Verkföll, sanngjörn vopn eða úreld samningsgerð? Björn Jóhannsson skrifar 26. apríl 2015 18:03 Enn á ný er vinnumarkaðurinn í uppnámi, eftir erfiða samninga við lækna og kennara krefjast samninganefndir opinberra starfsmanna sambærilegra samninga fyrir sína umbjóðenda og á almenna markaðnum hefur myndast gallhörð krafa um leiðréttingu launa frá síðustu kjarasamningum. Verkfall, hvað er það? Þegar samið var um verkfallsrétt fyrir almenna launþega, var það réttur til að leggja niður vinnu til að tryggja rétt þeirra til samninga um kaup og kjör. Atvinnurekendur höfðu á móti rétt til verkbanna og hvor um sig höfðu varinn rétt til framkvæmdanna innan laga um vinnudeilur. Fyrst um sinn náðu lögin yfir ágreining á hinum almenna vinnumarkaði. Kjaranefnd ákvarðaði laun opinberra starfsmanna. Illu heilli fengu opinberir starfsmenn verkfallsrétt á sjöunda áratug síðustu aldar, því síðan hafa menn áttað sig á muninum milli almenna starfsmanna og opinberra starfsmanna, þar sem annarsvegar á almenna markaðnum eru verkföll sem beinast að eigendum atvinnutækjanna og hinsvegar að þjónustustofnunum almennings þe beinast verkföllin að okkur sjálfum, einhverskonar hálf klúður hefur orðið til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma er dregin með illu eða góðu inn samningana með „félagslegum pökkum“, eða eins og í tilfellum opinberra starfsmanna er almenningur tekinn í gíslingu (kennarar /börn og heilbrigðisstéttir/sjúklingar) og svo framvegis. Allt þetta rugl er löngu úrelt forneskja sem verður að leggja af, og taka upp ný vinnubrögð við skiptingu þeirra launa sem til ráðsstöfunar eru á hverjum tíma. Hvað getur komið í stað núverandi samningaviðræðna um kaup og kjör? Nú eru góð ráð dýr, og öll verðum við að reyna að leggja okkar besta til málanna. „Við“ segi ég því öll erum við hluti af einni heild, tannhjól í sameiginlega fyrirtækinu „ÍSLAND HF“. Við erum rúmlega 300 þúsund einstaklingar sem vinnum saman (eða ættum að vinna saman) að þjóðfélagi þar sem öllum ætti að líða vel í góðu og öruggu samfélagi. ÍSLAND HF, er lítið fyrirtæki í alþjóðlegum samanburði, þó svo okkur takist oft að flækja einföldustu mál. Við veljum í kosningum flokka sem síðan mynda stjórn (ríkisstjórn). Ef við einföldum dæmið stýrir ríkisstjórnin ÍSLANDI HF í umboði þjóðarinnar sem er eini hluthafinn. ÍSLAND HF er eins og önnur fyrirtæki með ríkisreikning sem samsettur er úr: Þjóðartekjur og þjóðarútgjöld. Ríkisstjórnin hefur í raun það eina verkefni að tryggja að þjóðartekjurnar á hverjum tíma séu hærri en þjóðarútgjöldin!! Því eins og vitur maður sagði forðum við ungan mann sem var að leggja af stað út í lífið; „Ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 290 þúsund á mánuði, verður þú alltaf hamingjusamur, en ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 310 þúsundum á mánuði verður þú ávallt óhamingjusamur“. Einn liður í þjóðarútgjöldunum og ekki svo lítil eru - LAUN-, öll laun fyrir alla vinnu frá Pokadrengs til Forseta. Öll þessi laun er „kakan“ sem kjarabaráttan snýst um, en allir eru ósáttir um hvernig beri að skipta. Er leið til að skipta kökunni á sem sanngjarnastan og réttlátastan veg? Það hlýtur að vera kerfið í dag gengur ekki lengur. Mér dettur í hug ein leið og vonandi hafa aðrir góðar hugmyndir í handraðanum. Mín er svona; Forystumenn í hinum tveimur aðalgreinum (almenni og opinberi) atvinnulífsins skipar hvor sína atvinnumats nefnd. Hvor nefndin fær það verkefni að raða öllum starfsmönnum í flokka samkvæmt námsmati, starfslengd, ábyrgð og umhverfi (þegar eru til starfsmöt og launaflokka kerfi sem byggja má á). Ef ágreiningur er milli starfsstétta um matið, skal kjaranefnd úrskurða. Þegar búið er að raða niður öllum launþegum landsins í heildar flokkana tvo skal fella flokkana saman undir stjórn og leiðsögn kjaranefndar, ágreining skal skotið til dómstóla. Þegar allir starfsmenn hafa fengið sinn flokk í samræmdu launakerfi, er komið að launum fyrir hvern flokk. Laun verð aðeins skilgreind sem „lámarkslaun eða grunnlaun“. Launin verða síðan ákveðin af Launanefnd, þar sem launin ákvarðast af fjárlögum ársins, þe hvað er til ráðstöfunar í launagreiðslur þegar kostnaður ríkisins samkvæmt fjárlögum hefur verið dreginn frá áætluðum þjóðartekjum. Lægst laun skal skilgreina af Hagstofu fyrir gerð fjárlaga og síðan skal dreifa launum upp allan launaskalann, þó þannig að heildar launin séu innan fjárlaga hverju sinni. Þegar búið er að framkvæma þessa einu sinni, ætti að vera ágreiningslaust að hækka/lækka launakökuna í upphafi hvers fjárlagaárs, og allra hagur og kappsmál að halda kostnaði í lámarki og þjóðartekjum í hámarki. Björn Jóhannsson tæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný er vinnumarkaðurinn í uppnámi, eftir erfiða samninga við lækna og kennara krefjast samninganefndir opinberra starfsmanna sambærilegra samninga fyrir sína umbjóðenda og á almenna markaðnum hefur myndast gallhörð krafa um leiðréttingu launa frá síðustu kjarasamningum. Verkfall, hvað er það? Þegar samið var um verkfallsrétt fyrir almenna launþega, var það réttur til að leggja niður vinnu til að tryggja rétt þeirra til samninga um kaup og kjör. Atvinnurekendur höfðu á móti rétt til verkbanna og hvor um sig höfðu varinn rétt til framkvæmdanna innan laga um vinnudeilur. Fyrst um sinn náðu lögin yfir ágreining á hinum almenna vinnumarkaði. Kjaranefnd ákvarðaði laun opinberra starfsmanna. Illu heilli fengu opinberir starfsmenn verkfallsrétt á sjöunda áratug síðustu aldar, því síðan hafa menn áttað sig á muninum milli almenna starfsmanna og opinberra starfsmanna, þar sem annarsvegar á almenna markaðnum eru verkföll sem beinast að eigendum atvinnutækjanna og hinsvegar að þjónustustofnunum almennings þe beinast verkföllin að okkur sjálfum, einhverskonar hálf klúður hefur orðið til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma er dregin með illu eða góðu inn samningana með „félagslegum pökkum“, eða eins og í tilfellum opinberra starfsmanna er almenningur tekinn í gíslingu (kennarar /börn og heilbrigðisstéttir/sjúklingar) og svo framvegis. Allt þetta rugl er löngu úrelt forneskja sem verður að leggja af, og taka upp ný vinnubrögð við skiptingu þeirra launa sem til ráðsstöfunar eru á hverjum tíma. Hvað getur komið í stað núverandi samningaviðræðna um kaup og kjör? Nú eru góð ráð dýr, og öll verðum við að reyna að leggja okkar besta til málanna. „Við“ segi ég því öll erum við hluti af einni heild, tannhjól í sameiginlega fyrirtækinu „ÍSLAND HF“. Við erum rúmlega 300 þúsund einstaklingar sem vinnum saman (eða ættum að vinna saman) að þjóðfélagi þar sem öllum ætti að líða vel í góðu og öruggu samfélagi. ÍSLAND HF, er lítið fyrirtæki í alþjóðlegum samanburði, þó svo okkur takist oft að flækja einföldustu mál. Við veljum í kosningum flokka sem síðan mynda stjórn (ríkisstjórn). Ef við einföldum dæmið stýrir ríkisstjórnin ÍSLANDI HF í umboði þjóðarinnar sem er eini hluthafinn. ÍSLAND HF er eins og önnur fyrirtæki með ríkisreikning sem samsettur er úr: Þjóðartekjur og þjóðarútgjöld. Ríkisstjórnin hefur í raun það eina verkefni að tryggja að þjóðartekjurnar á hverjum tíma séu hærri en þjóðarútgjöldin!! Því eins og vitur maður sagði forðum við ungan mann sem var að leggja af stað út í lífið; „Ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 290 þúsund á mánuði, verður þú alltaf hamingjusamur, en ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 310 þúsundum á mánuði verður þú ávallt óhamingjusamur“. Einn liður í þjóðarútgjöldunum og ekki svo lítil eru - LAUN-, öll laun fyrir alla vinnu frá Pokadrengs til Forseta. Öll þessi laun er „kakan“ sem kjarabaráttan snýst um, en allir eru ósáttir um hvernig beri að skipta. Er leið til að skipta kökunni á sem sanngjarnastan og réttlátastan veg? Það hlýtur að vera kerfið í dag gengur ekki lengur. Mér dettur í hug ein leið og vonandi hafa aðrir góðar hugmyndir í handraðanum. Mín er svona; Forystumenn í hinum tveimur aðalgreinum (almenni og opinberi) atvinnulífsins skipar hvor sína atvinnumats nefnd. Hvor nefndin fær það verkefni að raða öllum starfsmönnum í flokka samkvæmt námsmati, starfslengd, ábyrgð og umhverfi (þegar eru til starfsmöt og launaflokka kerfi sem byggja má á). Ef ágreiningur er milli starfsstétta um matið, skal kjaranefnd úrskurða. Þegar búið er að raða niður öllum launþegum landsins í heildar flokkana tvo skal fella flokkana saman undir stjórn og leiðsögn kjaranefndar, ágreining skal skotið til dómstóla. Þegar allir starfsmenn hafa fengið sinn flokk í samræmdu launakerfi, er komið að launum fyrir hvern flokk. Laun verð aðeins skilgreind sem „lámarkslaun eða grunnlaun“. Launin verða síðan ákveðin af Launanefnd, þar sem launin ákvarðast af fjárlögum ársins, þe hvað er til ráðstöfunar í launagreiðslur þegar kostnaður ríkisins samkvæmt fjárlögum hefur verið dreginn frá áætluðum þjóðartekjum. Lægst laun skal skilgreina af Hagstofu fyrir gerð fjárlaga og síðan skal dreifa launum upp allan launaskalann, þó þannig að heildar launin séu innan fjárlaga hverju sinni. Þegar búið er að framkvæma þessa einu sinni, ætti að vera ágreiningslaust að hækka/lækka launakökuna í upphafi hvers fjárlagaárs, og allra hagur og kappsmál að halda kostnaði í lámarki og þjóðartekjum í hámarki. Björn Jóhannsson tæknifræðingur.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun