Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum: Skattgreiðendur greiði nú uppbyggingu ferðamannastaða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. apríl 2015 16:41 Sífelld aukning ferðamanna hefur haft áhrif á náttúru Íslands. Vísir/GVA Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum með að fallið hafi verið frá áformum um upptöku náttúrupassa. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eins og fram hefur komið dagaði frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur upp í atvinnuveganefnd Alþingis. „Þess í stað stendur til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með fjárframlögum úr ríkissjóði. Því er ljóst að kostnaður vegna aukins átroðnings á helstu ferðamannastöðum verður borinn af skattgreiðendum í stað þeirra sem njóta þjónustunnar. Afleiðingar þess verða óhjákvæmilega hærri álögur eða skert þjónusta í öðrum málaflokkum,“ segir í tilkynningunni. Ráðið telur gjaldtöku á ferðamannastöðum bestu fjármögnunarleiðina þegar kemur að uppbyggingu ferðaþjónustu. „Slík gjaldtaka leggst á þá sem njóta ávinningsins af uppbyggingu ferðamannastaða, getur dregið úr átroðningi á vinsælustu áfangastaðina og skapar hvata fyrir greinina til að koma á fót nýjum áfangastöðum. Með beinum framlögum úr ríkissjóði verður engu þessara markmiða náð.“Sjá einnig: Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög Viðskiptaráð gerði athugasemdir við útfærslu náttúrupassans í umsögn við fyrirliggjandi frumvarp. Þrátt fyrir það segist ráðið heilt yfir hafa stutt framgöngu þess þar sem að með því yrði tekið fyrsta skrefið í átt að þróaðra kerfi „sem nær fram markmiðum um náttúruvernd samhliða aukinni framleiðni og verðmætasköpun án þess að byrðar skattgreiðenda þyngist.“ Ragnheiður Elín, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. „Það er von Viðskiptaráðs að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína og innleiði markaðsmiða lausn í stað beinna ríkisframlaga með tilheyrandi aukningu á almennri skattbyrði. Einungis þannig verður hægt að skapa umgjörð fyrir sjálfbæra uppbyggingu ferðamannastaða til frambúðar,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum með að fallið hafi verið frá áformum um upptöku náttúrupassa. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eins og fram hefur komið dagaði frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur upp í atvinnuveganefnd Alþingis. „Þess í stað stendur til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með fjárframlögum úr ríkissjóði. Því er ljóst að kostnaður vegna aukins átroðnings á helstu ferðamannastöðum verður borinn af skattgreiðendum í stað þeirra sem njóta þjónustunnar. Afleiðingar þess verða óhjákvæmilega hærri álögur eða skert þjónusta í öðrum málaflokkum,“ segir í tilkynningunni. Ráðið telur gjaldtöku á ferðamannastöðum bestu fjármögnunarleiðina þegar kemur að uppbyggingu ferðaþjónustu. „Slík gjaldtaka leggst á þá sem njóta ávinningsins af uppbyggingu ferðamannastaða, getur dregið úr átroðningi á vinsælustu áfangastaðina og skapar hvata fyrir greinina til að koma á fót nýjum áfangastöðum. Með beinum framlögum úr ríkissjóði verður engu þessara markmiða náð.“Sjá einnig: Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög Viðskiptaráð gerði athugasemdir við útfærslu náttúrupassans í umsögn við fyrirliggjandi frumvarp. Þrátt fyrir það segist ráðið heilt yfir hafa stutt framgöngu þess þar sem að með því yrði tekið fyrsta skrefið í átt að þróaðra kerfi „sem nær fram markmiðum um náttúruvernd samhliða aukinni framleiðni og verðmætasköpun án þess að byrðar skattgreiðenda þyngist.“ Ragnheiður Elín, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. „Það er von Viðskiptaráðs að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína og innleiði markaðsmiða lausn í stað beinna ríkisframlaga með tilheyrandi aukningu á almennri skattbyrði. Einungis þannig verður hægt að skapa umgjörð fyrir sjálfbæra uppbyggingu ferðamannastaða til frambúðar,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira