Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm samkvæmt kröfu sérstaks saksóknara. Hæstiréttur telur óhjákvæmilegt að líta svo á að ummæli Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, gefi tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Málin var í dag vísað aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Sverrir, sem er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem situr nú inni vegna Al-Thani málsins, sagði í samtali við fréttastofu RÚV um embætti sérstaks saksóknara og Ólaf Hauksson að „trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum“. Tilefni ummælanna voru ummæli Ólafs þar sem hann sagðist ekki hafa vitað af tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. „Þessi gildishlöðnu ummæli meðdómsmannsins verða ekki skilin öðru vísi en sem tjáning á neikvæðu viðhorfi hans til embættis sérstaks saksóknara og starfsemi þess,“ segir í dómi Hæstaréttar um ummælin.Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Þetta eru þó ekki einu ummælin sem Hæstiréttur vísar til í niðurstöðu sinni. Rifjuð voru upp ummæli hans úr sama fréttatíma þar sem hann sagðist ekki trúa því „í eina sekúndu“ að sérstökum saksóknara hafi ekki verið kunnugt um tengsl sín við bróður sinn. Þá sagðist Sverrir trúa því fastlega að saksóknarinn hafi vitað um þau allan tímann þó hann fullyrti hið gagnstæða. Annars bæri það „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“ sem bæru „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“. Viðbrögðin væru hæpin, þau bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir“ og læddist sá grunur að meðdómsmanninum að í raun gerði saksóknarinn þetta til „að veikja dóminn.“ Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Hæstiréttur telur óhjákvæmilegt að líta svo á að ummæli Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, gefi tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Málin var í dag vísað aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Sverrir, sem er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem situr nú inni vegna Al-Thani málsins, sagði í samtali við fréttastofu RÚV um embætti sérstaks saksóknara og Ólaf Hauksson að „trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum“. Tilefni ummælanna voru ummæli Ólafs þar sem hann sagðist ekki hafa vitað af tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. „Þessi gildishlöðnu ummæli meðdómsmannsins verða ekki skilin öðru vísi en sem tjáning á neikvæðu viðhorfi hans til embættis sérstaks saksóknara og starfsemi þess,“ segir í dómi Hæstaréttar um ummælin.Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Þetta eru þó ekki einu ummælin sem Hæstiréttur vísar til í niðurstöðu sinni. Rifjuð voru upp ummæli hans úr sama fréttatíma þar sem hann sagðist ekki trúa því „í eina sekúndu“ að sérstökum saksóknara hafi ekki verið kunnugt um tengsl sín við bróður sinn. Þá sagðist Sverrir trúa því fastlega að saksóknarinn hafi vitað um þau allan tímann þó hann fullyrti hið gagnstæða. Annars bæri það „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“ sem bæru „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“. Viðbrögðin væru hæpin, þau bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir“ og læddist sá grunur að meðdómsmanninum að í raun gerði saksóknarinn þetta til „að veikja dóminn.“
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10