hnefaleiksambandinu það að Khelif þurfi að gangast undir kynjapróf til að fá þátttökurétt á Eindhoven Box Cup mótinu sem haldið verður í Hollandi í júní. „Við höfum sent alsírska hnefaleikasambandinu bréf til að tilkynna þeim það að Imane Khelif fái ekki að keppa í kvennaflokki á Eindhoven Box Cup eða öðrum mótum nema að hún gangist undir kynjapróf,“ segir í yfirlýsingu frá World Boxing. Árið 2023 missti Alþjóða hnefaleiksambandið, IBA, stöðu sína sem samband hnefaleikanna innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Ástæðan var meðal annars slæm fjárhagsstaða og spilling innan sambandsins. World Boxing tók við stöðu þess í staðinn. Box Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45 „Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Sjá meira
Með þessu prófi á að passa upp á að konur og karlar keppi í réttum kynjaflokkum eins og sambandið orðar það. NRK segir frá. Málið er framhald frá umdeildri umræðu á Ólympíuleikunum í París þar sem keppendur voru sakaðir um að keppa í kvennaflokki undir fölsku flaggi. Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var önnur þeirra kvenna sem var sökuð um að vera karlmaður á leikunum í París en hún endaði á því að vinna Ólympíugull í kvennaflokki á leikunum. Alþjóða Ólympíusambandið sýndi henni mikinn stuðning en málið var táknmynd þeirra pólitísku átaka sem eru í hnefaleikaheiminum. World Boxing hefur nú fengið grænt ljós frá Alþjóða Ólympíunefndinni um að sjá um keppni í hnefaleiknum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Alþjóða Ólympíunefndin samþykkti klofningarsambandið í febrúar síðastliðnum. World Boxing gaf það út í dag að það hafi tilkynnt alsírska hnefaleiksambandinu það að Khelif þurfi að gangast undir kynjapróf til að fá þátttökurétt á Eindhoven Box Cup mótinu sem haldið verður í Hollandi í júní. „Við höfum sent alsírska hnefaleikasambandinu bréf til að tilkynna þeim það að Imane Khelif fái ekki að keppa í kvennaflokki á Eindhoven Box Cup eða öðrum mótum nema að hún gangist undir kynjapróf,“ segir í yfirlýsingu frá World Boxing. Árið 2023 missti Alþjóða hnefaleiksambandið, IBA, stöðu sína sem samband hnefaleikanna innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Ástæðan var meðal annars slæm fjárhagsstaða og spilling innan sambandsins. World Boxing tók við stöðu þess í staðinn.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45 „Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Sjá meira
Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23
Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45
„Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03