Innlent

Ungmenni reyndu að stela skóm í Laugardalslaug

Atli Ísleifsson skrifar
Ungmennin voru handsömuð og reyndust vera með skópör sundlaugargesta í fórum sínum.
Ungmennin voru handsömuð og reyndust vera með skópör sundlaugargesta í fórum sínum. Vísir/Stefán
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru vægast sagt fjölbreytt í nótt. Á ellefta tímanum í gærkvöld óskaði starfsfólk Laugardalslaugar eftir aðstoð lögreglu vegna ungmenna sem voru að stela skóm. Þar voru á ferð tveir piltar og tvær stúlkur. Þau voru handsömuð og reyndust vera með skópör sundlaugargesta í fórum sínum.

Fyrr um kvöldið aðstoða lögreglan starfsmenn Tollgæslunnar við Sundahöfn vegna fíkniefna sem fundust hjá skipverja í erlendum togara.

Þá voru afskipti höfð af ungum manni við Stjórnarráð Íslands á öðrum tímanum í nótt. Maðurinn hafði kastað af sér vatni við Stjórnarráðið og verður að sögn lögreglu kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt. Þá neitaði maðurinn að gefa upp nafn og kennitölu og var því handtekinn. Maðurinn gaf lögreglu persónuupplýsingar þegar hann var kominn í lögreglubifreið og var þá látinn laus.

Þá segir í dagbók lögreglu að nokkrir bílstjórar hafi verið stöðvaðir, grunaðir ýmist um vímuefna- eða ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×