Lóðaverð tífaldast á tíu árum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. apríl 2015 13:21 Lóðaverð hefur á á síðustu tíu til ellefu árum tífaldast. Árið 2004 var það 500 þúsund krónur en er nú komið yfir fimm milljónir. Mikil vöntun er á húsnæði á viðráðanlegu verði og er húsnæðisskortur farinn að hamla vexti á höfuðborgarsvæðinu. „Lóðaverð er faktor í fjármögnun sveitarfélaga og skiptir þar af leiðandi mánuði. Við leyfum okkur alveg að benda sveitarfélögunum á að þetta verði að skoða og líka á það að gjaldskrár megi vera sveigjanlegri og ýta aðeins undir þarfir og auðvitað getu,“ sagði Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í Umræðunni í Íslandi í dag í gær. Almar ræddi málið ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur, þróunarstjóra Búseta. Þau bentu á það að hrunið hafi verið stór áhrifaþáttur þess að skortur sé á húsnæði. Það hafi haft gríðarleg áhrif á framkvæmdir, byggingariðnað og fjármögnun verkefna. Langan tíma taki að koma hlutunum aftur af stað.Hægt að lækka byggingarkostnað um 4 til 6 milljónir Hann sagði að hægt væri að lækka byggingarkostnað um fjórar til sex milljónir og þannig auka framboð ódýrari íbúða, með því að fara vandlega í hlutina með opinberum aðilum, sveitarfélögum og skoðun á byggingarreglugerðinni. Með því mætti lækka byggingarkostnað um allt að þrjátíu prósent. „Það eru margir hlutir í þessu sem vinna beinlínis að því að það séu frekar byggðar stærri íbúðir, jafnvel þó það séu fjölbýli, heldur en þær minni. Svo sjáum við auðvitað þessa hópa yngra fólks og eldra líka sem kalla eftir því að við byggjum hagkvæmar,“ sagði hann. Guðrún sagði það ekki eiga að koma neinum á óvart að þörfin sé mikil núna. Það hafi legið ljóst fyrir í nokkurn tíma en að stjórnvöld séu of lengi að bregðast við. „Það er alveg skýr fylgni að þegar það verður þensla eða samdráttur, annað hvort dýfa eða uppsveifla, þá hrynur framleiðnin hjá okkur. Þegar við erum í meðal ástandi, til dæmis tímabilið 2001-2001, þá er tímabil þar sem framleiðnin er vel yfir því sem aðrar atvinnugreinar sýna. Svo strax þegar farið er að gefa í, í átt að uppsveiflunni, þá hrynur framleiðnin og heldur áfram að hrynja við hrunið,“ sagði hún.Þúsundir í leit að húsnæði Um átta þúsund manns er nú að leitast eftir litlu ódýru húsnæði, annað hvort með því að leigja eða kaupa. Greiðslumat bankanna og Íbúðarlánasjóðs gerir þór áð fyrir föstum mánaðarlegum tekjum og ekki öðru en að fólk reki bíl. Það verður til þess að margt ungt fólk getur ekki keypt sér fasteisn þó svo innborgun sé til staðar. Leigumarkaðurinn er óþróaður og óöruggur, en um það var rætt í þættinum sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Lóðaverð hefur á á síðustu tíu til ellefu árum tífaldast. Árið 2004 var það 500 þúsund krónur en er nú komið yfir fimm milljónir. Mikil vöntun er á húsnæði á viðráðanlegu verði og er húsnæðisskortur farinn að hamla vexti á höfuðborgarsvæðinu. „Lóðaverð er faktor í fjármögnun sveitarfélaga og skiptir þar af leiðandi mánuði. Við leyfum okkur alveg að benda sveitarfélögunum á að þetta verði að skoða og líka á það að gjaldskrár megi vera sveigjanlegri og ýta aðeins undir þarfir og auðvitað getu,“ sagði Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í Umræðunni í Íslandi í dag í gær. Almar ræddi málið ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur, þróunarstjóra Búseta. Þau bentu á það að hrunið hafi verið stór áhrifaþáttur þess að skortur sé á húsnæði. Það hafi haft gríðarleg áhrif á framkvæmdir, byggingariðnað og fjármögnun verkefna. Langan tíma taki að koma hlutunum aftur af stað.Hægt að lækka byggingarkostnað um 4 til 6 milljónir Hann sagði að hægt væri að lækka byggingarkostnað um fjórar til sex milljónir og þannig auka framboð ódýrari íbúða, með því að fara vandlega í hlutina með opinberum aðilum, sveitarfélögum og skoðun á byggingarreglugerðinni. Með því mætti lækka byggingarkostnað um allt að þrjátíu prósent. „Það eru margir hlutir í þessu sem vinna beinlínis að því að það séu frekar byggðar stærri íbúðir, jafnvel þó það séu fjölbýli, heldur en þær minni. Svo sjáum við auðvitað þessa hópa yngra fólks og eldra líka sem kalla eftir því að við byggjum hagkvæmar,“ sagði hann. Guðrún sagði það ekki eiga að koma neinum á óvart að þörfin sé mikil núna. Það hafi legið ljóst fyrir í nokkurn tíma en að stjórnvöld séu of lengi að bregðast við. „Það er alveg skýr fylgni að þegar það verður þensla eða samdráttur, annað hvort dýfa eða uppsveifla, þá hrynur framleiðnin hjá okkur. Þegar við erum í meðal ástandi, til dæmis tímabilið 2001-2001, þá er tímabil þar sem framleiðnin er vel yfir því sem aðrar atvinnugreinar sýna. Svo strax þegar farið er að gefa í, í átt að uppsveiflunni, þá hrynur framleiðnin og heldur áfram að hrynja við hrunið,“ sagði hún.Þúsundir í leit að húsnæði Um átta þúsund manns er nú að leitast eftir litlu ódýru húsnæði, annað hvort með því að leigja eða kaupa. Greiðslumat bankanna og Íbúðarlánasjóðs gerir þór áð fyrir föstum mánaðarlegum tekjum og ekki öðru en að fólk reki bíl. Það verður til þess að margt ungt fólk getur ekki keypt sér fasteisn þó svo innborgun sé til staðar. Leigumarkaðurinn er óþróaður og óöruggur, en um það var rætt í þættinum sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
Umræðan Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira